Vinsældir Duplantis í Kína eins og Taylor Swift sé mætt á svæðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 11:31 Armand Duplantis setti nýtt heimsmet í Xiamen þegar hann stökk yfir 6,25 metra. Getty/DI YIN Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis setti nýtt heimsmet á Demantamóti í Kína um helgina og það er óhætt að segja að Kínverjar séu hrifnir af sænsku stjörnunni. Sá sænski þurfti að lauma sér inn á hótelið í Xiamen eftir að hann fór yfir 6.25 metra og bætti sitt eigið heimsmet. „Það voru hundruð manns sem vildi fá eiginhandaráritun og þau biðu öll fyrir utan hótelið. Við þurftum því að fara inn í gegnum bílskúrinn til að komast inn,“ sagði Daniel Wessfeldt við Aftonbladet en hann er umboðsmaður Duplantis sem Svíar kalla Mondo. Nú er Duplantis kominn til Sjanghaí þar sem annað Demantamót er fram undan. Það er Mondo Duplantis æði í Kína.Sportbladet Kínverjar hafa loksins opnað aftur dyrnar fyrir alþjóðlegum íþróttum. Formúla 1 fór fram í Kína um helgina og frjálsarnar eru líka mættar. Það eykur enn áhugann á erlendu stórstjörnunum. „Það hefur verið mikill áhugi í mörg ár að fá Mondo til að keppa í Kína. Hann mætir síðan og setur nýtt heimsmet. Hann hefur því fengið gríðarlega athygli,“ sagði Wessfeldt. „Hann er búinn að vera á öllum sjónvarpsstöðvum, í öllum blöðum og út um alla samfélagsmiðla eins og TikTok. Þetta er eins og gróðureldur sem enginn ræður við og ekki síst eftir að heimsmetið féll. Enginn hafði stokkið yfir sex metra áður í Kína,“ sagði Wessfeldt. Blaðamaðurinn líkti þessu við heimsför ABBA á áttunda áratugnum en umboðsmaðurinn notar vinsælustu tónlistarkonu heims sem dæmi. „Nú er nánast eins og Taylor Swift sé í heimsókn þegar við komum aftur á hótelið í Xiamen. Það er klikkun hvað þetta stækkaði fljótt,“ sagði Wessfeldt. Umboðsmaðurinn útilokar ekki annað heimsmet í seinna Demantamótinu í Kína. „Það er ekki ómögulega og ekki síst eftir hvað hann gerði síðast. Þetta fer mikið eftir veðrinu. Í Xiamen rigndi fyrir keppni en ekki á meðan keppninni stóð. Það var 25 stiga hiti og enginn vindur. Þetta voru því nánast fullkomnar aðstæður,“ sagði Wessfeldt. Duplantis var mældur fimm sentimetra yfir slánni í heimsmetstökkinu sem þýðir að hann á eitthvað inni enn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira
Sá sænski þurfti að lauma sér inn á hótelið í Xiamen eftir að hann fór yfir 6.25 metra og bætti sitt eigið heimsmet. „Það voru hundruð manns sem vildi fá eiginhandaráritun og þau biðu öll fyrir utan hótelið. Við þurftum því að fara inn í gegnum bílskúrinn til að komast inn,“ sagði Daniel Wessfeldt við Aftonbladet en hann er umboðsmaður Duplantis sem Svíar kalla Mondo. Nú er Duplantis kominn til Sjanghaí þar sem annað Demantamót er fram undan. Það er Mondo Duplantis æði í Kína.Sportbladet Kínverjar hafa loksins opnað aftur dyrnar fyrir alþjóðlegum íþróttum. Formúla 1 fór fram í Kína um helgina og frjálsarnar eru líka mættar. Það eykur enn áhugann á erlendu stórstjörnunum. „Það hefur verið mikill áhugi í mörg ár að fá Mondo til að keppa í Kína. Hann mætir síðan og setur nýtt heimsmet. Hann hefur því fengið gríðarlega athygli,“ sagði Wessfeldt. „Hann er búinn að vera á öllum sjónvarpsstöðvum, í öllum blöðum og út um alla samfélagsmiðla eins og TikTok. Þetta er eins og gróðureldur sem enginn ræður við og ekki síst eftir að heimsmetið féll. Enginn hafði stokkið yfir sex metra áður í Kína,“ sagði Wessfeldt. Blaðamaðurinn líkti þessu við heimsför ABBA á áttunda áratugnum en umboðsmaðurinn notar vinsælustu tónlistarkonu heims sem dæmi. „Nú er nánast eins og Taylor Swift sé í heimsókn þegar við komum aftur á hótelið í Xiamen. Það er klikkun hvað þetta stækkaði fljótt,“ sagði Wessfeldt. Umboðsmaðurinn útilokar ekki annað heimsmet í seinna Demantamótinu í Kína. „Það er ekki ómögulega og ekki síst eftir hvað hann gerði síðast. Þetta fer mikið eftir veðrinu. Í Xiamen rigndi fyrir keppni en ekki á meðan keppninni stóð. Það var 25 stiga hiti og enginn vindur. Þetta voru því nánast fullkomnar aðstæður,“ sagði Wessfeldt. Duplantis var mældur fimm sentimetra yfir slánni í heimsmetstökkinu sem þýðir að hann á eitthvað inni enn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira