„Ef þetta er rautt, af hverju komast aðrir upp með að brjóta miklu oftar?“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. apríl 2024 22:59 Arnar gengur vonsvikinn frá Erlendi Eiríkssyni sem var nýbúinn að spjalda hann vísir / PAWEL Arnar Grétarsson hreifst að mörgu leyti af frammistöðu Vals, þrátt fyrir 1-0 tap gegn Stjörnunni. Hann var hins vegar alls ekki ánægður með dómarateymi leiksins. „Mér líður náttúrulega ekkert vel. En svona er fótboltinn stundum. Mér fannst við betra liðið nánast allan leikinn. Sköpum fín færi í stöðunni 11 á móti 11, Stjarnan skapar mjög lítið. Auðvitað breytist leikurinn við rauða spjaldið en mér fannst við samt helvíti flottir í seinni hálfleik. Heilt yfir, spilamennskan nokkuð góð en rosalegt að missa mann í fyrri hálfleik“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Bjarni Mark Duffield fékk tvö gul spjöld með mjög stuttu millibili. Seinna spjaldið fékk hann fyrir að tækla Örvar Eggertsson, sem sneri baki í hann á vallarhelmingi Stjörnunnar. Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, fékk svo beint rautt og var sendur af velli í seinni hálfleik. Arnar mótmælti spjöldunum ekki en sagði dómara leiksins ekki hafa sýnt samræmi. „Jájá, auðvitað þegar þú ert kominn með gult spjald, að renna sér í mann sem snýr baki í mark þitt. Við getum alveg sagt að það var ekki klókt. Ég held að hann hafi nú ekki farið í hann, mér finnst orðið rosalega mikið að menn henda sér niður og öskra, þá fá þeir [brotið dæmt]. Línan var ekki góð, ég er ekki að segja að þetta hafi ekki verið rautt spjald, en mér fannst aðrir komast upp með meira. Svo var farið að spjalda út um allt fyrir litlar sakir. Ég held að Bjarni hafi brotið af sér þrisvar og fær tvö gul. Emil Atlason brýtur af sér þrisvar sinnum og fær ekki spjald. Þetta er dýrt.“ Arnar fékk sjálfur gult spjald í hálfleik „Ég var bara að segja við Erlend í hálfleik að mér fannst bara ekki vera nein lína í þessu. Ef þetta er rautt, afhverju komast aðrir upp með að brjóta miklu oftar? Það var ekki samræmi í þessu. Haukur æsti sig yfir einhverjum hlutum en ég veit ekki með rautt spjald, stuttu áður æsir hinn bekkurinn sig á sama máta, hann spjaldar þá ekki. Aftur segi ég, ekki samræmi á milli og það er kannski það sem maður kallar eftir, samræmi í því sem dómararnir gera.“ Árangur Vals innan vallar hefur staðið á sér í upphafi tímabils. Það óttuðust margir sérfræðingar, sjálfskipaðir og aðrir, að ef hlutirnir færu illa af stað yrði gamanið fljótt að kárna. Hefur Arnar áhyggjur af því að stemningin innan liðsins súrni örlítið eftir tap og tvo leiki í röð án marks? „Ne-hei. Ekki miðað við þessa frammistöðu. Við erum að spila einum færri á móti Stjörnunni á þeirra heimavelli. Við erum með þá pinnaða niður nánast allan tímann, það mætti halda að við hefðum verið einum fleiri. Þannig að, tal um að súrna, nei. Flott frammistaða, en við erum ekki að uppskera eins og við sáum, en ef menn leggja sig svona fram þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ Valur mætir næst FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það fór illa fyrir Völsurum í fyrra þegar þeir duttu strax út gegn Grindavík. Býst Arnar við betri árangri í ár? „Ég er ekki Nostradamus. Þannig að ég vona að við vinnum þann leik, það er það eina sem skiptir máli“ sagði Arnar áður en hann bölvaði blaðamanni fyrir fáránlegar spurningar og kvaddi. Besta deild karla Valur Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
„Mér líður náttúrulega ekkert vel. En svona er fótboltinn stundum. Mér fannst við betra liðið nánast allan leikinn. Sköpum fín færi í stöðunni 11 á móti 11, Stjarnan skapar mjög lítið. Auðvitað breytist leikurinn við rauða spjaldið en mér fannst við samt helvíti flottir í seinni hálfleik. Heilt yfir, spilamennskan nokkuð góð en rosalegt að missa mann í fyrri hálfleik“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Bjarni Mark Duffield fékk tvö gul spjöld með mjög stuttu millibili. Seinna spjaldið fékk hann fyrir að tækla Örvar Eggertsson, sem sneri baki í hann á vallarhelmingi Stjörnunnar. Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, fékk svo beint rautt og var sendur af velli í seinni hálfleik. Arnar mótmælti spjöldunum ekki en sagði dómara leiksins ekki hafa sýnt samræmi. „Jájá, auðvitað þegar þú ert kominn með gult spjald, að renna sér í mann sem snýr baki í mark þitt. Við getum alveg sagt að það var ekki klókt. Ég held að hann hafi nú ekki farið í hann, mér finnst orðið rosalega mikið að menn henda sér niður og öskra, þá fá þeir [brotið dæmt]. Línan var ekki góð, ég er ekki að segja að þetta hafi ekki verið rautt spjald, en mér fannst aðrir komast upp með meira. Svo var farið að spjalda út um allt fyrir litlar sakir. Ég held að Bjarni hafi brotið af sér þrisvar og fær tvö gul. Emil Atlason brýtur af sér þrisvar sinnum og fær ekki spjald. Þetta er dýrt.“ Arnar fékk sjálfur gult spjald í hálfleik „Ég var bara að segja við Erlend í hálfleik að mér fannst bara ekki vera nein lína í þessu. Ef þetta er rautt, afhverju komast aðrir upp með að brjóta miklu oftar? Það var ekki samræmi í þessu. Haukur æsti sig yfir einhverjum hlutum en ég veit ekki með rautt spjald, stuttu áður æsir hinn bekkurinn sig á sama máta, hann spjaldar þá ekki. Aftur segi ég, ekki samræmi á milli og það er kannski það sem maður kallar eftir, samræmi í því sem dómararnir gera.“ Árangur Vals innan vallar hefur staðið á sér í upphafi tímabils. Það óttuðust margir sérfræðingar, sjálfskipaðir og aðrir, að ef hlutirnir færu illa af stað yrði gamanið fljótt að kárna. Hefur Arnar áhyggjur af því að stemningin innan liðsins súrni örlítið eftir tap og tvo leiki í röð án marks? „Ne-hei. Ekki miðað við þessa frammistöðu. Við erum að spila einum færri á móti Stjörnunni á þeirra heimavelli. Við erum með þá pinnaða niður nánast allan tímann, það mætti halda að við hefðum verið einum fleiri. Þannig að, tal um að súrna, nei. Flott frammistaða, en við erum ekki að uppskera eins og við sáum, en ef menn leggja sig svona fram þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ Valur mætir næst FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það fór illa fyrir Völsurum í fyrra þegar þeir duttu strax út gegn Grindavík. Býst Arnar við betri árangri í ár? „Ég er ekki Nostradamus. Þannig að ég vona að við vinnum þann leik, það er það eina sem skiptir máli“ sagði Arnar áður en hann bölvaði blaðamanni fyrir fáránlegar spurningar og kvaddi.
Besta deild karla Valur Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira