McGregor er auðvitað einn frægasti bardagakappi heims og var á sínum tíma tvíríkjandi meistari í létt- og fjaðurvigt en hann hefur aðeins unnið einn bardaga síðan þá og ekki barist síðan í júlí 2021. Þá tapaði McGregor tveimur bardögum í röð gegn Dustin Poirier og fótbraut sig.
Orðrómar hafa lengi verið á sveimi að McGregor snúi aftur í búrið og berjist við Chandler. Þeir grínuðust með það í raunveruleikaþætti UFC fyrr í vetur þar sem þeir störfuðu sem þjálfarar. Dana White staðfesti bardagann svo eftir UFC 300 bardagakvöldið í Las Vegas í nótt.
Dana White just finally announced Conor McGregor vs Michael Chandler 😱 pic.twitter.com/L3KzUtiSM4
— Happy Punch (@HappyPunch) April 14, 2024
Michael Chandler er verðugur andstæðingur en vissulega kominn til ára sinna. 37 ára gamall með ferilskrá upp á 23 sigra og 8 töp. Hann tapaði eina titilbardaga ferilsins gegn Charles Oliveira.