Innlent

Lægsti stuðullinn á Katrínu

Jakob Bjarnar skrifar
Katrín Jakobsdóttir er talin líklegust þeirra sem bjóða sig fram til forseta Íslands til að ná kjöri af veðmálaspekingum Betsson.
Katrín Jakobsdóttir er talin líklegust þeirra sem bjóða sig fram til forseta Íslands til að ná kjöri af veðmálaspekingum Betsson. Vísir/Ívar Fannar

Á veðmálasíðu Betsson er veðjað um allt milli himins og jarðar og auðvitað eru komandi forsetakosningar undir.

Á Betsson eru gefnir átta möguleikar: Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Jón Gnarr, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Halla Tómasdóttir, Arnar Þór Jónsson og Ástþór Magnússon.

Hjá Betsson er staðan nú sú að þar er talið líklegast að Katrín Jakobsdóttir verði forseti landsins þegar upp verður staðið, eða eftir kjördag sem er 1. júní. Stuðullinn á Katrínu er 2,50 sem þýðir að ef þú leggur þúsund krónur undir og veðjar á að hún verði kjörin færð þú 2,500 krónur til baka. 

Baldur Þórhallsson er með stuðulinn þrjá, sem þýðir á sama hátt að ef þú leggur þúsund krónur á að hann hafi það færðu þrjú þúsund krónur og þannig koll af kolli. Halla Hrund er með stuðulinn 4,50 sem og Jón Gnarr.

Svona eru stuðlarnir þessa stundina.

Steinunn Ólína þykir ekki líkleg en er þó með stuðulinn 7.00. 

Halla Tómasdóttir er með stuðulinn 15 og þá fara stuðlamál hækkandi því ef einhver vill veðja á Arnar Þór þá er stuðullinn 35,00. 

Ef Ástþór Magnússon verður fyrir valinu, og einhver hendir þúsund kalli á hann, þá fær sá hinn sami hvorki meira né minna en 70 þúsund krónur til baka, en stuðullinn á Ástþór er 70.

Uppfært 16:20

Áhugamaður og pælari í forsetakosningum hafði samband en hann hafði tekið eftir því að Coolbet eru með ennþá meira framboð af stuðlum en þeir hjá Betsson. Þar má finna þau Guðmund Felix, Ásdísi Rán, Sigríði Hrund og Helgu Þórisdóttur.

Víst er að það stefnir í spennandi kosningar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×