Lokunarpóstur hefur nú verið færður að afleggjaranum að virkjun HS Orku í Svartsengi og er nú hægt að aka óhrindað að Bláa lóninu. Annar lokunarpóstu á Suðurstrandavegi hefur verið færður að bílastæði við Festarfjall, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Nýr vegkafli var lagður yfir hraun sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu þremur eldgosum Við vegamótin við Blálónsveg og sunnar þar sem hraun rann hefur verið gerður sveigur á veginn til þess að leiða umferðina inn til Grindavíkur á milli varnargarða.
Ekki er sagt þurfa að fylla upp í bilið á varnargarðakerfinu sem vegurinn fer um ef hraun rennur um svæðið.
