Stundum með ljótum skilnaði.
Alltaf í það minnsta erfiðum.
En hverjar ætlu séu þessar algengustu gryfjur að forðast? Ætli það séu einhverjar keimlíkar ástæður sem skýra oftast út, hvers vegna hjónabönd eða parsambönd ganga ekki upp?
Jú, samkvæmt vefsíðunni EverydayHealth eru það sérstaklega sjö hættulegar gryfjur sem öll pör ættu að forðast eins og heitan eldinn.
Því annars getur farið illa.
Þessar sjö hættulegu gryfjur eru:
- Léleg, lítið eða nánast engin samskipti
- Einhver utanaðkomandi, eða einhverjir, hafa of mikil áhrif á parsambandið (mjög oft vinir eða vandamenn/fjölskylda)
- Fíknivandi sem ekki er tekið á
- Það vantar nánd í sambandið, kynlíf, snerting
- Peningar, fjárhagur. Að tala ekki saman um peningamálin eða að vera ekki sammála
- Þið þroskist frá hvort öðru (vegna þess að sambandið hefur ekki verið ræktað)
- Þið leitið ekki aðstoðar fyrir sambandið, til dæmis hjá pararáðgjafa eða sálfræðingi.