„Ég get ekki fundið réttu orðin“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. apríl 2024 22:32 Mikel Arteta vonsvikinn á hliðarlínunni. Vísir/Getty Mikel Arteta sagðist eiga erfitt með að finna orðin til að hressa leikmenn sína við eftir tapið gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni í kvöld. Hann segir Arsenal hafa gefið Bayern tvö mörk í fyrri leiknum. Í augnablikinu eru allir miður sín í búningsklefanum. Þetta er mjög svekkjandi,“ sagði Arteta í viðtali eftir leikinn í kvöld. „Ég get ekki fundið réttu orðin til að hressa leikmennina við. Ég vildi óska þess að ég gæti það. Við þurfum að komast í gegnum þetta,“ sagði Areta og bætti við að liðið hefði viljað komast í undanúrslit eða úrslit eftir að hafa verið fyrir utan Meistaradeildina síðustu sjö tímabilin. „Okkur langaði þetta mjög mikið en þú getur séð að hjá sumum liðum tekur það sex til sjá ár að komast þetta langt. Við vorum mjög nálægt því, það er raunveruleikinn.“ „Við þurfum að fara í gegnum þennan sársauka í dag og á morgun, koma okkur á fætur með sama viðhorfi og við sýndum hér og vonandi vinna Úlfana,“ en Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester City. „Gáfum þeim tvö mörk“ Hann segir að mistök í fyrri leik liðanna hafi verið dýrkeypt. „Við reyndum á móti liði sem er með mikla reynslu og í gegnum einvígið hafa þetta verið lítil atriði. Við vorum betri á köflum.“ „Við gáfum þeim tvö mörk og í einvíginu var það mjög mikið forskot að gefa.“ Hann segir að það hafi ekkert pláss verið fyrir mistök og að liðið hafi gert stór mistök í vítateignum þegar Joshua Kimmich skoraði sigurmarkið í leiknum í kvöld. Arteta og Thomas Tuchel knattspyrnustjóri Bayern takast í hendur eftir leik.Vísir/Getty „Það er á þessum tímapunkti sem þarf að standa með leikmönnum og styðja þá. Við þurfum að standa með þeim því það eru þeir sem hafa farið með okkur í þetta ferðalag.“ „Það þurfti mistök eða einverja töfra til að opna þetta einvígi. Við náðum ekki að vinna fyrri leikinn eins og við hefðum getað gert. Við vorum betri en þeir þá og í kvöld vorum við með yfirburði á köflum en þú þarft neista í teignum til að ná sigrinum.“ Hann sagði tímabilið þó hvergi nærri búið. „Það sem er eftir fyrir okkur að spila um er fallegt.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira
Í augnablikinu eru allir miður sín í búningsklefanum. Þetta er mjög svekkjandi,“ sagði Arteta í viðtali eftir leikinn í kvöld. „Ég get ekki fundið réttu orðin til að hressa leikmennina við. Ég vildi óska þess að ég gæti það. Við þurfum að komast í gegnum þetta,“ sagði Areta og bætti við að liðið hefði viljað komast í undanúrslit eða úrslit eftir að hafa verið fyrir utan Meistaradeildina síðustu sjö tímabilin. „Okkur langaði þetta mjög mikið en þú getur séð að hjá sumum liðum tekur það sex til sjá ár að komast þetta langt. Við vorum mjög nálægt því, það er raunveruleikinn.“ „Við þurfum að fara í gegnum þennan sársauka í dag og á morgun, koma okkur á fætur með sama viðhorfi og við sýndum hér og vonandi vinna Úlfana,“ en Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester City. „Gáfum þeim tvö mörk“ Hann segir að mistök í fyrri leik liðanna hafi verið dýrkeypt. „Við reyndum á móti liði sem er með mikla reynslu og í gegnum einvígið hafa þetta verið lítil atriði. Við vorum betri á köflum.“ „Við gáfum þeim tvö mörk og í einvíginu var það mjög mikið forskot að gefa.“ Hann segir að það hafi ekkert pláss verið fyrir mistök og að liðið hafi gert stór mistök í vítateignum þegar Joshua Kimmich skoraði sigurmarkið í leiknum í kvöld. Arteta og Thomas Tuchel knattspyrnustjóri Bayern takast í hendur eftir leik.Vísir/Getty „Það er á þessum tímapunkti sem þarf að standa með leikmönnum og styðja þá. Við þurfum að standa með þeim því það eru þeir sem hafa farið með okkur í þetta ferðalag.“ „Það þurfti mistök eða einverja töfra til að opna þetta einvígi. Við náðum ekki að vinna fyrri leikinn eins og við hefðum getað gert. Við vorum betri en þeir þá og í kvöld vorum við með yfirburði á köflum en þú þarft neista í teignum til að ná sigrinum.“ Hann sagði tímabilið þó hvergi nærri búið. „Það sem er eftir fyrir okkur að spila um er fallegt.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira