Rauf skilorð með ræktun og akstri í Lágmúla Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2024 07:47 Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 22 mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bíl án ökuréttinda og fyrir að hafa verið með tugi kannabisplantna í ræktun. Maðurinn rauf með brotunum skilorð, en þetta var í sjöunda sinn sem hann hefur gerst sekur um akstur sviptur ökurétti. Í ákæru kemur fram að lögregla hafi stöðvað manninn þar sem hann ók bíl án ökuréttinda um Lágmúla í Reykjavík í lok apríl 2022. Þá var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum sextíu kannabisplöntur og hafa um nokkurt skeið ræktað plönturnar. Hann er talinn hafa ræktað þær í sölu- og dreifingarskyni. Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Hann á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1995 og hefur sex sinnum áður verið gerð refsing fyrir að aka sviptur ökuréttindum. Hann hafði síðast verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi með dómi árið 2019, meðal annars fyrir að hafa ekið sviptur ökuréttindum og fyrir fíkniefnalagabrot. Honum hafði svo verið veitt reynslulausn á haustmánuðum 2020 og gerðist hann með brotum sínum nú sekur um að hafa rofið skilorð. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann játaði brot sín skýlaust, að hann hafi hafið áfengis- og vímuefnameðferð og að tafir hafi orðið á meðferð málsins. Var hæfileg refsing ákveðin 22 mánaða fangelsi. Búnaður sem notaður var við ræktun plantnanna – meðal annars fimm viftur, ellefu straumbreytar, ellefu lampar, fjórir LED lampar, vatnsdælur og fleira – var gerður upptækur. Manninum var jafnframt gert að greiða tæpa hálfa milljón króna vegna málsvarnarþóknunar til skipaðs verjanda og annan sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Í ákæru kemur fram að lögregla hafi stöðvað manninn þar sem hann ók bíl án ökuréttinda um Lágmúla í Reykjavík í lok apríl 2022. Þá var hann ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum sextíu kannabisplöntur og hafa um nokkurt skeið ræktað plönturnar. Hann er talinn hafa ræktað þær í sölu- og dreifingarskyni. Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Hann á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1995 og hefur sex sinnum áður verið gerð refsing fyrir að aka sviptur ökuréttindum. Hann hafði síðast verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi með dómi árið 2019, meðal annars fyrir að hafa ekið sviptur ökuréttindum og fyrir fíkniefnalagabrot. Honum hafði svo verið veitt reynslulausn á haustmánuðum 2020 og gerðist hann með brotum sínum nú sekur um að hafa rofið skilorð. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann játaði brot sín skýlaust, að hann hafi hafið áfengis- og vímuefnameðferð og að tafir hafi orðið á meðferð málsins. Var hæfileg refsing ákveðin 22 mánaða fangelsi. Búnaður sem notaður var við ræktun plantnanna – meðal annars fimm viftur, ellefu straumbreytar, ellefu lampar, fjórir LED lampar, vatnsdælur og fleira – var gerður upptækur. Manninum var jafnframt gert að greiða tæpa hálfa milljón króna vegna málsvarnarþóknunar til skipaðs verjanda og annan sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Reykjavík Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira