Rory McIlroy fordæmir falsfrétt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 13:30 Rory McIlroy er einn vinsælasti kylfingur heims og hann er ávallt ofarlega á heimslistanum. AP/David J. Phillip Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segir ekkert til í þeim fréttum um að hann hafi fengið svakalegt peningatilboð frá forráðamönnum LIV Golf. Frétt hjá City AM sagði að LIV hefði boðið McIlroy 850 milljónir dollara, 120,9 milljarða íslenskra króna, fyrir að skipta yfir á Sádi-arabísku mótaröðina. McIlroy ræddi þessa frétt í viðtali á Golf Channel. Exclusive: Rory McIlroy tells @ToddLewisGC that LIV Golf rumors are false and, "I will play the PGA Tour for the rest of my career." Tune into Golf Today at 5 p.m. EDT for more. pic.twitter.com/PIPAWMIWGh— Golf Central (@GolfCentral) April 16, 2024 „Ég veit bara hreinlega ekki hvernig eitthvað svona verður til. Ég hef aldrei fengið tilboð frá LIV og ég hef aldrei íhugað að skipta yfir til LIV,“ sagði McIlroy. McIlroy hefur, eins og flest golfáhugafólk veit, verið einn harðasti gagnrýnandi Sádi-arabísku mótaraðarinnar sem hefur verið kaupa til sína marga af stærstu kylfingum heims. „Framtíð mín er á PGA-mótaröðinni og það hefur aldrei breyst,“ sagði McIlroy. „Ég held að ég hafi alveg talað hreint og skýrt undanfarin tvö ár að ég tel að LIV sé ekki eitthvað fyrir mig,“ sagði McIlroy. „Það þýðir ekki að ég sé að dæma fólk sem hefur farið þangað og spilað. Ég hef áttað mig á því á þessum tveimur árum að fólk tekur sínar eigin ákvarðanir og gerir það sem það telur vera best fyrir sig. Af hverju eigum við að dæma þau fyrir það?“ spurði McIlroy. Rory McIlroy dispels any rumors of him making the move to LIV Golf. pic.twitter.com/ujRe0IY9ez— Golf Digest (@GolfDigest) April 16, 2024 Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Frétt hjá City AM sagði að LIV hefði boðið McIlroy 850 milljónir dollara, 120,9 milljarða íslenskra króna, fyrir að skipta yfir á Sádi-arabísku mótaröðina. McIlroy ræddi þessa frétt í viðtali á Golf Channel. Exclusive: Rory McIlroy tells @ToddLewisGC that LIV Golf rumors are false and, "I will play the PGA Tour for the rest of my career." Tune into Golf Today at 5 p.m. EDT for more. pic.twitter.com/PIPAWMIWGh— Golf Central (@GolfCentral) April 16, 2024 „Ég veit bara hreinlega ekki hvernig eitthvað svona verður til. Ég hef aldrei fengið tilboð frá LIV og ég hef aldrei íhugað að skipta yfir til LIV,“ sagði McIlroy. McIlroy hefur, eins og flest golfáhugafólk veit, verið einn harðasti gagnrýnandi Sádi-arabísku mótaraðarinnar sem hefur verið kaupa til sína marga af stærstu kylfingum heims. „Framtíð mín er á PGA-mótaröðinni og það hefur aldrei breyst,“ sagði McIlroy. „Ég held að ég hafi alveg talað hreint og skýrt undanfarin tvö ár að ég tel að LIV sé ekki eitthvað fyrir mig,“ sagði McIlroy. „Það þýðir ekki að ég sé að dæma fólk sem hefur farið þangað og spilað. Ég hef áttað mig á því á þessum tveimur árum að fólk tekur sínar eigin ákvarðanir og gerir það sem það telur vera best fyrir sig. Af hverju eigum við að dæma þau fyrir það?“ spurði McIlroy. Rory McIlroy dispels any rumors of him making the move to LIV Golf. pic.twitter.com/ujRe0IY9ez— Golf Digest (@GolfDigest) April 16, 2024
Golf Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira