Okkar kona í skrítinni stöðu vegna Ólympíuleikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 08:41 Eygló́ Fanndal Sturludóttir er búin að margbæta Norðurlandametin í baráttu sinni fyrir farseðli á Ólympíuleikanna í París. @eyglo_fanndal Ólympíudraumar Eyglóar Fanndal Sturludóttur rættust ekki alveg á dögunum en þeir lifa samt hjá læknanemanum sem er staðráðin að verða fyrsta íslenska lyftingakonan til að keppa á Ólympíuleikunum. Eygló Fanndal sló tvö Norðurlandamet og bætti persónulega metið sitt um fimm kíló á lokaúrtökumótinu fyrir Ólympíuleikanna. Hún þurfti engu að síður að sætta sig við það að rétt missa af farseðli á Ólympíuleikana í París. Smá von lifir enn hjá íslensku lyftingakonunni því það er ekki búið að læsa bakdyrunum á leikana. Eygló fer yfir stöðuna í pistli á samfélagsmiðlum en nú þarf hún að bíða og vona. „Ég hélt ég myndi hafa mikið að segja um þessa keppni en ég hef það í raun ekki. Það var ekkert sem klikkaði. Ég var vel undirbúin og andlega var ég á góðum dag á meðan keppninni stóð. Ég gaf allt mitt en þetta gekk bara ekki upp fyrir mig,“ skrifaði Eygló. „Þar sem ég kem til greina fyrir eitt af útbreiðslusætunum á leikana þá er ég í skrítinni stöðu þar sem ég þarf að bíða og sjá til hvernig þetta endar. „Ég ætla leyfa mér að vera áfram vongóð og jákvæð en um leið að stilla öllum væntingum mínum í hóf svo að vonbrigðin verði ekki of mikil verði ekki af þessu. Þetta úrtökuferli hefur verið mjög krefjandi en ég er um leið mjög þakklát fyrir að hafa fengið þessa reynslu og þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á þessum tíma,“ skrifaði lyftingakonan. „Þegar markmiðið þitt er eins stórt og að komast á Ólympíuleikana þá verður allt annað lítið í samanburði. Að ganga í burtu með fimm kílóa bætingu á heildarkílóafjöldanum, tvö Norðurlandamet og ný Íslandsmet ættu að vera vitnisburður um frábæran dag en að ein sem ég hugsaði um var að ég var svo nálægt því að komast inn á Ólympíuleikana. „Með því að skoða hversu langt ég er komin og allar framfarir mínar á stuttum tíma í þessu sporti þá get ég ekki annað en verið stolt af sjálfri mér og spennt fyrir framtíðinni. Ég ætla að halda áfram að æfa og sjá hversu langt ég kemst. Nú tekur við bið og óvissa um hvernig þetta endar. Ef þetta þá að gerast þá gerist það,“ skrifaði Eygló að lokum. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
Eygló Fanndal sló tvö Norðurlandamet og bætti persónulega metið sitt um fimm kíló á lokaúrtökumótinu fyrir Ólympíuleikanna. Hún þurfti engu að síður að sætta sig við það að rétt missa af farseðli á Ólympíuleikana í París. Smá von lifir enn hjá íslensku lyftingakonunni því það er ekki búið að læsa bakdyrunum á leikana. Eygló fer yfir stöðuna í pistli á samfélagsmiðlum en nú þarf hún að bíða og vona. „Ég hélt ég myndi hafa mikið að segja um þessa keppni en ég hef það í raun ekki. Það var ekkert sem klikkaði. Ég var vel undirbúin og andlega var ég á góðum dag á meðan keppninni stóð. Ég gaf allt mitt en þetta gekk bara ekki upp fyrir mig,“ skrifaði Eygló. „Þar sem ég kem til greina fyrir eitt af útbreiðslusætunum á leikana þá er ég í skrítinni stöðu þar sem ég þarf að bíða og sjá til hvernig þetta endar. „Ég ætla leyfa mér að vera áfram vongóð og jákvæð en um leið að stilla öllum væntingum mínum í hóf svo að vonbrigðin verði ekki of mikil verði ekki af þessu. Þetta úrtökuferli hefur verið mjög krefjandi en ég er um leið mjög þakklát fyrir að hafa fengið þessa reynslu og þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á þessum tíma,“ skrifaði lyftingakonan. „Þegar markmiðið þitt er eins stórt og að komast á Ólympíuleikana þá verður allt annað lítið í samanburði. Að ganga í burtu með fimm kílóa bætingu á heildarkílóafjöldanum, tvö Norðurlandamet og ný Íslandsmet ættu að vera vitnisburður um frábæran dag en að ein sem ég hugsaði um var að ég var svo nálægt því að komast inn á Ólympíuleikana. „Með því að skoða hversu langt ég er komin og allar framfarir mínar á stuttum tíma í þessu sporti þá get ég ekki annað en verið stolt af sjálfri mér og spennt fyrir framtíðinni. Ég ætla að halda áfram að æfa og sjá hversu langt ég kemst. Nú tekur við bið og óvissa um hvernig þetta endar. Ef þetta þá að gerast þá gerist það,“ skrifaði Eygló að lokum. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn