
Tískutal

Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur
„Haustið er uppáhalds árstíðin mín sem yfirleitt skín smá í gegnum klæðaburðinn minn þótt það sé sumar,“ segir hin 21 árs gamla Anna Lísa Hallsdóttir, tískudrottning og grafískur hönnuður. Anna Lísa er alltaf með eindæmum smart og vekur athygli hvert sem hún fer en hún ræddi við blaðamann um tískuna og fataskáp sinn.

Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr
„Ég á margar flíkur sem mér þykir vænt um en sú sem ég held mest upp á er Juicy Couture galli sem besti vinur minn Jón Breki átti. Hann var með flottasta fatastíl sem ég hef séð, var skærasta stjarnan í herberginu og óttaðist aldrei að taka pláss,“ segir hin 21 árs gamla Dúa Landmark.

Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp
„Ég elska að klæða mig upp. Það er einn skemmtilegasti hluti dagsins og er mín leið til að vera skapandi og prófa eitthvað nýtt,“ segir tískudrottningin Daníella Saga Jónsdóttir sem kemur sömuleiðis úr mikilli hátískufjölskyldu. Hún ræddi við blaðamann um fataskápinn og persónulegan stíl.

„Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“
„Eftir því sem maður eldist þá lærir maður betur hvað klæðir mann og pikkar út það sem hentar manni,“ segir Gerður G. Árnadóttir, miðbæjarmeyja með sveitahjarta. Hún hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku og er einstakur fagurkeri en Gerður ræddi við blaðamann um persónulegan stíl og fataskápinn.

Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi
„Þegar ég var yngri var ég mun ævintýragjarnari en núna,“ segir tónlistarkonan Vaka Agnarsdóttir sem hefur vakið mikla athygli sem söngkona sveitarinnar Inspector Spacetime. Vaka eyðir ekki miklum tíma í að spá í tískuna og velur alltaf þægindi fram yfir annað en er með einstakan og ofurtöff stíl.

„Best að vera allsber úti í náttúrunni“
„Ég keypti kanínuhúfu í Eistlandi sem hjálpaði mér að sigrast á óttanum við álit annarra,“ segir hlaðvarpsstjórnandinn, lífskúnstnerinn og kakókastalaprinsinn Helgi Jean Claessen. Hann fer svo sannarlega eigin leiðir í lífinu og klæðaburði sömuleiðis og ræddi við blaðamann um sinn persónulega stíl.

„Núna þori ég miklu meira“
Tískuskvísan og pílates pæjan Friðþóra vinnur sem þjálfari hjá World Class og er nær undantekningarlaust óaðfinnanleg til fara, enda alltaf haft áhuga á klæðaburði. Friðþóra er í sambúð með tónlistarmanninum Patrik Atlasyni og eru þau bæði óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali en Friðþóra ræddi við blaðamann um tískuna og hennar persónulega stíl.

Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei
„Ég get dundaði mér inni í skápnum mínum klukkutímunum saman. Það er eins og lífið standi í stað þegar ég er að reyna ákveða dress og ég get gleymt öllu amstri dagsins þegar ég einbeiti mér að fötum,“ segir 24 ára gamla tískudrottningin og lífskúnstnerinn Vala Karítas Guðbjartsdóttir. Hún lifir og hrærist í margbreytilegum heimi tískunnar en blaðamaður tók púlsinn á henni.

Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun
„Hann gaf til kynna að ég myndi vilja vera í flottasta kjólnum sem ég tók með mér út. Ég var nokkuð ánægð með þetta lúkk,“ segir brosmild og nýtrúlofuð Sunneva Einarsdóttir um fatavalið þegar hennar heittelskaði Benedikt Bjarnason bað um hönd hennar í Mexíkó. Sunneva er viðmælandi í Tískutali þar sem hún veitir innsýn í fataskáp sinn.

Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala
„Ég hafði bara alltaf svo geðveikt mikinn áhuga á þessu og mig langaði að lifa og hrærast í þessari tískumenningu,“ segir förðunarfræðingurinn og tískudrottningin Kolbrún Anna Vignisdóttir. Kolla, eins og hún er gjarnan kölluð fer einstakar leiðir í klæðaburði, er með meistaragráðu í flottum samsetningum og kann betur en flestir að kaupa trylltar flíkur á nytjamarkaði. Hún er viðmælandi í Tískutali.

Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur
„Ég elska pressu. Ef ég er að fara eitthvað þarf ég endilega að fá nýja flík og þá sit ég stanslaust við saumavélina. Þá er enginn nótt og enginn dagur,“ segir jógakennarinn og lífskúnstnerinn Ragnhildur Eiríksdóttir sem fer sannarlega eigin leiðir í tískunni en hver einasta flík í fataskáp hennar er að einhverju leyti einstök. Ragnhildur er viðmælandi í Tískutali.

Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra
„Ég fer alltaf alla leið. Síðastliðin fimmtán ár hef ég verið svona fimm mismunandi manneskjur,“ segir listakonan og tískudrottningin Helena Reynis. Hún er viðmælandi í tískutali þar sem hún fer meðal annars yfir mjög fjölbreytt og skemmtileg tískutímabil og segir frá ævintýralegum árum í Berlín.

„Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“
„Þegar við vissum að við værum samkynhneigðir en vorum ekki komnir út þá vorum við pínu að fela okkur. Við vildum ekki vekja athygli og klæddum okkur í svart og grátt,“ segja raunveruleikastjörnu tvíburarnir Gunnar Skírnir og Sæmundur. Í dag eru þeir með litríkan og áberandi stíl en þeir eru viðmælendur í þættinum Tískutal.

„Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“
„Ég var alltaf pínulítið að drífa tískutrendin áfram á Hornafirði man ég, ég hafði svo gaman að því. Ég var aldrei mikið að pæla í því, ég var bara svona. Og ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró. Hann er viðmælandi í þættinum Tískutal þar sem hann veitir innsýn í einstakan fataskáp sinn.

Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára
„Það er algjör vítamínsprauta að fara í „illuð“ föt,“ segir rapparinn Árni Páll Árnason betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Tískutali þar sem hann fer yfir klæðaburðinn, eftirminnileg tískumóment, hverju hann klæddist á fyrsta gigginu, ógleymanleg kaup sem hann gerði tíu ára gamall í Flórída, hvernig stíllinn hans hefur þróast samhliða föðurhlutverkinu og margt fleira.

Innlit í fataskáp Dóru Júlíu
Plötusnúðurinn, blaða- og sjónvarpsstjarnan Dóra Júlía er nýgift Báru Guðmundsdóttir sem er meistaranemi sálfræði. Þær búa saman í hlíðunum í Reykjavík.

Ógleymanlegt fermingarpils enn í uppáhaldi
Ásgerður Diljá Karlsdóttir, markaðsstjóri og listrænn stjórnandi Aurum, segir persónulegan stíl sinn í stöðugri þróun og hefur gaman að því að klæðast litum. Amma Ásgerðar hefur sömuleiðis haft mótandi áhrif á tískuáhugann hjá henni en Ásgerður er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir
Tískuáhugakonan og fagurkerinn Helga Jóhannsdóttir er búsett á Snæfellsnesi og er með stórglæsilegan stíl, bæði þegar það kemur að klæðaburði og heimili. Helga á tvö börn og segist aðeins hafa týnt persónulega stílnum sínum eftir barneignir sem hún hefur hægt og rólega verið að endurheimta á síðustu árum.

Óþægilegir skór undantekningalaust slæm hugmynd
„Ég get mjög líklegast farið í allar sundlaugar landsins og aldrei í sama sundbolnum tvisvar,“ segir tískuáhugakonan Amna Hasecic. Amna er sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Öldu og hefur séð um kynningarmál og markaðssetningu hjá Heimsþingi kvenleiðtoga. Hún er sömuleiðis viðmælandi í Tískutali.

„Banna mér alfarið að hugsa um föt sem karla- og kvennaföt“
Tónlistarmaðurinn og dansarinn Torfi Tómasson segir tískuna geta verið ákveðin framlenging af manni sjálfum og hefur gengið í gegnum ýmis konar tísku tímabil. Hann hefur sérstaklega gaman af því að klæða sig upp fyrir sviðið og tengir flíkurnar ekki við afmarkað kyn. Torfi er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Elskar að ögra og klæða sig þveröfugt við tilefnið
Nýútskrifaði lögfræðingurinn Daníel Hjörvar Guðmundsson hefur alla tíð haft áhuga á tísku og er óhræddur við að fara eigin leiðir og skera sig úr. Hann hefur ofurtrú á eigin innsæi þegar það kemur að klæðaburði og hvetur fólk til að gera eitthvað skemmtilegt með stíl sinn en ekki hlusta á álit annarra. Daníel Hjörvar er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Klæddu þig eftir veðri, ekki verði“
Plötusnúðurinn Daníel Ólafsson blandar saman há- og lágtísku á einstakan hátt og hefur gaman að menningunni á bak við tískuna. Hans eftirminnilegasta verslunarferð var með stjörnulögmanninum og tískuunnandanum Villa Vill í Napólí og segir hann að það að versla með Villa sé sambærilegt því að spila fótbolta með Maradonna. Daníel Ólafsson er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Klæðir sig upp til að komast í betra skap
Tískuspekúlantinn Haukur Ísbjörn sér um hlaðvarpið Álhattinn ásamt vinum sínum en þar er því gjarnan varpað fram að hann sé einn best klæddi maður landsins. Haukur sækir innblástur til tíunda áratugarins, nýtir hvert tækifæri sem gefst til þess að klæða sig upp og er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Finnst yfirleitt erfitt að klæða sig upp
Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hefur komið víða að og sér meðal annars um klæðaburð karakteranna í stórmyndinni Snertingu. Tíska hefur alltaf verið stórt áhugamál hjá henni og er auðvitað órjúfanlegur hluti af hennar lífi en Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tískuheimurinn í London setti sterkan svip á stílinn
Samfélagsmiðlastjórinn og laganeminn Hekla Gaja Birgisdóttir segir klæðaburðinn hennar helstu listrænu útrás í mjög praktísku námi en hún varð ástfangin af fjölbreytileika tískunnar þegar hún bjó í London. Hún er með einstakan og öðruvísi stíl, verslar mikið notuð föt og er óhrædd við sterka og áberandi liti. Hekla Gaja er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Alltaf sótt í orku og gleði í klæðaburði
Ofurþjálfarinn og glæsikvendið Lóló Rósenkranz er með einstakan og litríkan stíl sem vekur athygli en appelsínugulur er hennar uppáhalds litur. Lóló er á stöðugri hreyfingu, er með fólk í einkaþjálfun í World Class, starfar sem fararstjóri hjá Úrval útsýn, kennir pílates og skriðsund svo eitthvað sé nefnt og er sömuleiðis dugleg að klæðast skemmtilegum íþróttafatnaði. Lóló er viðmælandi í Tískutali.

„Ekki fylgja hverju einasta tískutrendi“
Markaðsstjórinn og tískuunnandinn Tania Lind Fodilsdóttir elskar takmarkaleysi tískunnar og eru einstakar og áberandi flíkur í miklu uppáhaldi hjá henni í bland við stílhreinan klæðaburð. Tania Lind er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Ef ég væri ekki prestur væri gaman að vera poppstjarna“
Presturinn og verðandi biskup Íslands sr. Guðrún Karls Helgudóttir er með glæsilegan og einstakan stíl og segir tískuna mikilvægt tjáningarform fyrir sér. Hún þekkir stíl sinn vel, veit upp á hár hverju hún vill klæðast og er hrifin af íslenskri hönnun. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir er viðmælandi í Tískutali.

Líður bókstaflega óstöðvandi í góðu fitti
Félagsmiðstöðvarforstöðukonan og tískuáhugakonan Yrsa Ósk Finnbogadóttir er með einstakan og líflegan stíl og sækir mikið í skandinavíska hönnun. Hún er viðmælandi í Tískutali.

Klæðir sig oft óbeint í stíl við dóttur sína
Tískuáhugakonan og ofurskvísan Selma Lind er með einstakan stíl og hefur saumað skemmtilegar flíkur á sjálfa sig. Í fyrra eignaðist Selma sitt fyrsta barn og segist hún nú vera að finna sinn stíl upp á nýtt eftir meðgönguna. Hún er viðmælandi í Tískutali.