Blöskrar fordómafull ummæli um pabba sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2024 19:14 Álfrún lengst til hægri ásamt fjölskyldu Baldurs og Felix. Álfrún Perla Baldursdóttir, dóttir Baldurs Þórhallssonar forsetaframbjóðanda, segir að sér hafi blöskrað ummæli og almenn leiðindi byggð á fordómum í kosningabaráttunni. Þetta segir Áfrún í pistli á Facebook. Baldur er giftur Felix Bergssyni og yrði fyrsti þjóðkjörni samkynhneigði forsetinn nái hann kjöri. Álfrún vísar til þess þegar hún var á tónleikum í Háskólabíó í sjöunda bekk þegar einhver sagðist ekki nenna að hlusta á homma syngja. „Ég var að fara að snúa mér við þegar tvær vinkonur mínar voru fyrri til og sögðu pollrólegar - „Veistu hvað hommi er?“ Strákurinn var ekki með okkur í skóla og bjóst ekki við þessu. Hann fór alveg hjá sér og svaraði vandræðalega að hann vissi það sko alveg! Þær svöruðu þá um hæl, „og hvað er þá svona slæmt við það að hlusta á homma syngja?““ Álfrún segist frá því hún muni eftir sér hafa spurt þessarar spurningar á róló, á skólalóðinni og í Kringlunni. „Þegar ég byrjaði á þessu voru krakkarnir sem ég talaði við svo ungir að þeir vissu ekki einu sinni hvað hommi var og þess vegna varð þessi spurning til,“ segir Álfrún. „Þegar við vorum komnar í 7. bekk voru því sárafáir sem töluðu með þessum hætti í Vesturbæjarskóla og langt síðan ég hafði heyrt þetta síðast. Ég man svo vel eftir þessu augnabliki í Háskólabíó, ekki útaf því að mér blöskraði hvað strákurinn sagði, heldur út af því hvað ég var glöð að það voru fleiri farnir að grípa boltann.“ Í þessari kosningabáráttu hafi henni hins vegar blöskrað ansi oft yfir kommentum og almennum leiðindum byggðum á fordómum. Álfrún deilir ummælum Facebook-notenda sem birtir mynd af Baldri og Felix að kyssast, og hefur greinilega engan áhuga á því að sjá karlmenn kyssast. Fleiri grípi boltann „Við þennan mann langar mig að segja - hvað er svona slæmt við það að elska hvorn annan svona mikið? Ég vona innilega að fleiri leggi okkur lið, eins og vinkonur mínar gerðu fyrir nokkrum árum í Háskólabíói. Grípum boltann og leyfum ekki ljótum ummælum í fermingaveislum, á kassanum í Bónus eða á íþróttavellinum að lifa ósvöruðum.“ Hún segir fólk ekkert þurfa að ætla að kjóssa pabbana á Bessastaði til að taka þátt. „En við þurfum sýna þeim sem láta svona ummmæli falla að við búum í einu frjálslyndasta samfélagi heimsins. Þar sem það er í lagi að elska. Biðjum fólk að hlusta á málefnin og tala af virðingu - aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það eru ekki bara við fjölskyldan sem sjáum þetta, heldur heilt hinsegin samfélag og ungmenni um allt land.“ Forsetakosningar 2024 Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Baldur er giftur Felix Bergssyni og yrði fyrsti þjóðkjörni samkynhneigði forsetinn nái hann kjöri. Álfrún vísar til þess þegar hún var á tónleikum í Háskólabíó í sjöunda bekk þegar einhver sagðist ekki nenna að hlusta á homma syngja. „Ég var að fara að snúa mér við þegar tvær vinkonur mínar voru fyrri til og sögðu pollrólegar - „Veistu hvað hommi er?“ Strákurinn var ekki með okkur í skóla og bjóst ekki við þessu. Hann fór alveg hjá sér og svaraði vandræðalega að hann vissi það sko alveg! Þær svöruðu þá um hæl, „og hvað er þá svona slæmt við það að hlusta á homma syngja?““ Álfrún segist frá því hún muni eftir sér hafa spurt þessarar spurningar á róló, á skólalóðinni og í Kringlunni. „Þegar ég byrjaði á þessu voru krakkarnir sem ég talaði við svo ungir að þeir vissu ekki einu sinni hvað hommi var og þess vegna varð þessi spurning til,“ segir Álfrún. „Þegar við vorum komnar í 7. bekk voru því sárafáir sem töluðu með þessum hætti í Vesturbæjarskóla og langt síðan ég hafði heyrt þetta síðast. Ég man svo vel eftir þessu augnabliki í Háskólabíó, ekki útaf því að mér blöskraði hvað strákurinn sagði, heldur út af því hvað ég var glöð að það voru fleiri farnir að grípa boltann.“ Í þessari kosningabáráttu hafi henni hins vegar blöskrað ansi oft yfir kommentum og almennum leiðindum byggðum á fordómum. Álfrún deilir ummælum Facebook-notenda sem birtir mynd af Baldri og Felix að kyssast, og hefur greinilega engan áhuga á því að sjá karlmenn kyssast. Fleiri grípi boltann „Við þennan mann langar mig að segja - hvað er svona slæmt við það að elska hvorn annan svona mikið? Ég vona innilega að fleiri leggi okkur lið, eins og vinkonur mínar gerðu fyrir nokkrum árum í Háskólabíói. Grípum boltann og leyfum ekki ljótum ummælum í fermingaveislum, á kassanum í Bónus eða á íþróttavellinum að lifa ósvöruðum.“ Hún segir fólk ekkert þurfa að ætla að kjóssa pabbana á Bessastaði til að taka þátt. „En við þurfum sýna þeim sem láta svona ummmæli falla að við búum í einu frjálslyndasta samfélagi heimsins. Þar sem það er í lagi að elska. Biðjum fólk að hlusta á málefnin og tala af virðingu - aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það eru ekki bara við fjölskyldan sem sjáum þetta, heldur heilt hinsegin samfélag og ungmenni um allt land.“
Forsetakosningar 2024 Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira