Húsfélag ekki skaðabótaábyrgt vegna myglu í séreign Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2024 15:06 Loftmynd úr Reykjavík en myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Kærunefnd húsamála metur sem svo að húsfélag sé ekki skaðabótaábyrgt vegna tjóns í íbúð manns í fjölbýlishúsi. Forsvarsmenn húsfélagsins hafi ekki vanrækt skyldur sínar gagnvart eigendum í húsinu. Eigandi íbúðarinnar sendi kærunefnd húsamála álitsbeiðni vegna ágreinings síns við húsfélag hússins þar sem íbúð hans er. Ágreiningur var á milli deiluaðila hvort það væri á ábyrgð húsfélagsins að láta framkvæma viðgerðir vegna rakaskemmda í íbúð mannsins og greiða kostnað vegna þeirra. Galli við framkvæmdir Húsið var byggt árið 1972 og árið 2010 var það klætt að utan með álklæðningu og plastgluggar settir í stað tréglugga. Skömmu eftir framkvæmdir kom í ljós galli á framkvæmdunum en þær leiddu meðal annars til lekavandamála. Verktakinn sem framkvæmdi verkið hefur þegar verið dæmdur til að greiða rúmlega 34 milljónir króna til húsfélagsins vegna gallans. Eigandinn segir að meðal þess sem gallinn olli var að mikill raki og mygla mynduðust í útvegg íbúðar hans. Húsfélagið hafi neitað að taka þátt í kostnaði við nauðsynlegar framkvæmdir til að stöðva tjónið en meðal annars hafi þurft að innsigla eitt herbergi íbúðarinnar vegna myglu og í kröfu mannsins segir að í raun sé öll íbúðin óíbúðarhæf vegna myglunnar. Vildu ekki halda húsfund vegna málsins Árið 2022 vann fyrirtæki að kostnaðarmati á viðgerð í íbúðinni og var það metið á 524 þúsund krónur. Sú tala er í dag hærri vegna skemmda. Raki í veggjum íbúðarinnar mældist langt umfram mörk. Eigandinn sendi áskorun til húsfélagsins í júní árið 2023 vegna tjónsins sem varð í íbúðinni vegna leka frá samegin. Óskað var eftir því að afstaða yrði tekin til viðgerða á séreigninni og þess krafist að boðað yrði til húsfundar vegna málsins. Húsfélagið varð ekki við þeirri beiðni. Í greinargerð húsfélagsins til kærunefndarinnar segir að dómkvaddur matsmaður hafi skilað matsgerðum árið 2018 vegna leka eftir framkvæmdirnar árið 2010. Yfirmatsmenn voru síðar dómkvaddir og mátu þeir sem svo að afleiðingar leka frá gluggum í íbúð mannsins sem óskaði eftir álitinu hafi verið eingöngu í allra ysta lagi í veggjum og það þyrfti bara að sparsla og mála inni. Skemmdirnar ekki endilega vegna framkvæmdanna Húsfélagið beri ekki ábyrgð á skemmdum innan einstakra séreignarhluta heldur séu þær á ábyrgð eigenda og þeirra að ráðast í viðgerðir og viðhald. Ekkert liggi fyrir um hvort skemmdirnar í íbúðinni stafi frá lekanum sem varð vegna gluggaísetningar. „Þar sem engar skemmdir séu á ytra byrði hússins og allt sem tilheyri sameign hafi þegar verið viðgert, beri gagnaðili ekki ábyrgð á téðum skemmdum í íbúð álitsbeiðanda. Gagnaðili hafi ekki látið fyrir farast að gera við skemmdir á sameign. Þá hafi ekki orðið bilun í neinum búnaði sameignar, þ.e.a.s. ekki hafi verið um að ræða skyndilega bilun í búnaði sem réttlætt gæti hlutlæga ábyrgð gagnaðila,“ segir í greinagerðinni. Kærunefndin mat gögn málsins sem svo að þegar hafi verið gerðar lagfæringar á sameign hússins og því fellst hún ekki á mat eigandans um að húsfélagið hafi ekki sinnt nauðsynlegu viðhaldi á sameign. „Ljóst er að það var verktakinn sem sýndi af sér saknæma háttsemi við gluggaframkvæmdina og ber ábyrgð á tjóni sem rekja má til þeirrar háttsemi, hvort sem er á séreign eða sameign. Kærunefnd telur að þótt gagnaðili hefði getað hafið framkvæmdir fyrr, í síðasta lagi að loknu undirmati, hefur ekki verið sýnt fram á að álitsbeiðandi hafi óskað eftir tilteknum aðgerðum vegna sameignarinnar eða séreignarinnar allan þennan tíma eða haft uppi sérstök mótmæli vegna þeirrar leiðar sem gagnaðili fór í málinu,“ segir í álitinu. Kröfum eigandans hafnað Engin gögn styðji það að eigandinn hafi gert sérstakar athugasemdir eða haft uppi tilteknar kröfur um aðgerðir frá kvörtunum hans árin 2016 og 2017 en þá upplýsti hann um leka í sinni íbúð í sameiginlegri Facebook-síðu húsfélagsins. „Loks eru engin gögn sem styðja það að ástand séreignar álitsbeiðanda hafi versnað vegna aðgerða eða aðgerðaleysis gagnaðila. Verður þannig ekki annað ráðið en að gagnaðili hafi verið í góðri trú um að hann væri að minnsta kosti ekki að vanrækja skyldur sínar gagnvart eigendum í húsinu. Með hliðsjón af öllu framangreindu er kröfum álitsbeiðanda hafnað,“ segir í álitinu. Veistu meira um málið? Sendu okkur endilega ábendingar á ritstjorn@visir.is eða netfang blaðamanns. Húsnæðismál Mygla Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Eigandi íbúðarinnar sendi kærunefnd húsamála álitsbeiðni vegna ágreinings síns við húsfélag hússins þar sem íbúð hans er. Ágreiningur var á milli deiluaðila hvort það væri á ábyrgð húsfélagsins að láta framkvæma viðgerðir vegna rakaskemmda í íbúð mannsins og greiða kostnað vegna þeirra. Galli við framkvæmdir Húsið var byggt árið 1972 og árið 2010 var það klætt að utan með álklæðningu og plastgluggar settir í stað tréglugga. Skömmu eftir framkvæmdir kom í ljós galli á framkvæmdunum en þær leiddu meðal annars til lekavandamála. Verktakinn sem framkvæmdi verkið hefur þegar verið dæmdur til að greiða rúmlega 34 milljónir króna til húsfélagsins vegna gallans. Eigandinn segir að meðal þess sem gallinn olli var að mikill raki og mygla mynduðust í útvegg íbúðar hans. Húsfélagið hafi neitað að taka þátt í kostnaði við nauðsynlegar framkvæmdir til að stöðva tjónið en meðal annars hafi þurft að innsigla eitt herbergi íbúðarinnar vegna myglu og í kröfu mannsins segir að í raun sé öll íbúðin óíbúðarhæf vegna myglunnar. Vildu ekki halda húsfund vegna málsins Árið 2022 vann fyrirtæki að kostnaðarmati á viðgerð í íbúðinni og var það metið á 524 þúsund krónur. Sú tala er í dag hærri vegna skemmda. Raki í veggjum íbúðarinnar mældist langt umfram mörk. Eigandinn sendi áskorun til húsfélagsins í júní árið 2023 vegna tjónsins sem varð í íbúðinni vegna leka frá samegin. Óskað var eftir því að afstaða yrði tekin til viðgerða á séreigninni og þess krafist að boðað yrði til húsfundar vegna málsins. Húsfélagið varð ekki við þeirri beiðni. Í greinargerð húsfélagsins til kærunefndarinnar segir að dómkvaddur matsmaður hafi skilað matsgerðum árið 2018 vegna leka eftir framkvæmdirnar árið 2010. Yfirmatsmenn voru síðar dómkvaddir og mátu þeir sem svo að afleiðingar leka frá gluggum í íbúð mannsins sem óskaði eftir álitinu hafi verið eingöngu í allra ysta lagi í veggjum og það þyrfti bara að sparsla og mála inni. Skemmdirnar ekki endilega vegna framkvæmdanna Húsfélagið beri ekki ábyrgð á skemmdum innan einstakra séreignarhluta heldur séu þær á ábyrgð eigenda og þeirra að ráðast í viðgerðir og viðhald. Ekkert liggi fyrir um hvort skemmdirnar í íbúðinni stafi frá lekanum sem varð vegna gluggaísetningar. „Þar sem engar skemmdir séu á ytra byrði hússins og allt sem tilheyri sameign hafi þegar verið viðgert, beri gagnaðili ekki ábyrgð á téðum skemmdum í íbúð álitsbeiðanda. Gagnaðili hafi ekki látið fyrir farast að gera við skemmdir á sameign. Þá hafi ekki orðið bilun í neinum búnaði sameignar, þ.e.a.s. ekki hafi verið um að ræða skyndilega bilun í búnaði sem réttlætt gæti hlutlæga ábyrgð gagnaðila,“ segir í greinagerðinni. Kærunefndin mat gögn málsins sem svo að þegar hafi verið gerðar lagfæringar á sameign hússins og því fellst hún ekki á mat eigandans um að húsfélagið hafi ekki sinnt nauðsynlegu viðhaldi á sameign. „Ljóst er að það var verktakinn sem sýndi af sér saknæma háttsemi við gluggaframkvæmdina og ber ábyrgð á tjóni sem rekja má til þeirrar háttsemi, hvort sem er á séreign eða sameign. Kærunefnd telur að þótt gagnaðili hefði getað hafið framkvæmdir fyrr, í síðasta lagi að loknu undirmati, hefur ekki verið sýnt fram á að álitsbeiðandi hafi óskað eftir tilteknum aðgerðum vegna sameignarinnar eða séreignarinnar allan þennan tíma eða haft uppi sérstök mótmæli vegna þeirrar leiðar sem gagnaðili fór í málinu,“ segir í álitinu. Kröfum eigandans hafnað Engin gögn styðji það að eigandinn hafi gert sérstakar athugasemdir eða haft uppi tilteknar kröfur um aðgerðir frá kvörtunum hans árin 2016 og 2017 en þá upplýsti hann um leka í sinni íbúð í sameiginlegri Facebook-síðu húsfélagsins. „Loks eru engin gögn sem styðja það að ástand séreignar álitsbeiðanda hafi versnað vegna aðgerða eða aðgerðaleysis gagnaðila. Verður þannig ekki annað ráðið en að gagnaðili hafi verið í góðri trú um að hann væri að minnsta kosti ekki að vanrækja skyldur sínar gagnvart eigendum í húsinu. Með hliðsjón af öllu framangreindu er kröfum álitsbeiðanda hafnað,“ segir í álitinu. Veistu meira um málið? Sendu okkur endilega ábendingar á ritstjorn@visir.is eða netfang blaðamanns.
Húsnæðismál Mygla Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira