HM í handbolta 2031 fer fram á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 12:34 Gísli Þorgeir Kristjánsson er ungur enn og gæti spilað á HM í heimavelli árið 2031. Vísir/Vilhelm Alþjóða handknattleikssambandið hefur ákveðið að heimsmeistaramót karla í handbolta eftir sjö ár fari fram á Norðurlöndunum. Það verða Noregur, Danmörk og Ísland sem halda heimsmeistaramótið 2031 saman. Það er ekki búið að ákveða hvernig leikirnir munu skiptast á milli landanna eða í hvaða borgum verður spilað. Þetta var gefið út á heimasíðu Alþjóða handboltasambandsins í dag. Hér á Íslandi eiga leikirnir hins vegar að fara fram í nýju Þjóðahöllinni sem á að byggja við hlið Laugardalshallarinnar. Íslensk stjórnvöld hafa lofað því að byggingu hennar ljúki á næstu árum. HM 2029 fer fram í Frakkland og Þýskalandi. Við sama tilefni var ákveðið að HM kvenna 2029 fari fram á Spáni og HM kvenna 2031 fari fram í Tékklandi og Póllandi. Danir og Norðmenn munu halda HM á næsta ári í samstarfi með Króatíu en síðan skipta þeir Króatíu út fyrir Ísland til að halda HM sex árum síðar. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var á staðnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Hér eru þau með Dr Hassan Moustafa forseta Alþjóða handboltasambandsins og fulltrúum Dana og Norðmanna.IHF Þetta er í annað skiptið sem Ísland heldur HM í handbolta karla en mótið fór fram á Íslandi árið 1995 eins og frægt er. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var á staðnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingkonu Viðreisnar. „Þetta samstarf mun ekki aðeins lyfta handboltanum á Íslandi heldur einnig sýna það og sanna að smærri þjóðir geti haldið stórmót í gegnum sterkt alþjóðlegt samstarf,“ sagði Guðmundur við heimasíðu IHF. Það er líklegast að Ísland verði í sama hlutverki og Danir eru á HM á næsta ári. Þar fara fram tveir riðlar og einn milliriðill. Norðmenn eru með tvo riðla á HM 2025 og einn milliriðll en Króatar eru með fjóra riðla og tvo milliriðla. Átta liða úrslitin skiptast á milli Króata og Norðmanna alveg eins og undanúrslitin. Úrslitaleikurinn fer fram í Noregi. View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball) HM karla í handbolta 2031 HM karla í handbolta 2023 Reykjavík HSÍ Handbolti Noregur Danmörk Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Það verða Noregur, Danmörk og Ísland sem halda heimsmeistaramótið 2031 saman. Það er ekki búið að ákveða hvernig leikirnir munu skiptast á milli landanna eða í hvaða borgum verður spilað. Þetta var gefið út á heimasíðu Alþjóða handboltasambandsins í dag. Hér á Íslandi eiga leikirnir hins vegar að fara fram í nýju Þjóðahöllinni sem á að byggja við hlið Laugardalshallarinnar. Íslensk stjórnvöld hafa lofað því að byggingu hennar ljúki á næstu árum. HM 2029 fer fram í Frakkland og Þýskalandi. Við sama tilefni var ákveðið að HM kvenna 2029 fari fram á Spáni og HM kvenna 2031 fari fram í Tékklandi og Póllandi. Danir og Norðmenn munu halda HM á næsta ári í samstarfi með Króatíu en síðan skipta þeir Króatíu út fyrir Ísland til að halda HM sex árum síðar. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var á staðnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Hér eru þau með Dr Hassan Moustafa forseta Alþjóða handboltasambandsins og fulltrúum Dana og Norðmanna.IHF Þetta er í annað skiptið sem Ísland heldur HM í handbolta karla en mótið fór fram á Íslandi árið 1995 eins og frægt er. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var á staðnum ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingkonu Viðreisnar. „Þetta samstarf mun ekki aðeins lyfta handboltanum á Íslandi heldur einnig sýna það og sanna að smærri þjóðir geti haldið stórmót í gegnum sterkt alþjóðlegt samstarf,“ sagði Guðmundur við heimasíðu IHF. Það er líklegast að Ísland verði í sama hlutverki og Danir eru á HM á næsta ári. Þar fara fram tveir riðlar og einn milliriðill. Norðmenn eru með tvo riðla á HM 2025 og einn milliriðll en Króatar eru með fjóra riðla og tvo milliriðla. Átta liða úrslitin skiptast á milli Króata og Norðmanna alveg eins og undanúrslitin. Úrslitaleikurinn fer fram í Noregi. View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball)
HM karla í handbolta 2031 HM karla í handbolta 2023 Reykjavík HSÍ Handbolti Noregur Danmörk Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita