„Maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann“ Sverrir Mar Smárason skrifar 13. apríl 2024 16:49 Viktor Karl fagnar marki sínu sem braut ísinn í dag. Visir/ Hulda Margrét Viktor Karl Einarsson skoraði fyrsta mark Blika í 4-0 sigri liðsins á nýliðum Vestra í Bestu deild karla. Breiðablik náði ekki að bjróta ísinn fyrr en í síðari hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var frekar erfiður. Við hefðum getað sett meiri hraða í spilið og svona. Mér fannst við skapa okkur góðar stöður en hefðum getað farið aðeins betur með þær. Þetta var alltaf að fara að vera svona, Vestra menn vilja vera þéttir og loka vel fyrir. Við þurftum alltaf að fá einn Ice breaker og hann kom í seinni hálfleik sem var bara flott,“ sagði miðjumaðurinn knái. Breiðablik tókst illa að skapa sér færi gegn þéttu liði gestanna í fyrri hálfleik en virtust koma mun ákveðnari út í síðari hálfleikinn. Viktor Karl gerði fyrsta mark leiksins á 51.mínútu. „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og vildum fá meiri hraða í boltann. Vildum fara meira utan á þá og ógna með hornhlaupum eins og markið kom svo. Vildum láta þá aðeins hlaupa. Ég held að markið hafi verið í fyrsta skipti í leiknum þar sem við náum að færa boltann frá vinstri hliðinni og yfir þar sem við erum búnir að draga bakvörðinn úr stöðu. Þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor. Blikar tóku algjörlega yfir leikinn í síðari hálfleik. Fá víti og fiska síðan rautt spjald á varnarmann Vestra. Það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn og lítið sem kom á óvart. „Það var í raun ekkert sem kom á óvart. Þeir vilja stundum hleypa þessu upp í vitleysu og eru fastir fyrir svo það kom ekkert á óvart. Það fór svolítið úr þeim og þeir sóttu ekki mikið í seinni. Eftir að við komumst í 1-0 þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor Karl. Breiðablik hefur farið nokkuð hljóðlátt í gegnum undirbúningstímabilið þrátt fyrir að vinna bæði Bose-bikarinn og Lengjubikarinn. Fáir spáð þeim alvöru titilbaráttu. Það er þó það sem Blikar stefna á og geta sýnt það almennilega í næstu þremur leikjum vegna Víkingi, KR og Val. „Við ætlum klárlega að vera þarna [í titilbaráttu] en við erum ekkert mikið að pæla í því hvað er verið að segja. Auðvitað er auðvelt að segja það. Það er mikilvægt að taka einn leik í einu og vera ekki að fara mikið fram úr sér. Næsti leikur er á móti Víkingi og það verður hörku leikur. Við ætlum að gíra okkur vel upp í hann. Ég held að það sé hollast fyrir alla að taka einn leik í einu, maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann. Það er bara næsti leikur á móti Víkingi og svo bara sjáum við hvað verður,“ sagði Viktor Karl að lokum. Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Vestri Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Fótbolti Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Fleiri fréttir Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var frekar erfiður. Við hefðum getað sett meiri hraða í spilið og svona. Mér fannst við skapa okkur góðar stöður en hefðum getað farið aðeins betur með þær. Þetta var alltaf að fara að vera svona, Vestra menn vilja vera þéttir og loka vel fyrir. Við þurftum alltaf að fá einn Ice breaker og hann kom í seinni hálfleik sem var bara flott,“ sagði miðjumaðurinn knái. Breiðablik tókst illa að skapa sér færi gegn þéttu liði gestanna í fyrri hálfleik en virtust koma mun ákveðnari út í síðari hálfleikinn. Viktor Karl gerði fyrsta mark leiksins á 51.mínútu. „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og vildum fá meiri hraða í boltann. Vildum fara meira utan á þá og ógna með hornhlaupum eins og markið kom svo. Vildum láta þá aðeins hlaupa. Ég held að markið hafi verið í fyrsta skipti í leiknum þar sem við náum að færa boltann frá vinstri hliðinni og yfir þar sem við erum búnir að draga bakvörðinn úr stöðu. Þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor. Blikar tóku algjörlega yfir leikinn í síðari hálfleik. Fá víti og fiska síðan rautt spjald á varnarmann Vestra. Það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn og lítið sem kom á óvart. „Það var í raun ekkert sem kom á óvart. Þeir vilja stundum hleypa þessu upp í vitleysu og eru fastir fyrir svo það kom ekkert á óvart. Það fór svolítið úr þeim og þeir sóttu ekki mikið í seinni. Eftir að við komumst í 1-0 þá var eftirleikurinn auðveldur,“ sagði Viktor Karl. Breiðablik hefur farið nokkuð hljóðlátt í gegnum undirbúningstímabilið þrátt fyrir að vinna bæði Bose-bikarinn og Lengjubikarinn. Fáir spáð þeim alvöru titilbaráttu. Það er þó það sem Blikar stefna á og geta sýnt það almennilega í næstu þremur leikjum vegna Víkingi, KR og Val. „Við ætlum klárlega að vera þarna [í titilbaráttu] en við erum ekkert mikið að pæla í því hvað er verið að segja. Auðvitað er auðvelt að segja það. Það er mikilvægt að taka einn leik í einu og vera ekki að fara mikið fram úr sér. Næsti leikur er á móti Víkingi og það verður hörku leikur. Við ætlum að gíra okkur vel upp í hann. Ég held að það sé hollast fyrir alla að taka einn leik í einu, maður hefur oft brennt sig á því að vera hugsa eitthvað fram í tímann. Það er bara næsti leikur á móti Víkingi og svo bara sjáum við hvað verður,“ sagði Viktor Karl að lokum.
Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Vestri Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Fótbolti Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Fótbolti „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Fleiri fréttir Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Sjá meira