Réðst á mann með sveðju en fer ekki inn Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2024 18:59 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tólf mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa slegið mann í höfuðið og skorið með sveðju. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardags í apríl árið 2021 í Reykjavík, ráðist vopnaður sveðju, hníf og úðavopni að manni, slegið og skorið hann með sveðjunni í höfuðið og á aftanverðan háls. Eftir að maðurinn náði sveðjunni af honum spreyjað úr úðavopninu á hann og ógnað honum með hnífnum, með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut sex sentimetra langan skurð ofanvert vinstra megin á höfði, sem náði niður að höfuðkúpu og fimm sentimetra skurð á aftanverðum hálsi, sem náði inn í vöðvalag. Við fyrirtöku málsins hafi ákæruvaldið hins vegar fallið frá þeim hluta ákærunnar sem sneri að beitingu úðavopns. Að þeim lið felldum brott hafi maðurinn játað þá háttsemi sem honum var gefin að sök og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa, sem yrði skilorðsbundin að öllu leyti. Langt um liðið og ungur að aldri Í dómi héraðsdóms segir með játningu mannsins hafi verið sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Þá hafi háttsemin verið rétt heimfærð til ákvæðis hegningarlaga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Maðurinn hafi þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, árið 2022. Brot mannsins hafi verið framið fyrir uppkvaðningu þess dóms og því yrði honum dæmdur hegningarauki. Við ákvörðun refsingar yrði litið til grófleika árásarinnar og afleiðinga hennar. Árásin hafi verið fólskuleg og beinst að höfði brotaþola. Til mildunar refsingar yrði hins vegar litið til ungs aldurs mannsins og þess að þrjú ár eru liðin frá árásinni, án þess að honum yrði kennt um drátt á málinu. Refsing hans þyki hæfilega ákveðin tólf mánaða fangelsis, en með hliðsjón af aldri mannsins og drátti á málinu þyki rétt að skilorðsbinda hana til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 700 þúsund Í dóminum segir að fyrir höd brotaþola hafi verið gerð krafa um miskabætur upp á tvær milljónir króna auk ótilgreindra skaðabóta. Dómurinn taldi miskabætur hæfilega ákveðnar 700 þúsund krónur og vísaði skaðabótakröfu frá dómi þar sem hún uppfyllti ekki áskilnað laga um meðferð einkamála um tilgreiningu fjárhæðar kröfu. Loks var manninum gert að greiða málvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 260 þúsund krónur, þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, 190 þúsund krónur, og 75 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardags í apríl árið 2021 í Reykjavík, ráðist vopnaður sveðju, hníf og úðavopni að manni, slegið og skorið hann með sveðjunni í höfuðið og á aftanverðan háls. Eftir að maðurinn náði sveðjunni af honum spreyjað úr úðavopninu á hann og ógnað honum með hnífnum, með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut sex sentimetra langan skurð ofanvert vinstra megin á höfði, sem náði niður að höfuðkúpu og fimm sentimetra skurð á aftanverðum hálsi, sem náði inn í vöðvalag. Við fyrirtöku málsins hafi ákæruvaldið hins vegar fallið frá þeim hluta ákærunnar sem sneri að beitingu úðavopns. Að þeim lið felldum brott hafi maðurinn játað þá háttsemi sem honum var gefin að sök og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa, sem yrði skilorðsbundin að öllu leyti. Langt um liðið og ungur að aldri Í dómi héraðsdóms segir með játningu mannsins hafi verið sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Þá hafi háttsemin verið rétt heimfærð til ákvæðis hegningarlaga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Maðurinn hafi þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, árið 2022. Brot mannsins hafi verið framið fyrir uppkvaðningu þess dóms og því yrði honum dæmdur hegningarauki. Við ákvörðun refsingar yrði litið til grófleika árásarinnar og afleiðinga hennar. Árásin hafi verið fólskuleg og beinst að höfði brotaþola. Til mildunar refsingar yrði hins vegar litið til ungs aldurs mannsins og þess að þrjú ár eru liðin frá árásinni, án þess að honum yrði kennt um drátt á málinu. Refsing hans þyki hæfilega ákveðin tólf mánaða fangelsis, en með hliðsjón af aldri mannsins og drátti á málinu þyki rétt að skilorðsbinda hana til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 700 þúsund Í dóminum segir að fyrir höd brotaþola hafi verið gerð krafa um miskabætur upp á tvær milljónir króna auk ótilgreindra skaðabóta. Dómurinn taldi miskabætur hæfilega ákveðnar 700 þúsund krónur og vísaði skaðabótakröfu frá dómi þar sem hún uppfyllti ekki áskilnað laga um meðferð einkamála um tilgreiningu fjárhæðar kröfu. Loks var manninum gert að greiða málvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 260 þúsund krónur, þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, 190 þúsund krónur, og 75 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira