„Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. apríl 2024 23:14 Þeir Magnús og Guðmundur báru sigur úr býtum í Starssborg í dag. skjáskot Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. Málið snýr að eftirmálum endurtalningar í Norðvesturkjördæmi sem riðlaði til þingsætum. Dómurinn gerir athugasemd við að þingmenn hafi að lokum sjálfir úrskurðað um eigið kjör og að framkvæmdin brjóti gegn rétti til skilvirkra réttarúrræða og frjálsra kosninga. „Í fyrsta lagi þarf að grípa til stjórnarskrárbreytinga þannig að hægt sé að kæra gildi kosninga beint til dóms, frekar en að fara í gegnum Alþingi. Alþingismenn eiga ekki sjálfir að ákveða það hvort kosningar, sem þeir fengu umboð í, hafi verið gildar eða ekki. Það sér það hver maður að það gengur ekki upp,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann kallar eftir opnu samtali í framhaldinu frá stjórnarmeirihlutanum. „Þau völdu að synja kröfu okkar um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi og þess vegna fór málið í þennan farveg. Þau höfðu val á sínum tíma og þau þurfa að gera það upp við sína samvisku hvernig þau bregðast við. En við þurfum að fá einhver viðbrögð.“ Guðmundur Gunnarsson segir mikinn létti að hafa fengið dóminn. „Þetta snerist aldrei um að breyta fortíðinni eða grenja sig inn á þing eins og sumir vildu meina að við værum að gera. Þetta er prinsipp-mál, þetta er réttlætismál og þarna er brotið á rétti borgaranna til frjálsra kosninga. Og það er ekki bara sigur okkar Magnúsar, heldur okkar allra, okkar borgaranna,“ segir Guðmundur. „Nú þurfum við að horfa fram og einbeita okkur að því hvernig við lögum kerfin okkar, þannig að þau séu ekki þannig hönnuð að þeir sem eru sigurvegarar kosninganna séu ekki líka dómarar í eigin sök.“ Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mannréttindi Alþingi Mannréttindadómstóll Evrópu Píratar Viðreisn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Málið snýr að eftirmálum endurtalningar í Norðvesturkjördæmi sem riðlaði til þingsætum. Dómurinn gerir athugasemd við að þingmenn hafi að lokum sjálfir úrskurðað um eigið kjör og að framkvæmdin brjóti gegn rétti til skilvirkra réttarúrræða og frjálsra kosninga. „Í fyrsta lagi þarf að grípa til stjórnarskrárbreytinga þannig að hægt sé að kæra gildi kosninga beint til dóms, frekar en að fara í gegnum Alþingi. Alþingismenn eiga ekki sjálfir að ákveða það hvort kosningar, sem þeir fengu umboð í, hafi verið gildar eða ekki. Það sér það hver maður að það gengur ekki upp,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann kallar eftir opnu samtali í framhaldinu frá stjórnarmeirihlutanum. „Þau völdu að synja kröfu okkar um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi og þess vegna fór málið í þennan farveg. Þau höfðu val á sínum tíma og þau þurfa að gera það upp við sína samvisku hvernig þau bregðast við. En við þurfum að fá einhver viðbrögð.“ Guðmundur Gunnarsson segir mikinn létti að hafa fengið dóminn. „Þetta snerist aldrei um að breyta fortíðinni eða grenja sig inn á þing eins og sumir vildu meina að við værum að gera. Þetta er prinsipp-mál, þetta er réttlætismál og þarna er brotið á rétti borgaranna til frjálsra kosninga. Og það er ekki bara sigur okkar Magnúsar, heldur okkar allra, okkar borgaranna,“ segir Guðmundur. „Nú þurfum við að horfa fram og einbeita okkur að því hvernig við lögum kerfin okkar, þannig að þau séu ekki þannig hönnuð að þeir sem eru sigurvegarar kosninganna séu ekki líka dómarar í eigin sök.“
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mannréttindi Alþingi Mannréttindadómstóll Evrópu Píratar Viðreisn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira