Bankasýslan hafi ekki gert athugasemdir við tilboð í TM Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2024 17:55 Landsbankinn er almenningshlutafélag að miklum meirihluta í eigu ríkisins. Bankasýslan telur að kaup á TM stríði gegn eigendastefnu ríkisins. Vísir/Vilhelm Bankaráð Landsbankans segir að Bankasýslan hafi verið upplýst um áhuga bankans á að kaupa tryggingafélagið TM í desember og ekki gert neinar athugasemdir fyrr en eftir að tilboð bankans var samþykkt. Bankasýslan ætlar að skipta út fimm bankaráðsmönnum á næstu dögum. Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins telur að upplýsingagjöf Landsbankans til sín hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins. Þá hafi hún ekki verið með þeim formlega hætti sem áður hefur verið viðhafður, ólíkt upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023. Tilboðið í TM hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar. Bankasýslan hætti við að tilnefna fimm bankaráðsmenn til áframhaldandi setu og leggur nú til fimm nýja menn inn fyrir aðalfund sem verður haldinn á föstudag eftir viku. Sjö manns skipa bankaráðið en tveir núverandi bankaráðsmenn höfðu áður tilkynnt að þeir gæfu ekki kost á sér áfram. Óskaði hvorki eftir gögnum né gerði athugasemdir Í yfirlýsingu sem bankaráð Landsbankans sendi frá sér nú síðdegis fullyrðir það að Bankasýslan hafi verið upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í tryggingafélagið 20. desember. „Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt,“ segir í yfirlýsingunni. Bankasýslan hafi sjálf staðfest að það hafi verið á forræði bankaráðsins að taka ákvörðun um að bjóða í TM. Hafi Bankasýslan talið að afla þyrfti samþykkis hluthafafundar fyrir kaupunum þá hafi hún haft mörg tækifæri til þess að koma því áliti á framfæri, að sögn bankaráðsins. Bankaráðinu finnst miður að Bankasýslan líti svo á að hún hafi ekki fengið upplýsingar með nægilega formlegum hætti um áform Landsbankans og telur sig hafa uppfyllt skyldur sínar um upplýsingagjöf. „Bankaráði þykur miður að ákvörðun um kaup á TM, sem var tekin með hagsmuni Landsbankans, hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi, hafi orðið jafn umdeild og raun ber vitni,“ segir í yfirlýsingu bankaráðsins. Vísar bankaráðið í hluta eigendastefnu ríkisins sem segir að ríkið stefni ekki að því að eiga meirihluta í fjármálafyrirtækjum á markaði til lengri tíma. Því sé mikilvægt að umsýsla eignarhluta þess sé fagleg, traust og á markaðsforsendum, meðal annars til þess að hámarka söluandvirði og arðgreiðslur fyrir skattgreiðendur. Fréttin verður uppfærð. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Munu skoða að losna strax við TM Bankasýsla ríkisins mun funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans og leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Fyrrverandi fjármálaráðherra vildi að skoðað yrði hvernig væri hægt að losa um eignarhlutinn eins fljótt og auðið er. 12. apríl 2024 16:53 Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. 12. apríl 2024 16:40 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira
Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins telur að upplýsingagjöf Landsbankans til sín hafi ekki verið í samræmi við ákvæði samnings um almenn og sértæk markmið í rekstri bankans og ákvæði eigandastefnu ríkisins. Þá hafi hún ekki verið með þeim formlega hætti sem áður hefur verið viðhafður, ólíkt upplýsingagjöf Landsbankans til Bankasýslu ríkisins um áhuga bankans á TM í júlí 2023. Tilboðið í TM hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríkisins og lágmörkun á áhættu, sérstaklega í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í bankanum í náinni framtíð. Enginn fyrirvari hafi verið gerður í tilboði bankans um samþykki hluthafafundar. Bankasýslan hætti við að tilnefna fimm bankaráðsmenn til áframhaldandi setu og leggur nú til fimm nýja menn inn fyrir aðalfund sem verður haldinn á föstudag eftir viku. Sjö manns skipa bankaráðið en tveir núverandi bankaráðsmenn höfðu áður tilkynnt að þeir gæfu ekki kost á sér áfram. Óskaði hvorki eftir gögnum né gerði athugasemdir Í yfirlýsingu sem bankaráð Landsbankans sendi frá sér nú síðdegis fullyrðir það að Bankasýslan hafi verið upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í tryggingafélagið 20. desember. „Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt,“ segir í yfirlýsingunni. Bankasýslan hafi sjálf staðfest að það hafi verið á forræði bankaráðsins að taka ákvörðun um að bjóða í TM. Hafi Bankasýslan talið að afla þyrfti samþykkis hluthafafundar fyrir kaupunum þá hafi hún haft mörg tækifæri til þess að koma því áliti á framfæri, að sögn bankaráðsins. Bankaráðinu finnst miður að Bankasýslan líti svo á að hún hafi ekki fengið upplýsingar með nægilega formlegum hætti um áform Landsbankans og telur sig hafa uppfyllt skyldur sínar um upplýsingagjöf. „Bankaráði þykur miður að ákvörðun um kaup á TM, sem var tekin með hagsmuni Landsbankans, hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi, hafi orðið jafn umdeild og raun ber vitni,“ segir í yfirlýsingu bankaráðsins. Vísar bankaráðið í hluta eigendastefnu ríkisins sem segir að ríkið stefni ekki að því að eiga meirihluta í fjármálafyrirtækjum á markaði til lengri tíma. Því sé mikilvægt að umsýsla eignarhluta þess sé fagleg, traust og á markaðsforsendum, meðal annars til þess að hámarka söluandvirði og arðgreiðslur fyrir skattgreiðendur. Fréttin verður uppfærð.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Munu skoða að losna strax við TM Bankasýsla ríkisins mun funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans og leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Fyrrverandi fjármálaráðherra vildi að skoðað yrði hvernig væri hægt að losa um eignarhlutinn eins fljótt og auðið er. 12. apríl 2024 16:53 Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. 12. apríl 2024 16:40 Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira
Munu skoða að losna strax við TM Bankasýsla ríkisins mun funda með nýju bankaráði Landsbankans að loknum aðalfundi bankans og leggja áherslu á að ráðið meti kaup bankans á TM og leiti leiða til þess að losna við tryggingafélagið. Fyrrverandi fjármálaráðherra vildi að skoðað yrði hvernig væri hægt að losa um eignarhlutinn eins fljótt og auðið er. 12. apríl 2024 16:53
Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. 12. apríl 2024 16:40