„Vildi greinilega ekki að einhver úr fjölskyldunni kæmi að honum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. apríl 2024 10:31 Anton Sveinn með fjölskyldu sinni á góðri stundu. Anton Sveinn McKee, einn fremsti sundkappi þjóðarinnar, steig nýverið fram sem einn af talsmönnum þess að svokölluð dánaraðstoð verði leidd í lög hér á landi. Hann hvetur fólk til að styðja nýtt frumvarp Viðreisnar þess efnis, en faðir hans, Róbert Ólafur Grétar McKee, féll fyrir eigin hendi í desember árið 2020 eftir að hafa glímt við taugahrörnunarsjúkdóminn MND í rúmt ár. „Hann var mikill gaflari og mikill íþróttamaður og ég fæ keppnisskapið frá honum það er alveg á hreinu. Hann elskaði útivist, náttúru og veiðar. Hann var mjög sjálfstæður maður, alltaf á fleygiferð og alltaf eitthvað að gera,“ segir Anton Sveinn í samtali við Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Laug á sálfræðiprófi Róbert var greindur með MND í lok árs 2019 sem var reiðarslag fyrir fjölskylduna. „Það var í raun enginn undirbúinn fyrir það ferli sem var að fara taka við.“ Anton bjó á þessum tíma í Bandaríkjunum þar sem hann vann hörðum höndum að því að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það var sameiginleg ákvörðun fjölskyldunnar að hann héldi áfram að einbeita sér að því verkefni. „Ég kom heima kannski á þriggja til sex mánaða fresti og manni brá alltaf þegar maður hitti pabba. Fyrst var vonast til að þetta væri önnur útgáfa af taugahrörnunarsjúkdómi og það væru til líftæknilyf sem myndu ná að hægja á honum en svo var ekki,“ segir Anton. Sjúkdómurinn ágerðist afar hratt í tilfelli Róberts og því fylgdu breytingar á heimilinu. „Það var komin lyfta hingað inn, sérherbergi fyrir hann þar sem var sjúkrarúm, öndunarvélin og við fengum líka stuðning frá Hafnarfjarðarbæ með umönnun. Hann verður mjög hratt ósjálfbjarga.“ Kom heim sem breyttur maður Anton segir að á þessum tíma hafi faðir hans þurft að reiða sig að mestu á rafmagnshjólastól. Hann var hættur að geta haldið á sér hita, var farinn að glíma við erfiðleika við að kyngja, þurfti að fá sondu og var lagður inn á sjúkrahús í 10 daga þar sem gekk erfiðlega að finna lausn á vandamálunum. „Eftir þessa sjúkrahúsheimsókn kemur hann heim sem breyttur maður. Verður mjög reiður og sár og hefur líklega gefist upp á þessum tíma. Hann deyr 17. desember. Hann skipulagði það þannig að það var engin heima í fjölskyldunni. Það var maður sem kom, og starfaði í umönnun, og pabbi sagði honum að fara út með hundinn. Svo kemur sá maður að honum þegar hann kemur til baka. Hann vildi greinilega ekki að einhver úr fjölskyldunni kæmi að honum. Mamma er í vinnunni á þessum tíma og lögreglan kemur á vinnustaðinn og lætur hana vita. Hún trúði ekki að þetta væri raunveruleikinn og það fyrsta sem hún hugsaði, þar sem hann var búinn að hrörna svo mikið og svo ósjálfbjarga að hún trúði ekki að hann gæti þetta. Hún trúði ekki að hann hefði styrkinn í að ganga út í skúr og taka til það sem hann þurfti að til að klára þetta sjálfur. Þetta var mjög mikið sjokk fyrir alla,“ segir Anton sem var þarna á leiðinni heim til Íslands til að vera heima um jólin. Anton Sveinn er einn allra besti sundmaður landsins. Ólympíuleikarnir í Tókýó fóru fram aðeins sex mánuðum seinna en Anton segist hafa upplifað að hann gæti ekki stoppað og hann sagði ósatt á sálfræðiprófum í aðdraganda þeirra. Hann segir að sorgin hafi verið nær óbærileg og hann íhugaði að hætta í sundi. Löglegt í átta löndum „Það bjóst engin við að hann myndi fara svona og hann hafði aldrei talað við neinn eða minnst á þetta við neinn. Ég get ekki sagt, né staðfest að hann hefði þegið dánaraðstoð en miðað við aðstæður og hvernig maður hann var hefði það komið mér á óvart ef hann hefði ekki þegið hana.“ Anton segir að þótt fjölskyldan hafi vitað að það styttist í endalokin hjá föður hans og að þeim hefði óhjákvæmilega fylgt mikil sorg, þá sé hann sannfærður um að dánaraðstoð við aðrar aðstæður hefði breytt miklu þegar kemur að úrvinnslu úr sorginni. Hann segir að enn í dag sé sárt að hugsa til þess að faðir hans hafi dáið einn. Dánaraðstoð hefur verið lögleidd í átta löndum í Evrópu og víðar um heiminn. Læknafélag Íslands hefur verið nokkuð mótfallið frumvarpinu hér heima og formaður þess kallað eftir frekari umræðu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Ísland í dag Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira
Hann hvetur fólk til að styðja nýtt frumvarp Viðreisnar þess efnis, en faðir hans, Róbert Ólafur Grétar McKee, féll fyrir eigin hendi í desember árið 2020 eftir að hafa glímt við taugahrörnunarsjúkdóminn MND í rúmt ár. „Hann var mikill gaflari og mikill íþróttamaður og ég fæ keppnisskapið frá honum það er alveg á hreinu. Hann elskaði útivist, náttúru og veiðar. Hann var mjög sjálfstæður maður, alltaf á fleygiferð og alltaf eitthvað að gera,“ segir Anton Sveinn í samtali við Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Laug á sálfræðiprófi Róbert var greindur með MND í lok árs 2019 sem var reiðarslag fyrir fjölskylduna. „Það var í raun enginn undirbúinn fyrir það ferli sem var að fara taka við.“ Anton bjó á þessum tíma í Bandaríkjunum þar sem hann vann hörðum höndum að því að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það var sameiginleg ákvörðun fjölskyldunnar að hann héldi áfram að einbeita sér að því verkefni. „Ég kom heima kannski á þriggja til sex mánaða fresti og manni brá alltaf þegar maður hitti pabba. Fyrst var vonast til að þetta væri önnur útgáfa af taugahrörnunarsjúkdómi og það væru til líftæknilyf sem myndu ná að hægja á honum en svo var ekki,“ segir Anton. Sjúkdómurinn ágerðist afar hratt í tilfelli Róberts og því fylgdu breytingar á heimilinu. „Það var komin lyfta hingað inn, sérherbergi fyrir hann þar sem var sjúkrarúm, öndunarvélin og við fengum líka stuðning frá Hafnarfjarðarbæ með umönnun. Hann verður mjög hratt ósjálfbjarga.“ Kom heim sem breyttur maður Anton segir að á þessum tíma hafi faðir hans þurft að reiða sig að mestu á rafmagnshjólastól. Hann var hættur að geta haldið á sér hita, var farinn að glíma við erfiðleika við að kyngja, þurfti að fá sondu og var lagður inn á sjúkrahús í 10 daga þar sem gekk erfiðlega að finna lausn á vandamálunum. „Eftir þessa sjúkrahúsheimsókn kemur hann heim sem breyttur maður. Verður mjög reiður og sár og hefur líklega gefist upp á þessum tíma. Hann deyr 17. desember. Hann skipulagði það þannig að það var engin heima í fjölskyldunni. Það var maður sem kom, og starfaði í umönnun, og pabbi sagði honum að fara út með hundinn. Svo kemur sá maður að honum þegar hann kemur til baka. Hann vildi greinilega ekki að einhver úr fjölskyldunni kæmi að honum. Mamma er í vinnunni á þessum tíma og lögreglan kemur á vinnustaðinn og lætur hana vita. Hún trúði ekki að þetta væri raunveruleikinn og það fyrsta sem hún hugsaði, þar sem hann var búinn að hrörna svo mikið og svo ósjálfbjarga að hún trúði ekki að hann gæti þetta. Hún trúði ekki að hann hefði styrkinn í að ganga út í skúr og taka til það sem hann þurfti að til að klára þetta sjálfur. Þetta var mjög mikið sjokk fyrir alla,“ segir Anton sem var þarna á leiðinni heim til Íslands til að vera heima um jólin. Anton Sveinn er einn allra besti sundmaður landsins. Ólympíuleikarnir í Tókýó fóru fram aðeins sex mánuðum seinna en Anton segist hafa upplifað að hann gæti ekki stoppað og hann sagði ósatt á sálfræðiprófum í aðdraganda þeirra. Hann segir að sorgin hafi verið nær óbærileg og hann íhugaði að hætta í sundi. Löglegt í átta löndum „Það bjóst engin við að hann myndi fara svona og hann hafði aldrei talað við neinn eða minnst á þetta við neinn. Ég get ekki sagt, né staðfest að hann hefði þegið dánaraðstoð en miðað við aðstæður og hvernig maður hann var hefði það komið mér á óvart ef hann hefði ekki þegið hana.“ Anton segir að þótt fjölskyldan hafi vitað að það styttist í endalokin hjá föður hans og að þeim hefði óhjákvæmilega fylgt mikil sorg, þá sé hann sannfærður um að dánaraðstoð við aðrar aðstæður hefði breytt miklu þegar kemur að úrvinnslu úr sorginni. Hann segir að enn í dag sé sárt að hugsa til þess að faðir hans hafi dáið einn. Dánaraðstoð hefur verið lögleidd í átta löndum í Evrópu og víðar um heiminn. Læknafélag Íslands hefur verið nokkuð mótfallið frumvarpinu hér heima og formaður þess kallað eftir frekari umræðu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Ísland í dag Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira