Flugfreyjuhattar Icelandair frá tískurisanum Balenciaga fá nýtt líf Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. apríl 2024 09:01 Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í fyrra og hefur sá gamli nú fengið nýtt framhaldslíf. Icelandair Einkennisfatnaður Icelandair hefur flogið út um allan heim. Hann hefur þjónað hlutverki sínu til fjölda ára og tekið á móti milljónum farþega um borð. Í fyrra var nýr einkennisfatnaður tekinn í notkun og sá gamli, sem hannaður var af Steinunni Sigurðardóttur, heldur nú ferðalagi sínu áfram í annarri mynd. Hönnunarfyrirtækið Stúdíó Flétta og Icelandair sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og gefa flíkunum framhaldslíf meðal annars í formi bum bag-tösku. Hluti hattanna eru framleiddir af tískurisanum Balenciaga. Nýleg slæða, eftir hönnuðinn Helgu, og flugfreyjuhattur nú sem taska.Icelandair Stúdíó Flétta er í eigu Birtu Rósar Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur og leggja þær sérstaka áherslu á endurnýtingu efna, staðbundna framleiðslu og ábyrga hönnun í verkum sínum. Hér má sjá nýtingu á ermi af flugstjórajakka,flugstjóra-nælu,bindi og krullur af flugfreyjukjól.Icelandair Endurnýting og sjálfbærni Snúningur er sýning um möguleika á endurnýtingu sem stuðlar að sjálfbærni og er samstarfsverkefni Stúdíó Fléttu og Icelandair. „Í stað þess að farga honum, ætlum við að senda hann í aðra hringferð um heiminn, í nýju formi og með nýtt hlutverk. Endurnýting og sjálfbærni er mikilvægur þáttur í daglegri starfsemi Icelandair. Okkur þykir dýrmætt að eldri einkennisfatnaður rati rétta leið og að honum verði komið í uppbyggilegan endurvinnslufarveg í stað þess að verða að textílúrgangi. Við erum alltaf að leita leiða til þess að auka sjálfbærni í starfseminni og tökum virkan þátt í að stuðla að aukinni nýtingu þeirra hráefna sem falla til.“ segir í fréttatilkynningu frá Icelandair. Eldri einkennisfatnaður Icelandair samanstendur af alls kyns efnum sem Birta og Hrefna nýttu á skemmtilegan og fjölbreytan máta. Þar má nefna rennilása, hnappa, beltissylgjur, leðurólar, hattar, klúta, pífur og kraga. Klippa: Balenciaga flugfreyjuhattar Icelandair fá nýtt líf Icelandair Icelandair Hér má sjá endurnýtingu á flugfreyjakjól og belti.Icelandair Icelandair Icelandair Icelandair Nánar um sköpunarkraftinn á Íslandi og dagskrána fyrir HönnunarMars 2024 er að finna á vefsíðu HönnunarMars. Icelandair HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. 1. nóvember 2023 20:50 Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Hönnunarfyrirtækið Stúdíó Flétta og Icelandair sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og gefa flíkunum framhaldslíf meðal annars í formi bum bag-tösku. Hluti hattanna eru framleiddir af tískurisanum Balenciaga. Nýleg slæða, eftir hönnuðinn Helgu, og flugfreyjuhattur nú sem taska.Icelandair Stúdíó Flétta er í eigu Birtu Rósar Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur og leggja þær sérstaka áherslu á endurnýtingu efna, staðbundna framleiðslu og ábyrga hönnun í verkum sínum. Hér má sjá nýtingu á ermi af flugstjórajakka,flugstjóra-nælu,bindi og krullur af flugfreyjukjól.Icelandair Endurnýting og sjálfbærni Snúningur er sýning um möguleika á endurnýtingu sem stuðlar að sjálfbærni og er samstarfsverkefni Stúdíó Fléttu og Icelandair. „Í stað þess að farga honum, ætlum við að senda hann í aðra hringferð um heiminn, í nýju formi og með nýtt hlutverk. Endurnýting og sjálfbærni er mikilvægur þáttur í daglegri starfsemi Icelandair. Okkur þykir dýrmætt að eldri einkennisfatnaður rati rétta leið og að honum verði komið í uppbyggilegan endurvinnslufarveg í stað þess að verða að textílúrgangi. Við erum alltaf að leita leiða til þess að auka sjálfbærni í starfseminni og tökum virkan þátt í að stuðla að aukinni nýtingu þeirra hráefna sem falla til.“ segir í fréttatilkynningu frá Icelandair. Eldri einkennisfatnaður Icelandair samanstendur af alls kyns efnum sem Birta og Hrefna nýttu á skemmtilegan og fjölbreytan máta. Þar má nefna rennilása, hnappa, beltissylgjur, leðurólar, hattar, klúta, pífur og kraga. Klippa: Balenciaga flugfreyjuhattar Icelandair fá nýtt líf Icelandair Icelandair Hér má sjá endurnýtingu á flugfreyjakjól og belti.Icelandair Icelandair Icelandair Icelandair Nánar um sköpunarkraftinn á Íslandi og dagskrána fyrir HönnunarMars 2024 er að finna á vefsíðu HönnunarMars.
Icelandair HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. 1. nóvember 2023 20:50 Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Icelandair frumsýnir nýjan einkennisfatnað Flugfélagið Icelandair tók nýjan einkennisfatnað í notkun í dag. Breytingin er í takt við samfélagslegar breytingar og liðkaðar reglur félagsins sem voru kynntar árið 2019. Fólk getur valið hvernig það klæðist óháð kyni. 1. nóvember 2023 20:50