Frá þessu var greint á Facebook síðu keppninnar. Þar kemur fram að Krista Sól Guðjónsdóttir, stuðningskona liðs MA, hafi verið titluð ræðumaður Íslands að þessu sinni.
Umræðuefni kvöldsins var „Ísland í NATÓ“, Flensborgarskólinn mælti með og Menntaskólinn á Akureyri á móti. Sá síðarnefndi hafði betur.

Ræðumenn MA voru Benjamín Þorri Bergsson frummælandi, Heiðrún Hafdal Björgvinsdóttir meðmælandi og Krista Sól Guðjónsdóttir stuðningsmaður. Reynir Þór Jóhannsson var liðstjóri. Þórhallur Arnórsson og Sjöfn Hulda Jónsdóttir skipuðu einnig liðið sem svokallaðir „liðsmenn í sal“.
