„Björninn er ekki unninn þó við séum komnir með sex stig“ Hinrik Wöhler skrifar 20. apríl 2024 19:19 Rúnar Kristinsson (til hægri) á hliðarlínunni í leik dagsins. vísir / anton brink Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, sigraði sína gömlu lærisveina í KR á AVIS-vellinum í dag. Leikurinn var hluti af þriðju umferð Bestu deildar karla og þrátt fyrir afar haustlegar aðstæður í Laugardal þá var létt yfir Rúnari eftir leik. „Tilfinningin er stórkostleg, það er ekkert skemmtilegra en að vinna fótboltaleiki og það breytir engu við hverja maður er að spila,“ sagði Rúnar skömmu eftir leik. Rúnar lék og þjálfaði KR um árabil og var þetta í fyrsta skiptið sem hann stýrir liði á móti KR á Íslandsmóti. Er tilfinningin öðruvísi að sigra sitt gamla félag? „Jú, kannski einhvers staðar innst inni en ég er náttúrulega bara í vinnu hjá Fram. Mitt líf snýst um að halda starfinu og gera vel, vinna fótboltaleiki og styðja við allt starfið hjá Fram. Við höfum stórkostlega áhorfendur sem koma í dag og studdu okkur. Hverfið er búið að flykkjast á bak við okkur og við erum bara reyna að svara kallinu og standa okkur. Strákarnir eru búnir að leggja inn ofboðslega vinnu og það sást í síðasta leik á móti Víkingum sem við fengum ekkert út úr. Aftur í dag á móti KR erum við mjög öflugir þegar við nennum því og menn nenna að hlaupa,“ sagði Rúnar en hann tók við þjálfun Fram fyrir þetta tímabil. „Hvorki KR né Víkingar hafa náð opna okkur“ Rúnar kemur með nýjar áherslur í Úlfarsárdalinn og virðist hafa náð að skapa sterka liðsheild meðal leikmanna sinna en liðið hefur sigrað tvo leiki í fyrstu þremur umferðunum. „Við erum að reyna skapa trú á verkefnið og menn trúa því að þetta sé hægt í þessu leikkerfi. Þetta getur verið sókndjarft kerfi þegar við vinnum boltann en líka varnarsinnað þegar við erum ekki með hann. Hvorki KR né Víkingar hafa náð opna okkur að einhverju ráði í síðustu tveimur leikjum og við vonandi getum haldið því áfram.“ „Við viljum passa boltann aðeins betur þegar við getum, það sást í fyrstu sóknunum og fyrsta hálftímann þá vorum við frábærir. Héldum boltanum vel og létum KR-inga hlaupa. Þegar þeir fengu hann þá féllum við vel niður og vörðumst þar. Síðasta korterið í fyrri hálfleik og stóran hluta í seinni þá eru veðuraðstæður þannig að það er erfitt að setja boltann niður og við erum undir mikilli pressu að halda markinu hreinu og knýja fram sigur sem tókst. Við áttum ágætis upphlaup og mögulega að bæta í,“ sagði Rúnar. Hafa aðeins fengið eitt mark á sig Ólíkt síðasta tímabili þá er varnarleikur Fram afar skipulagður og gefur fá færi á sér en liðið er aðeins búið að fá á sig eitt mark á tímabilinu. „Við erum búnir að fá okkur eitt mark í fyrstu þremur leikjum og halda tvisvar sinnum hreinu sem Fram tókst aðeins einu sinni allt síðasta keppnistímabil. Þannig við erum að vinna í þessum hlutum og erum að reyna laga það og vonandi getum haldið áfram að gera það. Björninn er ekki unninn þó við séum komnir með sex stig og halda tvisvar hreinu, við þurfum að halda áfram og mótið er mjög langt og strangt.“ Fram hefur verið að spila á ungum leikmönnum og var markaskorari leiksins í dag, Freyr Sigurðsson, aðeins átján ára gamall. „Við eigum eftir að fá leikmenn inn, Hlyn Magnússon og Brynjar Gauta. Ungu strákarnir eru að standa sig, setja pressu á mig og eldri strákana sem eru inn á. Eins og í dag, þá var aldrei spurning að leyfa Frey að spila sem er búinn að vera frábær í vetur og hæfileikaríkur strákur, það er bara glæsilegt afrek að skora sigurmarkið,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla Fram Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
„Tilfinningin er stórkostleg, það er ekkert skemmtilegra en að vinna fótboltaleiki og það breytir engu við hverja maður er að spila,“ sagði Rúnar skömmu eftir leik. Rúnar lék og þjálfaði KR um árabil og var þetta í fyrsta skiptið sem hann stýrir liði á móti KR á Íslandsmóti. Er tilfinningin öðruvísi að sigra sitt gamla félag? „Jú, kannski einhvers staðar innst inni en ég er náttúrulega bara í vinnu hjá Fram. Mitt líf snýst um að halda starfinu og gera vel, vinna fótboltaleiki og styðja við allt starfið hjá Fram. Við höfum stórkostlega áhorfendur sem koma í dag og studdu okkur. Hverfið er búið að flykkjast á bak við okkur og við erum bara reyna að svara kallinu og standa okkur. Strákarnir eru búnir að leggja inn ofboðslega vinnu og það sást í síðasta leik á móti Víkingum sem við fengum ekkert út úr. Aftur í dag á móti KR erum við mjög öflugir þegar við nennum því og menn nenna að hlaupa,“ sagði Rúnar en hann tók við þjálfun Fram fyrir þetta tímabil. „Hvorki KR né Víkingar hafa náð opna okkur“ Rúnar kemur með nýjar áherslur í Úlfarsárdalinn og virðist hafa náð að skapa sterka liðsheild meðal leikmanna sinna en liðið hefur sigrað tvo leiki í fyrstu þremur umferðunum. „Við erum að reyna skapa trú á verkefnið og menn trúa því að þetta sé hægt í þessu leikkerfi. Þetta getur verið sókndjarft kerfi þegar við vinnum boltann en líka varnarsinnað þegar við erum ekki með hann. Hvorki KR né Víkingar hafa náð opna okkur að einhverju ráði í síðustu tveimur leikjum og við vonandi getum haldið því áfram.“ „Við viljum passa boltann aðeins betur þegar við getum, það sást í fyrstu sóknunum og fyrsta hálftímann þá vorum við frábærir. Héldum boltanum vel og létum KR-inga hlaupa. Þegar þeir fengu hann þá féllum við vel niður og vörðumst þar. Síðasta korterið í fyrri hálfleik og stóran hluta í seinni þá eru veðuraðstæður þannig að það er erfitt að setja boltann niður og við erum undir mikilli pressu að halda markinu hreinu og knýja fram sigur sem tókst. Við áttum ágætis upphlaup og mögulega að bæta í,“ sagði Rúnar. Hafa aðeins fengið eitt mark á sig Ólíkt síðasta tímabili þá er varnarleikur Fram afar skipulagður og gefur fá færi á sér en liðið er aðeins búið að fá á sig eitt mark á tímabilinu. „Við erum búnir að fá okkur eitt mark í fyrstu þremur leikjum og halda tvisvar sinnum hreinu sem Fram tókst aðeins einu sinni allt síðasta keppnistímabil. Þannig við erum að vinna í þessum hlutum og erum að reyna laga það og vonandi getum haldið áfram að gera það. Björninn er ekki unninn þó við séum komnir með sex stig og halda tvisvar hreinu, við þurfum að halda áfram og mótið er mjög langt og strangt.“ Fram hefur verið að spila á ungum leikmönnum og var markaskorari leiksins í dag, Freyr Sigurðsson, aðeins átján ára gamall. „Við eigum eftir að fá leikmenn inn, Hlyn Magnússon og Brynjar Gauta. Ungu strákarnir eru að standa sig, setja pressu á mig og eldri strákana sem eru inn á. Eins og í dag, þá var aldrei spurning að leyfa Frey að spila sem er búinn að vera frábær í vetur og hæfileikaríkur strákur, það er bara glæsilegt afrek að skora sigurmarkið,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla Fram Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira