Ekki hefur verið gefið út hvort náðst hafi niðurstaða um næstu skref. Þrátt fyrir aðvaranir helstu leiðtoga heimsins um að sýna stillingu í málinu segist talsmaður hersins það á hreinu að árásinni verði mætt með einhverjum hætti og að allt verði gert til þess að verja Ísraelsríki.
Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa hvatt Írana og Ísraela til að slaka á spennunni sem nú ríkir milli þeirra. Utanríkisráðherra Kínverja ræddi við íranska kollega sinn í nótt um málið og kínverskir miðlar segja að Íranir séu nú viljugir til að sýna stillingu og að þeir vilji ekki frekari átök. Þeir muni hinsvegar bregðast við, ef á þá verði ráðist.