„Ásdísi Rán, ekki spurning,“ svaraði Jón Gnarr.
„Nú ég hélt Jón að við ætluðum að skiptast á atkvæðum?“ sagði Baldur og uppskar hlátur frá Jóni. Baldur bætti þó við að hann væri að grínast.
„Ég er þó sannfærður um það að ég myndi kjósa rétt.“
Halla gaf öllu ítarlegra svar, án þess þó að gefa upp nafn.
„Ég verð að segja ykkur sögu þessu tengdu. Afi var hreppstjóri fyrir austan, aðeins austar en þú Baldur. Þar var alltaf mikið rætt um pólitík og síðan fóru allir inn að kjósa, og svo þurfti að innsigla atkvæðin. Hann sagði mér þessa sögu svo oft: Þegar það var verið að dreypa rauða vaxinu og innsigla hvert atkvæði. Það er auðvitað fegurð lýðræðisins. Þegar kemur að leikslokum, þegar þessari kosningabaráttu líkur, þá fær þjóðin að kjósa,“ sagði hún.
„Við erum að reyna að fá fólk til að taka þátt í lýðræðinu, máta sig við ólíka frambjóðendur, hvaða gildi sýn og áherslur það vill sjá. En vitandi það að þegar kemur að lokametrunum þá er það fólkið í landinu sem kýs.“
Það svarar samt ekki spurningunni. Hvern myndir þú kjósa?
„Jú það er akkúrat rúsínan í pylsuendanum, að við eigum þann rétt að fá að kjósa án þess að deila því með neinum öðrum. Þetta er í raun og veru einkamál hvers og eins að fá að taka þá afstöðu í friði,“ sagði Halla.