Rómverjar svífa um á bleiku skýi De Rossi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2024 22:01 Rómverjar fagna. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Daniele de Rossi hélt upp á nýjan samning sinn við Roma með því að leggja AC Milan að velli 2-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vann Roma einvígið samtals 3-1. Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni. De Rossi var ráðinn til bráðabirgða eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn fyrr á leiktíðinni. Í dag staðfesti Rómverjar að De Rossi mynda stýra liðinu áfram á næstu leiktíð. You don't need to speak Italian to understand Daniele De Rossi pic.twitter.com/vQZ6b9AQEA— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 18, 2024 Það virtist sem bæði De Rossi og leikmenn hans væri svífandi um á bleiku skýi eftir fréttir dagsins en liðið var komið 2-0 yfir gegn AC Milan eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Gianluca Mancini kom heimamönnum yfir þegar hann stýrði boltanum í netið eftir að skot Lorenzo Pellegrini hafði hafnað í stönginni. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Paulo Dybala forystuna eftir að skot Romelu Lukaku fór af varnarmanni og hrökk fyrir fætur Dybala. Þegar hálftími var liðinn misstu Rómverjar hins vegar mann af velli. Zeki Çelik sá brotlegi og Rómverjar manni færri það sem eftir lifði leiks. Rómverjar héldu út hálfleikinn og staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þrátt fyrir að vera manni fleiri þá tókst Mílanó-mönnum ekki að nýta sér liðsmuninn til að skapa nein alvöru tækifæri. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu leiks sem þeir komu boltanum loks í netið. Matteo Gabbia með markið eftir fyrirgjöf Rafael Leão. Nær komst AC Milan ekki, Roma vann leikinn 2-1 og einvígið þar með 3-1. Eru Rómverjar komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Bayer Leverkusen sem lagði West Ham United að velli í 8-liða úrslitum. It was less than 12 years ago that Xabi Alonso and Daniele De Rossi were starting against each other in the Euros Final.Today, they re managing two of the most in-form teams in Europe, and they ll be facing off in the Europa League semifinals. pic.twitter.com/Ei3Gab3g9t— Zach Lowy (@ZachLowy) April 18, 2024 Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni. Heimamenn í Marseille unnu leik kvöldsins 1-0 þökk sé marki þökk sé marki Faris Moumbagna. Þar sem Benfica vann fyrri leik liðanna 1-0 þurfti að framlengja og þar sem ekkert var skorað þar þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndist Marseille sterkari aðilinn en Benfica klúðraði tveimur af fimm spyrnum sínum, þar á meðal Ángel Di María en hann tók fyrstu spyrnu Benfica. Marseille mætir Atalanta í undanúrslitunum sem verða sýnd beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leverkusen neitar að tapa Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0. 18. apríl 2024 21:00 Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. 18. apríl 2024 21:05 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
De Rossi var ráðinn til bráðabirgða eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn fyrr á leiktíðinni. Í dag staðfesti Rómverjar að De Rossi mynda stýra liðinu áfram á næstu leiktíð. You don't need to speak Italian to understand Daniele De Rossi pic.twitter.com/vQZ6b9AQEA— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 18, 2024 Það virtist sem bæði De Rossi og leikmenn hans væri svífandi um á bleiku skýi eftir fréttir dagsins en liðið var komið 2-0 yfir gegn AC Milan eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Gianluca Mancini kom heimamönnum yfir þegar hann stýrði boltanum í netið eftir að skot Lorenzo Pellegrini hafði hafnað í stönginni. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Paulo Dybala forystuna eftir að skot Romelu Lukaku fór af varnarmanni og hrökk fyrir fætur Dybala. Þegar hálftími var liðinn misstu Rómverjar hins vegar mann af velli. Zeki Çelik sá brotlegi og Rómverjar manni færri það sem eftir lifði leiks. Rómverjar héldu út hálfleikinn og staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þrátt fyrir að vera manni fleiri þá tókst Mílanó-mönnum ekki að nýta sér liðsmuninn til að skapa nein alvöru tækifæri. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu leiks sem þeir komu boltanum loks í netið. Matteo Gabbia með markið eftir fyrirgjöf Rafael Leão. Nær komst AC Milan ekki, Roma vann leikinn 2-1 og einvígið þar með 3-1. Eru Rómverjar komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Bayer Leverkusen sem lagði West Ham United að velli í 8-liða úrslitum. It was less than 12 years ago that Xabi Alonso and Daniele De Rossi were starting against each other in the Euros Final.Today, they re managing two of the most in-form teams in Europe, and they ll be facing off in the Europa League semifinals. pic.twitter.com/Ei3Gab3g9t— Zach Lowy (@ZachLowy) April 18, 2024 Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni. Heimamenn í Marseille unnu leik kvöldsins 1-0 þökk sé marki þökk sé marki Faris Moumbagna. Þar sem Benfica vann fyrri leik liðanna 1-0 þurfti að framlengja og þar sem ekkert var skorað þar þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndist Marseille sterkari aðilinn en Benfica klúðraði tveimur af fimm spyrnum sínum, þar á meðal Ángel Di María en hann tók fyrstu spyrnu Benfica. Marseille mætir Atalanta í undanúrslitunum sem verða sýnd beint á rásum Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leverkusen neitar að tapa Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0. 18. apríl 2024 21:00 Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. 18. apríl 2024 21:05 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Leverkusen neitar að tapa Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0. 18. apríl 2024 21:00
Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. 18. apríl 2024 21:05