„Mæting Grafarvogsbúa var ekki ástæðan fyrir þessu tapi“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. apríl 2024 16:55 Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var svekktur eftir leik. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fjölnir fékk skell gegn Keflavík á heimavelli 69-100. Liðið er því lent 0-2 undir í einvíginu gegn Keflavík í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna. Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var óánægður með annan leikhluta liðsins. „Það kom allt of langur kafli í öðrum leikhluta þar sem við gáfumst upp. Það er sennilega ljótt að segja að við höfum gefist upp en það var vonleysi. Heilt yfir er ég ánægður með varnarleikinn sem er kjánalegt að tala um þar sem við fengum á okkur 100 stig.“ „Sóknarleikurinn var betri hjá okkur en við erum bara að spila við helvíti gott lið. Ég er stoltur af mínu liði og við erum með bakið upp við vegg og við verðum að sjá hvort við náum að töfra fram eitthvað frábært á miðvikudaginn,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. Hallgrímur var allt annað en sáttur með annan leikhluta Fjölnis sem tapaðist með fimmtán stigum og að hans mati tapaðist leikurinn þar. „Við vorum staðar sóknarlega sem gerði það að verkum að þegar að við töpuðum boltanum vorum við ekki í réttum stöðum til þess að hlaupa til baka.“ „Ég kvíði fyrir því að horfa á klippurnar af þessu. Í hugarminni mínu er eins og við höfðum ekki reynt að hlaupa af fullum krafti til baka á þessum 3-4 mínútna kafla. Ég var nýbúinn að taka annað leikhlé þannig það var lítið annað að gera fyrir mig en að standa á hliðarlínunni og öskra.“ Fjölnir gerði lítið til að saxa forskot Keflavíkur niður í síðari hálfleik og Hallgrímur viðurkenndi að það væri mikill munur á liðunum. „Við töluðum um það að vinna hverja einustu baráttu sem við værum í og ætluðum ekki að pæla í mistökunum sem við gerðum á undan eða hafa áhyggjur af mistökum sem myndu gerast í framtíðinni. Svolítið núvitundar dæmi í gangi og við þurfum að vinna með það og halda áfram með skipulagið okkar og sjá hvort við fáum ekki meira sjálfstraust á miðvikudaginn.“ Það var ansi léleg mæting á leikinn og það voru fáir stuðningsmenn Fjölnis í stúkunni. Aðspurður hvers vegna áhuginn hjá Grafarvogsbúum væri svona lítill vildi Hallgrímur ekki gera mikið úr því. „Ég er ekkert að pæla í þessu. Það er nógu mikið vesen að stýra liðinu mínu og dómurum í leiðinni. Mér fannst ágætlega mætt en margur vill meira kannski. Ég ætlaði að vinna körfuboltaleik en mér tókst það ekki. Mæting Grafarvogsbúa var ekki ástæðan fyrir þessu tapi,“ sagði Hallgrímur að lokum sem pældi lítið í mætingunni á leikinn. Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Sjá meira
„Það kom allt of langur kafli í öðrum leikhluta þar sem við gáfumst upp. Það er sennilega ljótt að segja að við höfum gefist upp en það var vonleysi. Heilt yfir er ég ánægður með varnarleikinn sem er kjánalegt að tala um þar sem við fengum á okkur 100 stig.“ „Sóknarleikurinn var betri hjá okkur en við erum bara að spila við helvíti gott lið. Ég er stoltur af mínu liði og við erum með bakið upp við vegg og við verðum að sjá hvort við náum að töfra fram eitthvað frábært á miðvikudaginn,“ sagði Hallgrímur í viðtali eftir leik. Hallgrímur var allt annað en sáttur með annan leikhluta Fjölnis sem tapaðist með fimmtán stigum og að hans mati tapaðist leikurinn þar. „Við vorum staðar sóknarlega sem gerði það að verkum að þegar að við töpuðum boltanum vorum við ekki í réttum stöðum til þess að hlaupa til baka.“ „Ég kvíði fyrir því að horfa á klippurnar af þessu. Í hugarminni mínu er eins og við höfðum ekki reynt að hlaupa af fullum krafti til baka á þessum 3-4 mínútna kafla. Ég var nýbúinn að taka annað leikhlé þannig það var lítið annað að gera fyrir mig en að standa á hliðarlínunni og öskra.“ Fjölnir gerði lítið til að saxa forskot Keflavíkur niður í síðari hálfleik og Hallgrímur viðurkenndi að það væri mikill munur á liðunum. „Við töluðum um það að vinna hverja einustu baráttu sem við værum í og ætluðum ekki að pæla í mistökunum sem við gerðum á undan eða hafa áhyggjur af mistökum sem myndu gerast í framtíðinni. Svolítið núvitundar dæmi í gangi og við þurfum að vinna með það og halda áfram með skipulagið okkar og sjá hvort við fáum ekki meira sjálfstraust á miðvikudaginn.“ Það var ansi léleg mæting á leikinn og það voru fáir stuðningsmenn Fjölnis í stúkunni. Aðspurður hvers vegna áhuginn hjá Grafarvogsbúum væri svona lítill vildi Hallgrímur ekki gera mikið úr því. „Ég er ekkert að pæla í þessu. Það er nógu mikið vesen að stýra liðinu mínu og dómurum í leiðinni. Mér fannst ágætlega mætt en margur vill meira kannski. Ég ætlaði að vinna körfuboltaleik en mér tókst það ekki. Mæting Grafarvogsbúa var ekki ástæðan fyrir þessu tapi,“ sagði Hallgrímur að lokum sem pældi lítið í mætingunni á leikinn.
Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Sjá meira