Til hamingju, verðsamráð er núna löglegt Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 12. apríl 2024 08:01 Kapítalismi án samkeppni er ekki kapítalismi, heldur arðrán. Þetta eru orð Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Án heilbrigðrar samkeppni kemur ekkert í veg fyrir að verðlag sé keyrt upp og hagsmunir neytenda séu hafðir að engu. Biden hefur tekist að styrkja samkeppnisumhverfið í Bandaríkjunum og gera samkeppnismarkaði skilvirkari og sanngjarnari. Þannig verða tækifæri minni og meðalstórra fyrirtækja betri. Forseti Bandaríkjanna veit sem er að samkeppni er heilbrigt fyrirtækjaumhverfi og þjónar hagsmunum fólksins í landinu. Heilbrigð samkeppni er best til þess fallin að stuðla að lægra vöruverði og hún ver hagsmuni smærri fyrirtækja gegn ofríki risanna. Hluti af reglunum sem hann setti snúa að því að efla stöðu bænda með nýjum verkfærum gegn yfirburðastöðu og ofríki sumra afurðastöðva í kjötframleiðslu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu Afstaða forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er hins vegar önnur. Hann ver með kjafti og klóm þá ömurlegu lagasetningu hér á landi að samkeppnisreglur hafi verið teknar úr sambandi gagnvart afurðastöðvum – þvert gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Ríkisstjórnin galopnaði þar með færi stórra fyrirtækja til að eiga með sér víðtækt samráð um verð og framleiðslu. Ríkisstjórnarflokkarnir heimiluðu samvinnu fyrirtækja á markaði sem Alþingi hafði áður talið vinna svo alvarlega gegn hagsmunum almennings að fangelsisrefsing hefur legið við þannig vinnubrögðum. Stjórnin skaðar þar með ekki bara almannahagsmuni heldur gerir algjörlega út af við möguleika bænda til að nýta sér sameiginlegan styrk til að mæta öflugum afurðastöðvum. Korteri áður Þetta gerist korteri eftir að almenningur fékk upplýsingar um víðtækt verðsamráð skipafélaga sem hefur líklega hefur leitt til tugmilljarða tjóns fyrir samfélagið. Það er afleiðing þess þegar samkeppnisreglur eru ekki virtar. Ísland er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni og eina trygging almennings fyrir lægra verðlagi, bættri þjónustu og nýsköpun er virk samkeppni. Lagasetning sem kippir samkeppni úr sambandi getur auðvitað aldrei leitt til annars en að hærra vöruverðs til almennings. Korteri seinna Þessi atlaga ríkisstjórnarinnar að neytendum og heimilum í landinu átti sér stað korteri áður en ríkisstjórnarflokkarnir héldu síðan blaðamannafund þar sem þau sögðu sitt mikilvægasta verkefni núna vera glímuna við að ná niður verðbólgu og háum vöxtum. Þar töluðu þau um mikilvægi stöðugleika fyrir fólkið í landinu. Í ímynduðu landi stöðugleikans renna fjármálaráðherrar að vísu inn og út úr fjármálaráðuneytinu á færibandi. Alls þrír fjármálaráðherrar á síðasta hálfa árinu. Þar fannst stefnufesta stjórnarinnar Nýr forsætisráðherra talar ekki af sérstökum þunga um efnahagsmálin. Í því ljósi er í sjálfu sér skiljanlegt að hann segi skilið við hugmyndafræðina um heilbrigða samkeppni. Á vakt hans sem fjármálaráðherra hefur staða efnahagsmála verið þannig að stýrivextir standa í 9,25%. Það þarf reyndar að leita til stríðshrjáðra landa til að finna sambærilegar tölur. Verðbólga hefur ekki verið nálægt markmiði Seðlabankans í nokkur ár. Verðbólga fór upp í síðustu mælingu en ríkisstjórnin segir að allt sé þetta á réttri leið. Lausn ríkisstjórnarinnar er lagasetning sem dregur úr samkeppni og vinnur þannig gegn baráttunni gegn verðbólgu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu. Og það er lýsandi að þegar kemur að sérhagsmunagæslu þá víla flokkarnir þrír ekki fyrir sér að fara gegn hagsmunum fólksins í landinu. Við sérhagsmunagæslu má loksins finna sjaldséða stefnufestu hjá þessum flokkum þremur. Erindi flokkanna þriggja í ríkisstjórn er þegar allt kemur til alls ekki annað en sérhagsmunagæsla sem við og við er brotin upp með stólaleik ráðherranna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Landbúnaður Alþingi Viðreisn Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Kapítalismi án samkeppni er ekki kapítalismi, heldur arðrán. Þetta eru orð Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Án heilbrigðrar samkeppni kemur ekkert í veg fyrir að verðlag sé keyrt upp og hagsmunir neytenda séu hafðir að engu. Biden hefur tekist að styrkja samkeppnisumhverfið í Bandaríkjunum og gera samkeppnismarkaði skilvirkari og sanngjarnari. Þannig verða tækifæri minni og meðalstórra fyrirtækja betri. Forseti Bandaríkjanna veit sem er að samkeppni er heilbrigt fyrirtækjaumhverfi og þjónar hagsmunum fólksins í landinu. Heilbrigð samkeppni er best til þess fallin að stuðla að lægra vöruverði og hún ver hagsmuni smærri fyrirtækja gegn ofríki risanna. Hluti af reglunum sem hann setti snúa að því að efla stöðu bænda með nýjum verkfærum gegn yfirburðastöðu og ofríki sumra afurðastöðva í kjötframleiðslu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu Afstaða forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er hins vegar önnur. Hann ver með kjafti og klóm þá ömurlegu lagasetningu hér á landi að samkeppnisreglur hafi verið teknar úr sambandi gagnvart afurðastöðvum – þvert gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Ríkisstjórnin galopnaði þar með færi stórra fyrirtækja til að eiga með sér víðtækt samráð um verð og framleiðslu. Ríkisstjórnarflokkarnir heimiluðu samvinnu fyrirtækja á markaði sem Alþingi hafði áður talið vinna svo alvarlega gegn hagsmunum almennings að fangelsisrefsing hefur legið við þannig vinnubrögðum. Stjórnin skaðar þar með ekki bara almannahagsmuni heldur gerir algjörlega út af við möguleika bænda til að nýta sér sameiginlegan styrk til að mæta öflugum afurðastöðvum. Korteri áður Þetta gerist korteri eftir að almenningur fékk upplýsingar um víðtækt verðsamráð skipafélaga sem hefur líklega hefur leitt til tugmilljarða tjóns fyrir samfélagið. Það er afleiðing þess þegar samkeppnisreglur eru ekki virtar. Ísland er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni og eina trygging almennings fyrir lægra verðlagi, bættri þjónustu og nýsköpun er virk samkeppni. Lagasetning sem kippir samkeppni úr sambandi getur auðvitað aldrei leitt til annars en að hærra vöruverðs til almennings. Korteri seinna Þessi atlaga ríkisstjórnarinnar að neytendum og heimilum í landinu átti sér stað korteri áður en ríkisstjórnarflokkarnir héldu síðan blaðamannafund þar sem þau sögðu sitt mikilvægasta verkefni núna vera glímuna við að ná niður verðbólgu og háum vöxtum. Þar töluðu þau um mikilvægi stöðugleika fyrir fólkið í landinu. Í ímynduðu landi stöðugleikans renna fjármálaráðherrar að vísu inn og út úr fjármálaráðuneytinu á færibandi. Alls þrír fjármálaráðherrar á síðasta hálfa árinu. Þar fannst stefnufesta stjórnarinnar Nýr forsætisráðherra talar ekki af sérstökum þunga um efnahagsmálin. Í því ljósi er í sjálfu sér skiljanlegt að hann segi skilið við hugmyndafræðina um heilbrigða samkeppni. Á vakt hans sem fjármálaráðherra hefur staða efnahagsmála verið þannig að stýrivextir standa í 9,25%. Það þarf reyndar að leita til stríðshrjáðra landa til að finna sambærilegar tölur. Verðbólga hefur ekki verið nálægt markmiði Seðlabankans í nokkur ár. Verðbólga fór upp í síðustu mælingu en ríkisstjórnin segir að allt sé þetta á réttri leið. Lausn ríkisstjórnarinnar er lagasetning sem dregur úr samkeppni og vinnur þannig gegn baráttunni gegn verðbólgu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu. Og það er lýsandi að þegar kemur að sérhagsmunagæslu þá víla flokkarnir þrír ekki fyrir sér að fara gegn hagsmunum fólksins í landinu. Við sérhagsmunagæslu má loksins finna sjaldséða stefnufestu hjá þessum flokkum þremur. Erindi flokkanna þriggja í ríkisstjórn er þegar allt kemur til alls ekki annað en sérhagsmunagæsla sem við og við er brotin upp með stólaleik ráðherranna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun