Sló elsta heimsmetið í gær og náði pabba sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2024 09:31 Litháinn Mykolas Alekna náði ekki bara föður sínum heldur einnig elsta heimsmetinu með risakasti sínu í gær. AP/Ashley Landi Litháinn Mykolas Alekna sett í gær nýtt heimsmet í kringlukasti og sló um leið elsta heimsmet karla í frjálsum íþróttum. Honum tókst það sem föður hans tókst ekki en komst svo nálægt í upphafi aldarinnar. Þessi 21 árs strákur kastaði kringlunni 74,35 metra á kastmóti í Oklahoma í Bandaríkjunum. Hann er nemandi í University of California. Metkastið hjá Alekna mældist fyrst 74,41 metrar en sú tala var síðan leiðrétt í 74,35 samkvæmt frétt hjá World Athletics. Það á síðan eftir að staðfesta heimsmetið endanlega. WORLD RECORD s Mykolas Alekna breaks the oldest men s world record* as he produces a monster discus throw of 74.35m in Ramona. Jürgen Schult s record stood for almost 38 years *subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/ZtHqgRNtOU— World Athletics (@WorldAthletics) April 14, 2024 Kastsería Alekna var frábær en öll sex köstin hans voru yfir sjötíu metra. Hann byrjaði á persónulegu meti með því að kasta 72.21 metra. Hann náði síðan fjórða besta kasti sögunnar í fjórða kasti (72,89 metrar). Heimsmetið hans kom síðan í fimmta kastinu. Gamla heimsmetið í kringlukasti var frá árinu 1986 og var því orðið næstum því 38 ára gamalt. Það átti Austur-Þjóðverjinn Jürgen Schult í allan þennan tíma eftir að hann kastaði kringlunni 74,08 metra 6. júní 1986. Þetta var líka elsta heimsmet í karlaflokki þar til í gær. Nú er elsta metið í eigu Sovétmannsins Yuriy Sedykh sem kastaði sleggjunni 86,74 metra í ágúst 1986. Not only did Mykolas Alekna set the WR, but he finally bettered the family record held by his dad Virgilijus Alekna of 73.88m, now #3 All-time. pic.twitter.com/Lk7JGhldOU— Beau Throws (@beau_throws) April 14, 2024 Alekna gerði meira en að bæta heimsmetið því hann sendi einnig föður sinn niður í þriðja sætið yfir lengstu kringluköst sögunnar. Faðir hans, Virgilijus, hafði verið sá sem komst næst gamla heimsmetinu þegar hann kastaði kringlunni 73,88 metra árið 2000. Virgilijus varð tvisvar sinnum Ólympíumeistari og sonur hans er líklegur til að feta í fótspor hans á leikunum í París í sumar. Mykolas Alekna hefur þegar unnið tvenn verðlaun á heimsmeistaramótum. Hann vann silfur á HM í Eugene 2022 og brons á HM í Búdapest í fyrra. WORLD RECORD s Mykolas Alekna breaks the oldest men s world record* as he produces a monster discus throw of 74.35m in Ramona. Jürgen Schult s record stood for almost 38 years *subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/ZtHqgRNtOU— World Athletics (@WorldAthletics) April 14, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Þessi 21 árs strákur kastaði kringlunni 74,35 metra á kastmóti í Oklahoma í Bandaríkjunum. Hann er nemandi í University of California. Metkastið hjá Alekna mældist fyrst 74,41 metrar en sú tala var síðan leiðrétt í 74,35 samkvæmt frétt hjá World Athletics. Það á síðan eftir að staðfesta heimsmetið endanlega. WORLD RECORD s Mykolas Alekna breaks the oldest men s world record* as he produces a monster discus throw of 74.35m in Ramona. Jürgen Schult s record stood for almost 38 years *subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/ZtHqgRNtOU— World Athletics (@WorldAthletics) April 14, 2024 Kastsería Alekna var frábær en öll sex köstin hans voru yfir sjötíu metra. Hann byrjaði á persónulegu meti með því að kasta 72.21 metra. Hann náði síðan fjórða besta kasti sögunnar í fjórða kasti (72,89 metrar). Heimsmetið hans kom síðan í fimmta kastinu. Gamla heimsmetið í kringlukasti var frá árinu 1986 og var því orðið næstum því 38 ára gamalt. Það átti Austur-Þjóðverjinn Jürgen Schult í allan þennan tíma eftir að hann kastaði kringlunni 74,08 metra 6. júní 1986. Þetta var líka elsta heimsmet í karlaflokki þar til í gær. Nú er elsta metið í eigu Sovétmannsins Yuriy Sedykh sem kastaði sleggjunni 86,74 metra í ágúst 1986. Not only did Mykolas Alekna set the WR, but he finally bettered the family record held by his dad Virgilijus Alekna of 73.88m, now #3 All-time. pic.twitter.com/Lk7JGhldOU— Beau Throws (@beau_throws) April 14, 2024 Alekna gerði meira en að bæta heimsmetið því hann sendi einnig föður sinn niður í þriðja sætið yfir lengstu kringluköst sögunnar. Faðir hans, Virgilijus, hafði verið sá sem komst næst gamla heimsmetinu þegar hann kastaði kringlunni 73,88 metra árið 2000. Virgilijus varð tvisvar sinnum Ólympíumeistari og sonur hans er líklegur til að feta í fótspor hans á leikunum í París í sumar. Mykolas Alekna hefur þegar unnið tvenn verðlaun á heimsmeistaramótum. Hann vann silfur á HM í Eugene 2022 og brons á HM í Búdapest í fyrra. WORLD RECORD s Mykolas Alekna breaks the oldest men s world record* as he produces a monster discus throw of 74.35m in Ramona. Jürgen Schult s record stood for almost 38 years *subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/ZtHqgRNtOU— World Athletics (@WorldAthletics) April 14, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira