Um 800 manns mættu á Stóðhestaveislu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2024 20:30 Frænkurnar, Viktoría Huld (t.h.),11 ára og Una Björt, 12 ára, sem stálu senunni á sýningunni í gærkvöldi á hestunum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um átta hundruð manns mættu í Ölfushöllina á Ingólfshvoli í gærkvöldi til að sjá allra flottustu stóðhesta landsins spretta úr spori og kynna sig fyrir sumarið. Ellefu og tólf ára frænkur stálu hins vegar senunni á sýningunni þar sem þær gáfur ekki tommu eftir í reiðmennskunni. Á hverju vori eru stóðhestaveislur haldnar þar sem allir helstu stóðhestar landsins, sem eru í notkun það vorið eða sumarið eru kynntir. Ungir knapar sýndu líka snilli sína í gærkvöldi og boðið var upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá enda má maðurinn, sem á heiðurinn af stóðhestaveislunum vera ánægður með sig en það er Magnús Benediktsson. „Þetta er sextánda árið, sem við erum með þetta og bara alltaf jafn gaman og maður er svo þakklátur fyrir að það sé alltaf fullt hús hjá okkur. Hestamennska er bara skemmtileg og þetta er skemmtilegt sport, þannig að það er ástæðan fyrir vinsældum hestamennskunnar,” segir Magnús. Magnús Benediktsson umsjónarmaður Stóðhestaveislunnar 2024, sem fór fram í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi á Ingólfshvoli enda var uppselt og 200 manns á biðlista eftir miðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sýningunni var peningum safnað fyrir Einstök börn með sölu happdrættismiða, uppboðs á folatolli, sem seldist á fimm hundruð þúsund krónur og fleira og fleira. „Þessi stuðningur og velvild, sem við finnum hjá fyrirtækjum og fólki í samfélaginu er bara grundvöllur fyrir því að við getum rekið félagið okkar þar sem við erum með vel á áttunda hundrað fjölskyldur inn í félaginu,” segir Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstaka barna. Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstakra barna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sýning besta töltara landsins, Vísis frá Kagaðarhóli með Páli Braga Hólmarssyni knapa á baki vakti verðskuldaða athygli og ekki skemmdi fyrir að Bjössi Sax spilaði á saxófón í atriðinu. Loka atriði sýningarinnar var svo með þeim Olile Amble og Álfakletti frá Syðri Gegnishólum þar sem þau fóru bæði á kostum. Stóðhestaveislan 2024 tókst einstaklega vel og var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það sýningaratriði, sem stal senu kvöldsins var frá ellefu og tólf ára frænkum, sem voru algjörlega frábærar á sínum hestum en það eru þær Viktoría Huld Hannesdóttir, 11 ára og Una Björt Valgarðsdóttir, 12 ára. „Við gerðum okkar besta og það tókst mjög vel. Við förum mikið á hestbak saman og það er alltaf jafn frábært,“ segja vinkonurnar hæstánægðar með sýningu gærkvöldsins. Sérstök stóðhestabók hefur verið gefin út þar sem má sjá allar helstu upplýsingar um stóðhesta ársins 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Menning Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Á hverju vori eru stóðhestaveislur haldnar þar sem allir helstu stóðhestar landsins, sem eru í notkun það vorið eða sumarið eru kynntir. Ungir knapar sýndu líka snilli sína í gærkvöldi og boðið var upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá enda má maðurinn, sem á heiðurinn af stóðhestaveislunum vera ánægður með sig en það er Magnús Benediktsson. „Þetta er sextánda árið, sem við erum með þetta og bara alltaf jafn gaman og maður er svo þakklátur fyrir að það sé alltaf fullt hús hjá okkur. Hestamennska er bara skemmtileg og þetta er skemmtilegt sport, þannig að það er ástæðan fyrir vinsældum hestamennskunnar,” segir Magnús. Magnús Benediktsson umsjónarmaður Stóðhestaveislunnar 2024, sem fór fram í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi á Ingólfshvoli enda var uppselt og 200 manns á biðlista eftir miðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sýningunni var peningum safnað fyrir Einstök börn með sölu happdrættismiða, uppboðs á folatolli, sem seldist á fimm hundruð þúsund krónur og fleira og fleira. „Þessi stuðningur og velvild, sem við finnum hjá fyrirtækjum og fólki í samfélaginu er bara grundvöllur fyrir því að við getum rekið félagið okkar þar sem við erum með vel á áttunda hundrað fjölskyldur inn í félaginu,” segir Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstaka barna. Guðmundur B. Gylfason, formaður stjórnar Einstakra barna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sýning besta töltara landsins, Vísis frá Kagaðarhóli með Páli Braga Hólmarssyni knapa á baki vakti verðskuldaða athygli og ekki skemmdi fyrir að Bjössi Sax spilaði á saxófón í atriðinu. Loka atriði sýningarinnar var svo með þeim Olile Amble og Álfakletti frá Syðri Gegnishólum þar sem þau fóru bæði á kostum. Stóðhestaveislan 2024 tókst einstaklega vel og var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það sýningaratriði, sem stal senu kvöldsins var frá ellefu og tólf ára frænkum, sem voru algjörlega frábærar á sínum hestum en það eru þær Viktoría Huld Hannesdóttir, 11 ára og Una Björt Valgarðsdóttir, 12 ára. „Við gerðum okkar besta og það tókst mjög vel. Við förum mikið á hestbak saman og það er alltaf jafn frábært,“ segja vinkonurnar hæstánægðar með sýningu gærkvöldsins. Sérstök stóðhestabók hefur verið gefin út þar sem má sjá allar helstu upplýsingar um stóðhesta ársins 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Menning Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira