„Frá naglalakki hjá ömmu í iðnaðarmann í skítugum fötum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. apríl 2024 11:30 Alexander Sindrason er viðmælandi í Tískutali. Aðsend Stílistinn, hönnuðurinn og lífskúnstnerinn Alexander Freyr Sindrason hefur gríðarlegan áhuga á tísku og hefur meðal annars hannað fatnað á poppstjörnuna Patrik Atla eða PBT. Hann elskar hvernig tískan getur brotið upp á hversdagsleikann og gert lífið skemmtilegra en Alexander er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Tískan hefur mikil áhrif á líf Alexanders. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Í hversdagsleikanum finnst mér skemmtilegast hvað hún brýtur upp einföldustu hluti og getur gert ákveðin móment fallegri. Í örlítið dýpri pælingum þá finnst mér það magnað hvað tískan hefur fylgt okkur og fylgir okkur hvert sem við förum, við erum umkringd tísku alla daga án þess að við föttum það. Hún er alltaf relevant. Tíska og fagurfræði er líka eitthvað sem gerir lífið miklu skemmtilegra. Alexander segir tískuna gera lífið skemmtilegra. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það er alveg vonlaust fyrir mig að nefna eina flík. Það sem stendur mér nærri þessa stundina er frá verkefninu mínu MoM Laboratory. Patrik eða PBT fékk einmitt að njóta góðs af þeim á hlustendaverðlaununum nýverið. View this post on Instagram A post shared by Alexander (@alexander_sindra) Í því verkefni tók ég gömul og lúin jakkaföt og gaf þeim nýtt líf. En þetta breytist eins og veðrið. Það er þó rétt að nefna það að Maison Margiela hefur tekið sér fótfestu í kollinum á mér síðastliðin ár og allt sem ég á frá honum er uppáhalds alla daga og alla nætur, það virðist að allt sem hann gerir hreyfir mikið við mér. Alexander sækir innblástur í Mason Margiela og gefur gjarnan gömlum flíkum nýtt líf. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já það er óhætt að segja það. Þetta á hug minn allan, hvort sem það eru föt á mig eða fólkið í kringum mig jafnvel. En ég passa samt að halda í þetta „gut feeling“, að leyfa þessu að gerast náttúrlega. Í ljósi sögunnar verða töfrarnir oftar en ekki til þegar ég er hvað minnst að pæla í lokaútkomunni. Alexander segir lokaútkomuna oftast besta þegar hún er ekki of útpæld. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Mér hefur alltaf þótt frekar erfitt að ramma inn stílinn minn, hann á það til að vera út um allt. Mér finnst það ekki hjálpa mér að festast á ákveðnum stað, ég vil vera opinn fyrir því að brjóta hlutina upp og gera eitthvað alveg nýtt. 70’s, Punk, Minimalismi og Bohemian eru hugtök sem ég myndi styðja mig við þessa dagana til að lýsa stílnum mínum. Alexander er ekki mikið fyrir að afmarka eða ramma inn stílinn sinn. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Hann hefur gert það, þá sérstaklega þegar kemur að því að brjóta upp þetta hefðbundna. Ég hef í gegnum tíðina verið nálægt línunni, í ljósi nærumhverfis míns og þeim félagslegu aðstæðum sem ég er í hverju sinni. Það urðu ákveðin straumhvörf fyrir einhverjum árum síðan þegar mér tókst að losna við pressuna frá sjálfum mér að vera stanslaust í nýjustu flíkunum og fylgja nýjasta wave-inu til þess að passa í eitthvað fyrirfram gefið form, heldur valdeflast í því að fylgja sannfæringunni minni og standa með henni. Alexander hefur á síðustu árum lært að fylgja innsæinu betur og eltir ekki tískubylgjur. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já ekki spurning, mér finnst fátt skemmtilegra í rauninni. Alexander segir fátt skemmtilegra en að klæða sig upp. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Hún kemur úr öllum áttum, frá allskonar fólki og hlutum. Getur verið frá naglalakki hjá ömmu minni yfir í iðnaðarmann í skítugum fötum. Svo er ég að fylgja fullt af frábærum listamönnum á samfélagsmiðlum með það fyrir augum að sækja mér innblástur. Innblásturinn kemur til Alexanders úr ýmsum áttum. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Já ég er með eina meginreglu, að mér megi ekki líða illa í því sem ég klæðist. Á endanum snýst þetta allt um að líða vel í eigin skinni og jafnframt í því sem þú klæðist. Aðalregla Alexanders er að líða vel í fötunum sem hann klæðist. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég verð að minnast á mitt fyrsta outfit frá MoM Laboratory verkefninu mínu. Þá notaðist ég við borðdúk frá ömmu og frakka frá pabba. Á sinn fáránlega hátt varð til eitthvað geggjað móment þegar þetta allt small að lokum, sem mér þykir mjög svo vænt um. Ég var svo í Madrid á dögunum og rakst á notaðan leðurjakka og var líkt og hann væri gerður fyrir mig, ég fann það um leið og ég dró hann yfir axlirnar á mér að hann væri að koma með mér heim. Ég er á þeirri skoðun að allir eigi að upplifa það einu sinni á ævinni að klæða sig í jakka og finna hverja einustu húðfrumu og taug tengjast honum. Það er alltaf eitthvað svo magnað við það. Alexander er mikið fyrir góða jakka. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Líkt og ég nefndi áðan þá er það að líða vel í því sem þú klæðist algjört lykilatriði. Gera það sem þér líður best með og ef þér líður eitthvað off þegar þú klæðir þig í eitthvað þá verður að teljast ólíklegt að það sé að fara að breytast og þú munt ekki ná að vera þú sjálfur. Taktu frekar nokkrar auka mínútur, hugsaðu um hvað þér finnst flott en ekki hvað öðrum finnst og láttu þetta smella. Hér má fylgjast með Alexander á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Það mikilvægasta er að vera trúr sjálfum sér“ Fegurðardrottningin Helena Hafþórsdóttir O’Connor er mikil áhugakona um tísku og nýtur þess í botn að klæða sig upp. Hún sækir tískuinnblásturinn meðal annars til mömmu sinnar og ömmu. Helena er viðmælandi í Tískutali. 13. apríl 2024 11:31 „Sjálfstraustið er besti fylgihluturinn“ Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali. 6. apríl 2024 11:31 „Martröð“ að spila í of síðu goth pilsi Tónlistarkonan Tatjana Dís, meðlimur hljómsveitarinnar ex.girls, hefur gaman að hverfulleika tískunnar, þar sem eitthvað sem telst ljótt eina stundina getur orðið flott stuttu síðar. Tatjana forðast það að klæðast úlpu við hælaskó, sækir tískuinnblástur til bestu vinkonu sinnar og er viðmælandi í Tískutali. 30. mars 2024 11:31 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Tískan hefur mikil áhrif á líf Alexanders. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Í hversdagsleikanum finnst mér skemmtilegast hvað hún brýtur upp einföldustu hluti og getur gert ákveðin móment fallegri. Í örlítið dýpri pælingum þá finnst mér það magnað hvað tískan hefur fylgt okkur og fylgir okkur hvert sem við förum, við erum umkringd tísku alla daga án þess að við föttum það. Hún er alltaf relevant. Tíska og fagurfræði er líka eitthvað sem gerir lífið miklu skemmtilegra. Alexander segir tískuna gera lífið skemmtilegra. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það er alveg vonlaust fyrir mig að nefna eina flík. Það sem stendur mér nærri þessa stundina er frá verkefninu mínu MoM Laboratory. Patrik eða PBT fékk einmitt að njóta góðs af þeim á hlustendaverðlaununum nýverið. View this post on Instagram A post shared by Alexander (@alexander_sindra) Í því verkefni tók ég gömul og lúin jakkaföt og gaf þeim nýtt líf. En þetta breytist eins og veðrið. Það er þó rétt að nefna það að Maison Margiela hefur tekið sér fótfestu í kollinum á mér síðastliðin ár og allt sem ég á frá honum er uppáhalds alla daga og alla nætur, það virðist að allt sem hann gerir hreyfir mikið við mér. Alexander sækir innblástur í Mason Margiela og gefur gjarnan gömlum flíkum nýtt líf. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já það er óhætt að segja það. Þetta á hug minn allan, hvort sem það eru föt á mig eða fólkið í kringum mig jafnvel. En ég passa samt að halda í þetta „gut feeling“, að leyfa þessu að gerast náttúrlega. Í ljósi sögunnar verða töfrarnir oftar en ekki til þegar ég er hvað minnst að pæla í lokaútkomunni. Alexander segir lokaútkomuna oftast besta þegar hún er ekki of útpæld. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Mér hefur alltaf þótt frekar erfitt að ramma inn stílinn minn, hann á það til að vera út um allt. Mér finnst það ekki hjálpa mér að festast á ákveðnum stað, ég vil vera opinn fyrir því að brjóta hlutina upp og gera eitthvað alveg nýtt. 70’s, Punk, Minimalismi og Bohemian eru hugtök sem ég myndi styðja mig við þessa dagana til að lýsa stílnum mínum. Alexander er ekki mikið fyrir að afmarka eða ramma inn stílinn sinn. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Hann hefur gert það, þá sérstaklega þegar kemur að því að brjóta upp þetta hefðbundna. Ég hef í gegnum tíðina verið nálægt línunni, í ljósi nærumhverfis míns og þeim félagslegu aðstæðum sem ég er í hverju sinni. Það urðu ákveðin straumhvörf fyrir einhverjum árum síðan þegar mér tókst að losna við pressuna frá sjálfum mér að vera stanslaust í nýjustu flíkunum og fylgja nýjasta wave-inu til þess að passa í eitthvað fyrirfram gefið form, heldur valdeflast í því að fylgja sannfæringunni minni og standa með henni. Alexander hefur á síðustu árum lært að fylgja innsæinu betur og eltir ekki tískubylgjur. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já ekki spurning, mér finnst fátt skemmtilegra í rauninni. Alexander segir fátt skemmtilegra en að klæða sig upp. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Hún kemur úr öllum áttum, frá allskonar fólki og hlutum. Getur verið frá naglalakki hjá ömmu minni yfir í iðnaðarmann í skítugum fötum. Svo er ég að fylgja fullt af frábærum listamönnum á samfélagsmiðlum með það fyrir augum að sækja mér innblástur. Innblásturinn kemur til Alexanders úr ýmsum áttum. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Já ég er með eina meginreglu, að mér megi ekki líða illa í því sem ég klæðist. Á endanum snýst þetta allt um að líða vel í eigin skinni og jafnframt í því sem þú klæðist. Aðalregla Alexanders er að líða vel í fötunum sem hann klæðist. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég verð að minnast á mitt fyrsta outfit frá MoM Laboratory verkefninu mínu. Þá notaðist ég við borðdúk frá ömmu og frakka frá pabba. Á sinn fáránlega hátt varð til eitthvað geggjað móment þegar þetta allt small að lokum, sem mér þykir mjög svo vænt um. Ég var svo í Madrid á dögunum og rakst á notaðan leðurjakka og var líkt og hann væri gerður fyrir mig, ég fann það um leið og ég dró hann yfir axlirnar á mér að hann væri að koma með mér heim. Ég er á þeirri skoðun að allir eigi að upplifa það einu sinni á ævinni að klæða sig í jakka og finna hverja einustu húðfrumu og taug tengjast honum. Það er alltaf eitthvað svo magnað við það. Alexander er mikið fyrir góða jakka. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Líkt og ég nefndi áðan þá er það að líða vel í því sem þú klæðist algjört lykilatriði. Gera það sem þér líður best með og ef þér líður eitthvað off þegar þú klæðir þig í eitthvað þá verður að teljast ólíklegt að það sé að fara að breytast og þú munt ekki ná að vera þú sjálfur. Taktu frekar nokkrar auka mínútur, hugsaðu um hvað þér finnst flott en ekki hvað öðrum finnst og láttu þetta smella. Hér má fylgjast með Alexander á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Það mikilvægasta er að vera trúr sjálfum sér“ Fegurðardrottningin Helena Hafþórsdóttir O’Connor er mikil áhugakona um tísku og nýtur þess í botn að klæða sig upp. Hún sækir tískuinnblásturinn meðal annars til mömmu sinnar og ömmu. Helena er viðmælandi í Tískutali. 13. apríl 2024 11:31 „Sjálfstraustið er besti fylgihluturinn“ Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali. 6. apríl 2024 11:31 „Martröð“ að spila í of síðu goth pilsi Tónlistarkonan Tatjana Dís, meðlimur hljómsveitarinnar ex.girls, hefur gaman að hverfulleika tískunnar, þar sem eitthvað sem telst ljótt eina stundina getur orðið flott stuttu síðar. Tatjana forðast það að klæðast úlpu við hælaskó, sækir tískuinnblástur til bestu vinkonu sinnar og er viðmælandi í Tískutali. 30. mars 2024 11:31 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Það mikilvægasta er að vera trúr sjálfum sér“ Fegurðardrottningin Helena Hafþórsdóttir O’Connor er mikil áhugakona um tísku og nýtur þess í botn að klæða sig upp. Hún sækir tískuinnblásturinn meðal annars til mömmu sinnar og ömmu. Helena er viðmælandi í Tískutali. 13. apríl 2024 11:31
„Sjálfstraustið er besti fylgihluturinn“ Tískubloggarinn og hlaðvarpsstýran Guðrún Sørtveit hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar og elskar að klæða sig upp. Áður fyrr reyndi hún að falla inn í hópinn en gerir núna í því að skera sig úr og klæða sig í það sem henni sjálfri finnst flott. Guðrún er viðmælandi í Tískutali. 6. apríl 2024 11:31
„Martröð“ að spila í of síðu goth pilsi Tónlistarkonan Tatjana Dís, meðlimur hljómsveitarinnar ex.girls, hefur gaman að hverfulleika tískunnar, þar sem eitthvað sem telst ljótt eina stundina getur orðið flott stuttu síðar. Tatjana forðast það að klæðast úlpu við hælaskó, sækir tískuinnblástur til bestu vinkonu sinnar og er viðmælandi í Tískutali. 30. mars 2024 11:31