Réðst á mann með sveðju en fer ekki inn Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2024 18:59 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tólf mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa slegið mann í höfuðið og skorið með sveðju. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardags í apríl árið 2021 í Reykjavík, ráðist vopnaður sveðju, hníf og úðavopni að manni, slegið og skorið hann með sveðjunni í höfuðið og á aftanverðan háls. Eftir að maðurinn náði sveðjunni af honum spreyjað úr úðavopninu á hann og ógnað honum með hnífnum, með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut sex sentimetra langan skurð ofanvert vinstra megin á höfði, sem náði niður að höfuðkúpu og fimm sentimetra skurð á aftanverðum hálsi, sem náði inn í vöðvalag. Við fyrirtöku málsins hafi ákæruvaldið hins vegar fallið frá þeim hluta ákærunnar sem sneri að beitingu úðavopns. Að þeim lið felldum brott hafi maðurinn játað þá háttsemi sem honum var gefin að sök og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa, sem yrði skilorðsbundin að öllu leyti. Langt um liðið og ungur að aldri Í dómi héraðsdóms segir með játningu mannsins hafi verið sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Þá hafi háttsemin verið rétt heimfærð til ákvæðis hegningarlaga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Maðurinn hafi þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, árið 2022. Brot mannsins hafi verið framið fyrir uppkvaðningu þess dóms og því yrði honum dæmdur hegningarauki. Við ákvörðun refsingar yrði litið til grófleika árásarinnar og afleiðinga hennar. Árásin hafi verið fólskuleg og beinst að höfði brotaþola. Til mildunar refsingar yrði hins vegar litið til ungs aldurs mannsins og þess að þrjú ár eru liðin frá árásinni, án þess að honum yrði kennt um drátt á málinu. Refsing hans þyki hæfilega ákveðin tólf mánaða fangelsis, en með hliðsjón af aldri mannsins og drátti á málinu þyki rétt að skilorðsbinda hana til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 700 þúsund Í dóminum segir að fyrir höd brotaþola hafi verið gerð krafa um miskabætur upp á tvær milljónir króna auk ótilgreindra skaðabóta. Dómurinn taldi miskabætur hæfilega ákveðnar 700 þúsund krónur og vísaði skaðabótakröfu frá dómi þar sem hún uppfyllti ekki áskilnað laga um meðferð einkamála um tilgreiningu fjárhæðar kröfu. Loks var manninum gert að greiða málvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 260 þúsund krónur, þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, 190 þúsund krónur, og 75 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardags í apríl árið 2021 í Reykjavík, ráðist vopnaður sveðju, hníf og úðavopni að manni, slegið og skorið hann með sveðjunni í höfuðið og á aftanverðan háls. Eftir að maðurinn náði sveðjunni af honum spreyjað úr úðavopninu á hann og ógnað honum með hnífnum, með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut sex sentimetra langan skurð ofanvert vinstra megin á höfði, sem náði niður að höfuðkúpu og fimm sentimetra skurð á aftanverðum hálsi, sem náði inn í vöðvalag. Við fyrirtöku málsins hafi ákæruvaldið hins vegar fallið frá þeim hluta ákærunnar sem sneri að beitingu úðavopns. Að þeim lið felldum brott hafi maðurinn játað þá háttsemi sem honum var gefin að sök og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa, sem yrði skilorðsbundin að öllu leyti. Langt um liðið og ungur að aldri Í dómi héraðsdóms segir með játningu mannsins hafi verið sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Þá hafi háttsemin verið rétt heimfærð til ákvæðis hegningarlaga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Maðurinn hafi þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, árið 2022. Brot mannsins hafi verið framið fyrir uppkvaðningu þess dóms og því yrði honum dæmdur hegningarauki. Við ákvörðun refsingar yrði litið til grófleika árásarinnar og afleiðinga hennar. Árásin hafi verið fólskuleg og beinst að höfði brotaþola. Til mildunar refsingar yrði hins vegar litið til ungs aldurs mannsins og þess að þrjú ár eru liðin frá árásinni, án þess að honum yrði kennt um drátt á málinu. Refsing hans þyki hæfilega ákveðin tólf mánaða fangelsis, en með hliðsjón af aldri mannsins og drátti á málinu þyki rétt að skilorðsbinda hana til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 700 þúsund Í dóminum segir að fyrir höd brotaþola hafi verið gerð krafa um miskabætur upp á tvær milljónir króna auk ótilgreindra skaðabóta. Dómurinn taldi miskabætur hæfilega ákveðnar 700 þúsund krónur og vísaði skaðabótakröfu frá dómi þar sem hún uppfyllti ekki áskilnað laga um meðferð einkamála um tilgreiningu fjárhæðar kröfu. Loks var manninum gert að greiða málvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 260 þúsund krónur, þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, 190 þúsund krónur, og 75 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira