„Maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann“ Sverrir Mar Smárason skrifar 13. apríl 2024 16:49 Viktor Karl fagnar marki sínu sem braut ísinn í dag. Visir/ Hulda Margrét Viktor Karl Einarsson skoraði fyrsta mark Blika í 4-0 sigri liðsins á nýliðum Vestra í Bestu deild karla. Breiðablik náði ekki að bjróta ísinn fyrr en í síðari hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var frekar erfiður. Við hefðum getað sett meiri hraða í spilið og svona. Mér fannst við skapa okkur góðar stöður en hefðum getað farið aðeins betur með þær. Þetta var alltaf að fara að vera svona, Vestra menn vilja vera þéttir og loka vel fyrir. Við þurftum alltaf að fá einn Ice breaker og hann kom í seinni hálfleik sem var bara flott,“ sagði miðjumaðurinn knái. Breiðablik tókst illa að skapa sér færi gegn þéttu liði gestanna í fyrri hálfleik en virtust koma mun ákveðnari út í síðari hálfleikinn. Viktor Karl gerði fyrsta mark leiksins á 51.mínútu. „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og vildum fá meiri hraða í boltann. Vildum fara meira utan á þá og ógna með hornhlaupum eins og markið kom svo. Vildum láta þá aðeins hlaupa. Ég held að markið hafi verið í fyrsta skipti í leiknum þar sem við náum að færa boltann frá vinstri hliðinni og yfir þar sem við erum búnir að draga bakvörðinn úr stöðu. Þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor. Blikar tóku algjörlega yfir leikinn í síðari hálfleik. Fá víti og fiska síðan rautt spjald á varnarmann Vestra. Það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn og lítið sem kom á óvart. „Það var í raun ekkert sem kom á óvart. Þeir vilja stundum hleypa þessu upp í vitleysu og eru fastir fyrir svo það kom ekkert á óvart. Það fór svolítið úr þeim og þeir sóttu ekki mikið í seinni. Eftir að við komumst í 1-0 þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor Karl. Breiðablik hefur farið nokkuð hljóðlátt í gegnum undirbúningstímabilið þrátt fyrir að vinna bæði Bose-bikarinn og Lengjubikarinn. Fáir spáð þeim alvöru titilbaráttu. Það er þó það sem Blikar stefna á og geta sýnt það almennilega í næstu þremur leikjum vegna Víkingi, KR og Val. „Við ætlum klárlega að vera þarna [í titilbaráttu] en við erum ekkert mikið að pæla í því hvað er verið að segja. Auðvitað er auðvelt að segja það. Það er mikilvægt að taka einn leik í einu og vera ekki að fara mikið fram úr sér. Næsti leikur er á móti Víkingi og það verður hörku leikur. Við ætlum að gíra okkur vel upp í hann. Ég held að það sé hollast fyrir alla að taka einn leik í einu, maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann. Það er bara næsti leikur á móti Víkingi og svo bara sjáum við hvað verður,“ sagði Viktor Karl að lokum. Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Vestri Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var frekar erfiður. Við hefðum getað sett meiri hraða í spilið og svona. Mér fannst við skapa okkur góðar stöður en hefðum getað farið aðeins betur með þær. Þetta var alltaf að fara að vera svona, Vestra menn vilja vera þéttir og loka vel fyrir. Við þurftum alltaf að fá einn Ice breaker og hann kom í seinni hálfleik sem var bara flott,“ sagði miðjumaðurinn knái. Breiðablik tókst illa að skapa sér færi gegn þéttu liði gestanna í fyrri hálfleik en virtust koma mun ákveðnari út í síðari hálfleikinn. Viktor Karl gerði fyrsta mark leiksins á 51.mínútu. „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og vildum fá meiri hraða í boltann. Vildum fara meira utan á þá og ógna með hornhlaupum eins og markið kom svo. Vildum láta þá aðeins hlaupa. Ég held að markið hafi verið í fyrsta skipti í leiknum þar sem við náum að færa boltann frá vinstri hliðinni og yfir þar sem við erum búnir að draga bakvörðinn úr stöðu. Þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor. Blikar tóku algjörlega yfir leikinn í síðari hálfleik. Fá víti og fiska síðan rautt spjald á varnarmann Vestra. Það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn og lítið sem kom á óvart. „Það var í raun ekkert sem kom á óvart. Þeir vilja stundum hleypa þessu upp í vitleysu og eru fastir fyrir svo það kom ekkert á óvart. Það fór svolítið úr þeim og þeir sóttu ekki mikið í seinni. Eftir að við komumst í 1-0 þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor Karl. Breiðablik hefur farið nokkuð hljóðlátt í gegnum undirbúningstímabilið þrátt fyrir að vinna bæði Bose-bikarinn og Lengjubikarinn. Fáir spáð þeim alvöru titilbaráttu. Það er þó það sem Blikar stefna á og geta sýnt það almennilega í næstu þremur leikjum vegna Víkingi, KR og Val. „Við ætlum klárlega að vera þarna [í titilbaráttu] en við erum ekkert mikið að pæla í því hvað er verið að segja. Auðvitað er auðvelt að segja það. Það er mikilvægt að taka einn leik í einu og vera ekki að fara mikið fram úr sér. Næsti leikur er á móti Víkingi og það verður hörku leikur. Við ætlum að gíra okkur vel upp í hann. Ég held að það sé hollast fyrir alla að taka einn leik í einu, maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann. Það er bara næsti leikur á móti Víkingi og svo bara sjáum við hvað verður,“ sagði Viktor Karl að lokum.
Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Vestri Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport