Þegar enginn heldur utan um þig Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 22. apríl 2024 13:00 Í réttnefndu velferðarsamfélagi þurfa stjórnmálaflokkar að sameinast um að tryggja velferð alls fólks sem í samfélaginu býr. Á undanförnum áratug hafa hagsmunir landsmanna ekki verið valdhöfum ofarlega í huga. Myndun nýrrar ríkisstjórnar sýnir svo ekki er um að villast að okkar ágætu stjórnarþingmönnum finnst þeir ekki þurfa að hlusta á gagnrýni almennings. Ríkisstjórnin er einkapartý sjálfskipaðra sem almenningur hefur engan aðgang að. Almannavarnir og viðbragðsaðilar þeim tengdir njóta ekki skilyrðislauss stuðnings fyrirgreiðslu stjórnvalda þrátt fyrir að augljóst sé að íslensk náttúra í allri sinni dýrð er ósjaldan okkar ófyrirsjáanlegasti ofjarl. Opinber þjónusta hjá ríki og bæ hefur verið skert. Símatími frá 9 -11 og alltaf á tali. Íslenskt heilbrigðiskerfi er nú vart svipur hjá sjón, einkavæðing hluta hennar mismunar, yfirkeyrt starfsfólk fær ekki áheyrn, biðlistar lengjast. Fólk þarf að reiða fram meira fé sjálft og úrræðum hefur fækkað. Aldraðir og öryrkjar hafa lítt verið virtir og endurtekið mætt sem afgangsstærð eða hreinlega hunsaðir. Húsnæðismarkaðurinn er ómanneskjulegur enda rekinn af því kalda, hugsjónalausa markmiði einu að græða á öðrum. Bankarnir lána svo aðeins þeim er markaðinum stýra, en ekki þeim sem vilja eignast heimili. Ungu fólki er nánast gert ókleift að eignast nokkuð nema þau eigi ríka að, ellegar verða þau hlunnfarin af bröskurum. Skólum hrakar. Kennurum og nemendum líður illa. Almenningur er vanræktur og svikinn um þá þjónustu sem skattar þeirra eiga með réttu að standa undir. Ef samfélagið sýnir borgurum sínum ekki væntumþykju með sjálfsagðri þjónustu þá er samfélagið að vanrækja skyldur sínar. Vanræksla veldur öryggisleysi og kvíða. Vanræksla veldur því líka að fólk verður sínkara á sjálft sig og framlag sitt til samfélagsins. „Afhverju á ég að gera eitthvað fyrir samfélagið, þegar samfélagið bregst mér?“ Af langvarandi vanrækslu verður fólk vonlaust, hrætt og reitt. En hvert á hin réttláta reiði að beinast? Því sökudólginn verður að finna um leið og þrótturinn til að verjast þverr. Ef stjórnvöld yppa öxlum og ansa ekki kalli almennings þá eykst niðurlæging enn frekar og reiðin magnast. Reiðin beinist þá gegn þeim sem næstir standa og líða einnig fyrir, harka færist í opinbera umræðu, minnihlutahópar og útlendingar verða skyndilegir andstæðingar. Hver vill trúa því að okkar þjóðkjörna fólk sé í raun gerendur í þessarri stigmagnandi óeiningu? Ójöfnuðarsamfélag sem ekki heldur utan um sitt fólk býr til kjöraðstæður fyrir svokallaða skautun eða sundrungu fólks í milli. Þetta er heimatilbúið vandamál. Stjórnvöld hafa vísvitandi valdið sundrungu hópa með því að hola að innan velferðarkerfið og sá illgresisfræjum í hjörtu Íslendinga. Þjóðin á betra skilið. Höfundur er leikkona og í forsetaframboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Skoðun: Forsetakosningar 2024 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í réttnefndu velferðarsamfélagi þurfa stjórnmálaflokkar að sameinast um að tryggja velferð alls fólks sem í samfélaginu býr. Á undanförnum áratug hafa hagsmunir landsmanna ekki verið valdhöfum ofarlega í huga. Myndun nýrrar ríkisstjórnar sýnir svo ekki er um að villast að okkar ágætu stjórnarþingmönnum finnst þeir ekki þurfa að hlusta á gagnrýni almennings. Ríkisstjórnin er einkapartý sjálfskipaðra sem almenningur hefur engan aðgang að. Almannavarnir og viðbragðsaðilar þeim tengdir njóta ekki skilyrðislauss stuðnings fyrirgreiðslu stjórnvalda þrátt fyrir að augljóst sé að íslensk náttúra í allri sinni dýrð er ósjaldan okkar ófyrirsjáanlegasti ofjarl. Opinber þjónusta hjá ríki og bæ hefur verið skert. Símatími frá 9 -11 og alltaf á tali. Íslenskt heilbrigðiskerfi er nú vart svipur hjá sjón, einkavæðing hluta hennar mismunar, yfirkeyrt starfsfólk fær ekki áheyrn, biðlistar lengjast. Fólk þarf að reiða fram meira fé sjálft og úrræðum hefur fækkað. Aldraðir og öryrkjar hafa lítt verið virtir og endurtekið mætt sem afgangsstærð eða hreinlega hunsaðir. Húsnæðismarkaðurinn er ómanneskjulegur enda rekinn af því kalda, hugsjónalausa markmiði einu að græða á öðrum. Bankarnir lána svo aðeins þeim er markaðinum stýra, en ekki þeim sem vilja eignast heimili. Ungu fólki er nánast gert ókleift að eignast nokkuð nema þau eigi ríka að, ellegar verða þau hlunnfarin af bröskurum. Skólum hrakar. Kennurum og nemendum líður illa. Almenningur er vanræktur og svikinn um þá þjónustu sem skattar þeirra eiga með réttu að standa undir. Ef samfélagið sýnir borgurum sínum ekki væntumþykju með sjálfsagðri þjónustu þá er samfélagið að vanrækja skyldur sínar. Vanræksla veldur öryggisleysi og kvíða. Vanræksla veldur því líka að fólk verður sínkara á sjálft sig og framlag sitt til samfélagsins. „Afhverju á ég að gera eitthvað fyrir samfélagið, þegar samfélagið bregst mér?“ Af langvarandi vanrækslu verður fólk vonlaust, hrætt og reitt. En hvert á hin réttláta reiði að beinast? Því sökudólginn verður að finna um leið og þrótturinn til að verjast þverr. Ef stjórnvöld yppa öxlum og ansa ekki kalli almennings þá eykst niðurlæging enn frekar og reiðin magnast. Reiðin beinist þá gegn þeim sem næstir standa og líða einnig fyrir, harka færist í opinbera umræðu, minnihlutahópar og útlendingar verða skyndilegir andstæðingar. Hver vill trúa því að okkar þjóðkjörna fólk sé í raun gerendur í þessarri stigmagnandi óeiningu? Ójöfnuðarsamfélag sem ekki heldur utan um sitt fólk býr til kjöraðstæður fyrir svokallaða skautun eða sundrungu fólks í milli. Þetta er heimatilbúið vandamál. Stjórnvöld hafa vísvitandi valdið sundrungu hópa með því að hola að innan velferðarkerfið og sá illgresisfræjum í hjörtu Íslendinga. Þjóðin á betra skilið. Höfundur er leikkona og í forsetaframboði.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun