Blekkingin um afskiptaleysi ráðherra af rekstri Landsbankans Stefán Ólafsson skrifar 14. apríl 2024 11:30 Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. Stjórnendur ríkisbanka ættu þannig að hafa fullt sjálfstæði til að taka ákvarðanir um rekstur og þróun viðkomandi banka og velja leiðir til að auka samkeppnishæfni hans, sem myndi auðvitað þjóna hagsmunum eigenda (ríkisins, þ.e. þjóðarinnar). Auka verðmæti bankans og hækka arðgreiðslur til eigenda til frambúðar. Almælt er á fjármálamarkaði að þetta sé vænleg leið. Nú er komin upp sú staða að forsendan um armslengd frá stjórnvöldum er orðin algerlega meiningarlaus - eða opinberuð sem blekking með þeim starfsháttum sem Bankasýslan hefur stundað! Fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lýst sig algerlega andvígan ákvörðun stjórnenda Landsbankans um að kaupa tryggingafélagið TM til að styrkja stöðu og samkeppnishæfni bankans - og það hefur beinar afleiðingar fyrir bankann. Ráðherrann fylgdi þessu eftir og skipaði Bankasýslunni að reka allt bankaráð Landsbankans og knýja fram umsnúning á þessari rekstrarákvörðun stjórnenda Landsbankans með nýju handvöldu bankaráði. Formaður Bankasýslunnar hefur nú lýst því yfir að Bankasýslan muni svo funda með nýja bankaráðinu og leggja fyrir það hvernig undið skuli ofanaf hinni "sjálfstæðu" ákvörðun fyrra bankaráðs - jafnvel þó það muni kosta bankann mikla fjármuni og orðsporsmissi - sem veikir stöðu bankans á markaði. Það gengur gegn hagsmunum þjóðarinnar sem eiganda en þjónar væntanlega hagsmunum þeirra sem vilja selja bankann á sem lægstu verði til auðmanna sem fyrst (sjá hér). Spurningin sem blasir við er þá þessi: Hvernig eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ekki að skipta sér af rekstri Landsbankans? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stefán Ólafsson Landsbankinn Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Sjá meira
Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna. Stjórnendur ríkisbanka ættu þannig að hafa fullt sjálfstæði til að taka ákvarðanir um rekstur og þróun viðkomandi banka og velja leiðir til að auka samkeppnishæfni hans, sem myndi auðvitað þjóna hagsmunum eigenda (ríkisins, þ.e. þjóðarinnar). Auka verðmæti bankans og hækka arðgreiðslur til eigenda til frambúðar. Almælt er á fjármálamarkaði að þetta sé vænleg leið. Nú er komin upp sú staða að forsendan um armslengd frá stjórnvöldum er orðin algerlega meiningarlaus - eða opinberuð sem blekking með þeim starfsháttum sem Bankasýslan hefur stundað! Fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lýst sig algerlega andvígan ákvörðun stjórnenda Landsbankans um að kaupa tryggingafélagið TM til að styrkja stöðu og samkeppnishæfni bankans - og það hefur beinar afleiðingar fyrir bankann. Ráðherrann fylgdi þessu eftir og skipaði Bankasýslunni að reka allt bankaráð Landsbankans og knýja fram umsnúning á þessari rekstrarákvörðun stjórnenda Landsbankans með nýju handvöldu bankaráði. Formaður Bankasýslunnar hefur nú lýst því yfir að Bankasýslan muni svo funda með nýja bankaráðinu og leggja fyrir það hvernig undið skuli ofanaf hinni "sjálfstæðu" ákvörðun fyrra bankaráðs - jafnvel þó það muni kosta bankann mikla fjármuni og orðsporsmissi - sem veikir stöðu bankans á markaði. Það gengur gegn hagsmunum þjóðarinnar sem eiganda en þjónar væntanlega hagsmunum þeirra sem vilja selja bankann á sem lægstu verði til auðmanna sem fyrst (sjá hér). Spurningin sem blasir við er þá þessi: Hvernig eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ekki að skipta sér af rekstri Landsbankans? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar