Rómverjar svífa um á bleiku skýi De Rossi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2024 22:01 Rómverjar fagna. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Daniele de Rossi hélt upp á nýjan samning sinn við Roma með því að leggja AC Milan að velli 2-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vann Roma einvígið samtals 3-1. Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni. De Rossi var ráðinn til bráðabirgða eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn fyrr á leiktíðinni. Í dag staðfesti Rómverjar að De Rossi mynda stýra liðinu áfram á næstu leiktíð. You don't need to speak Italian to understand Daniele De Rossi pic.twitter.com/vQZ6b9AQEA— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 18, 2024 Það virtist sem bæði De Rossi og leikmenn hans væri svífandi um á bleiku skýi eftir fréttir dagsins en liðið var komið 2-0 yfir gegn AC Milan eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Gianluca Mancini kom heimamönnum yfir þegar hann stýrði boltanum í netið eftir að skot Lorenzo Pellegrini hafði hafnað í stönginni. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Paulo Dybala forystuna eftir að skot Romelu Lukaku fór af varnarmanni og hrökk fyrir fætur Dybala. Þegar hálftími var liðinn misstu Rómverjar hins vegar mann af velli. Zeki Çelik sá brotlegi og Rómverjar manni færri það sem eftir lifði leiks. Rómverjar héldu út hálfleikinn og staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þrátt fyrir að vera manni fleiri þá tókst Mílanó-mönnum ekki að nýta sér liðsmuninn til að skapa nein alvöru tækifæri. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu leiks sem þeir komu boltanum loks í netið. Matteo Gabbia með markið eftir fyrirgjöf Rafael Leão. Nær komst AC Milan ekki, Roma vann leikinn 2-1 og einvígið þar með 3-1. Eru Rómverjar komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Bayer Leverkusen sem lagði West Ham United að velli í 8-liða úrslitum. It was less than 12 years ago that Xabi Alonso and Daniele De Rossi were starting against each other in the Euros Final.Today, they re managing two of the most in-form teams in Europe, and they ll be facing off in the Europa League semifinals. pic.twitter.com/Ei3Gab3g9t— Zach Lowy (@ZachLowy) April 18, 2024 Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni. Heimamenn í Marseille unnu leik kvöldsins 1-0 þökk sé marki þökk sé marki Faris Moumbagna. Þar sem Benfica vann fyrri leik liðanna 1-0 þurfti að framlengja og þar sem ekkert var skorað þar þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndist Marseille sterkari aðilinn en Benfica klúðraði tveimur af fimm spyrnum sínum, þar á meðal Ángel Di María en hann tók fyrstu spyrnu Benfica. Marseille mætir Atalanta í undanúrslitunum sem verða sýnd beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leverkusen neitar að tapa Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0. 18. apríl 2024 21:00 Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. 18. apríl 2024 21:05 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd Sjá meira
De Rossi var ráðinn til bráðabirgða eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn fyrr á leiktíðinni. Í dag staðfesti Rómverjar að De Rossi mynda stýra liðinu áfram á næstu leiktíð. You don't need to speak Italian to understand Daniele De Rossi pic.twitter.com/vQZ6b9AQEA— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 18, 2024 Það virtist sem bæði De Rossi og leikmenn hans væri svífandi um á bleiku skýi eftir fréttir dagsins en liðið var komið 2-0 yfir gegn AC Milan eftir rétt rúmar tuttugu mínútur. Gianluca Mancini kom heimamönnum yfir þegar hann stýrði boltanum í netið eftir að skot Lorenzo Pellegrini hafði hafnað í stönginni. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Paulo Dybala forystuna eftir að skot Romelu Lukaku fór af varnarmanni og hrökk fyrir fætur Dybala. Þegar hálftími var liðinn misstu Rómverjar hins vegar mann af velli. Zeki Çelik sá brotlegi og Rómverjar manni færri það sem eftir lifði leiks. Rómverjar héldu út hálfleikinn og staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Þrátt fyrir að vera manni fleiri þá tókst Mílanó-mönnum ekki að nýta sér liðsmuninn til að skapa nein alvöru tækifæri. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu leiks sem þeir komu boltanum loks í netið. Matteo Gabbia með markið eftir fyrirgjöf Rafael Leão. Nær komst AC Milan ekki, Roma vann leikinn 2-1 og einvígið þar með 3-1. Eru Rómverjar komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Bayer Leverkusen sem lagði West Ham United að velli í 8-liða úrslitum. It was less than 12 years ago that Xabi Alonso and Daniele De Rossi were starting against each other in the Euros Final.Today, they re managing two of the most in-form teams in Europe, and they ll be facing off in the Europa League semifinals. pic.twitter.com/Ei3Gab3g9t— Zach Lowy (@ZachLowy) April 18, 2024 Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni. Heimamenn í Marseille unnu leik kvöldsins 1-0 þökk sé marki þökk sé marki Faris Moumbagna. Þar sem Benfica vann fyrri leik liðanna 1-0 þurfti að framlengja og þar sem ekkert var skorað þar þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Þar reyndist Marseille sterkari aðilinn en Benfica klúðraði tveimur af fimm spyrnum sínum, þar á meðal Ángel Di María en hann tók fyrstu spyrnu Benfica. Marseille mætir Atalanta í undanúrslitunum sem verða sýnd beint á rásum Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leverkusen neitar að tapa Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0. 18. apríl 2024 21:00 Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. 18. apríl 2024 21:05 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd Sjá meira
Leverkusen neitar að tapa Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0. 18. apríl 2024 21:00
Liverpool úr leik þrátt fyrir sigur á Ítalíu Liverpool er úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir 1-0 útisigur á Atalanta í kvöld. Ítalirnir unnu fyrri leik liðanna á Anfield 3-0 og eru komnir í undanúrslit. 18. apríl 2024 21:05