„Draumur að verða að veruleika. Hjartað er stútfullt af þakklæti. Settur dagur 28. september 2024,“ skrifar Sandra og birti fallega mynd af þeim hjónum á ströndinni í Malibu í Kaliforníu með sónarmynd í hönd.
Sandra og Hilmar kynntust í námi í Háskóla Íslands og útskrifuðust bæði tvö sem Iðnaðarverkfræðingar árið 2014.
Parið lét pússa sig saman við hátíðlega athöfn í Háteigskirkju þann 22. júlí árið 2022 á blautum föstudegi. Veislan var stórglæsileg, haldin í veislusal Sjálands í Garðabæ þar sem gestum var boðið upp á alvöru partý.
Hjónin fluttu til Íslands síðastliðið haust eftir tveggja ára búsetu í Los Angeles. Sandra hefur vakið athygli fyrir þjálfun sína bæði í Absaloute Training og Barre og Hilmar hefur sömuleiðis verið að þjálfa í Crossfit undanfarin ár.