Rowling enn bitur út í Harry Potter-stjörnurnar Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2024 23:13 Mikið af kröftum Rowling hefur verið varið í að tala gegn trans fólki undanfarin ár. Vísir/EPA Joanne Rowling, höfundur bókanna um galdradrenginn Harry Potter, er fjarri því búin að fyrirgefa aðalleikurunum úr kvikmyndunum um Potter fyrir að vera ósammála henni um trans fólk. Hún heldur áfram að lýsa trans fólki sem hættulegu konum. Stjörnur Hollywood-myndanna um Harry Potter, þau Daniel Radcliffe og Emma Watson, lýstu yfir stuðningi við trans konur eftir að Rowling skrifaði grein gegn réttindum trans fólks árið 2020. Í greininni sakaði rithöfundurinn trans fólk um að grafa undan konum og veita „rándýrum“ skjól. Með rándýrum átti hún við karlmenn sem hún ímyndaði sér að létust vera konur í því skyni að ráðast á þær. Síðan þá hefur Rowling haldið áfram að fara mikinn um trans fólk þrátt fyrir að það hafi gert fjölda aðdáenda bóka hennar afhuga henni og að hún hafi ítrekað verið sökuð um fordóma gegn trans fólki. Breski rithöfundurinn hélt enn áfram að deila efni sem tengist trans fólki á samfélagsmiðlinum X í gær. Svar hennar til notanda sem sagðist öruggur um að hún fyrirgæfi Radcliffe og Watson ef þau bæðu hana afsökunar bendir til þess að hún sé enn bitur út í leikarana fyrir lýsa gagnstæðri skoðun á sínum tíma. „Ekki öruggt, er ég hrædd um,“ svaraði Rowling sem sakaði leikarana um að halla sér að hreyfingu sem ætlaði sér að grafa undan réttindum kvenna og ýjaði enn að því að konum stafaði hætta af trans fólki. Sjón er á meðal annarra rithöfunda sem hafa gagnrýnt Rowling fyrir orðræðu hennar í garð trans fólks. Í tísti í fyrra sakaði íslenski rithöfundurinn hana um að afmennska trans fólk kerfisbundið. Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. 3. apríl 2024 07:16 Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. 15. mars 2023 22:45 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Stjörnur Hollywood-myndanna um Harry Potter, þau Daniel Radcliffe og Emma Watson, lýstu yfir stuðningi við trans konur eftir að Rowling skrifaði grein gegn réttindum trans fólks árið 2020. Í greininni sakaði rithöfundurinn trans fólk um að grafa undan konum og veita „rándýrum“ skjól. Með rándýrum átti hún við karlmenn sem hún ímyndaði sér að létust vera konur í því skyni að ráðast á þær. Síðan þá hefur Rowling haldið áfram að fara mikinn um trans fólk þrátt fyrir að það hafi gert fjölda aðdáenda bóka hennar afhuga henni og að hún hafi ítrekað verið sökuð um fordóma gegn trans fólki. Breski rithöfundurinn hélt enn áfram að deila efni sem tengist trans fólki á samfélagsmiðlinum X í gær. Svar hennar til notanda sem sagðist öruggur um að hún fyrirgæfi Radcliffe og Watson ef þau bæðu hana afsökunar bendir til þess að hún sé enn bitur út í leikarana fyrir lýsa gagnstæðri skoðun á sínum tíma. „Ekki öruggt, er ég hrædd um,“ svaraði Rowling sem sakaði leikarana um að halla sér að hreyfingu sem ætlaði sér að grafa undan réttindum kvenna og ýjaði enn að því að konum stafaði hætta af trans fólki. Sjón er á meðal annarra rithöfunda sem hafa gagnrýnt Rowling fyrir orðræðu hennar í garð trans fólks. Í tísti í fyrra sakaði íslenski rithöfundurinn hana um að afmennska trans fólk kerfisbundið.
Hinsegin Málefni trans fólks Tengdar fréttir Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. 3. apríl 2024 07:16 Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. 15. mars 2023 22:45 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. 3. apríl 2024 07:16
Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. 15. mars 2023 22:45