Vinsældir Duplantis í Kína eins og Taylor Swift sé mætt á svæðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 11:31 Armand Duplantis setti nýtt heimsmet í Xiamen þegar hann stökk yfir 6,25 metra. Getty/DI YIN Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis setti nýtt heimsmet á Demantamóti í Kína um helgina og það er óhætt að segja að Kínverjar séu hrifnir af sænsku stjörnunni. Sá sænski þurfti að lauma sér inn á hótelið í Xiamen eftir að hann fór yfir 6.25 metra og bætti sitt eigið heimsmet. „Það voru hundruð manns sem vildi fá eiginhandaráritun og þau biðu öll fyrir utan hótelið. Við þurftum því að fara inn í gegnum bílskúrinn til að komast inn,“ sagði Daniel Wessfeldt við Aftonbladet en hann er umboðsmaður Duplantis sem Svíar kalla Mondo. Nú er Duplantis kominn til Sjanghaí þar sem annað Demantamót er fram undan. Það er Mondo Duplantis æði í Kína.Sportbladet Kínverjar hafa loksins opnað aftur dyrnar fyrir alþjóðlegum íþróttum. Formúla 1 fór fram í Kína um helgina og frjálsarnar eru líka mættar. Það eykur enn áhugann á erlendu stórstjörnunum. „Það hefur verið mikill áhugi í mörg ár að fá Mondo til að keppa í Kína. Hann mætir síðan og setur nýtt heimsmet. Hann hefur því fengið gríðarlega athygli,“ sagði Wessfeldt. „Hann er búinn að vera á öllum sjónvarpsstöðvum, í öllum blöðum og út um alla samfélagsmiðla eins og TikTok. Þetta er eins og gróðureldur sem enginn ræður við og ekki síst eftir að heimsmetið féll. Enginn hafði stokkið yfir sex metra áður í Kína,“ sagði Wessfeldt. Blaðamaðurinn líkti þessu við heimsför ABBA á áttunda áratugnum en umboðsmaðurinn notar vinsælustu tónlistarkonu heims sem dæmi. „Nú er nánast eins og Taylor Swift sé í heimsókn þegar við komum aftur á hótelið í Xiamen. Það er klikkun hvað þetta stækkaði fljótt,“ sagði Wessfeldt. Umboðsmaðurinn útilokar ekki annað heimsmet í seinna Demantamótinu í Kína. „Það er ekki ómögulega og ekki síst eftir hvað hann gerði síðast. Þetta fer mikið eftir veðrinu. Í Xiamen rigndi fyrir keppni en ekki á meðan keppninni stóð. Það var 25 stiga hiti og enginn vindur. Þetta voru því nánast fullkomnar aðstæður,“ sagði Wessfeldt. Duplantis var mældur fimm sentimetra yfir slánni í heimsmetstökkinu sem þýðir að hann á eitthvað inni enn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Sá sænski þurfti að lauma sér inn á hótelið í Xiamen eftir að hann fór yfir 6.25 metra og bætti sitt eigið heimsmet. „Það voru hundruð manns sem vildi fá eiginhandaráritun og þau biðu öll fyrir utan hótelið. Við þurftum því að fara inn í gegnum bílskúrinn til að komast inn,“ sagði Daniel Wessfeldt við Aftonbladet en hann er umboðsmaður Duplantis sem Svíar kalla Mondo. Nú er Duplantis kominn til Sjanghaí þar sem annað Demantamót er fram undan. Það er Mondo Duplantis æði í Kína.Sportbladet Kínverjar hafa loksins opnað aftur dyrnar fyrir alþjóðlegum íþróttum. Formúla 1 fór fram í Kína um helgina og frjálsarnar eru líka mættar. Það eykur enn áhugann á erlendu stórstjörnunum. „Það hefur verið mikill áhugi í mörg ár að fá Mondo til að keppa í Kína. Hann mætir síðan og setur nýtt heimsmet. Hann hefur því fengið gríðarlega athygli,“ sagði Wessfeldt. „Hann er búinn að vera á öllum sjónvarpsstöðvum, í öllum blöðum og út um alla samfélagsmiðla eins og TikTok. Þetta er eins og gróðureldur sem enginn ræður við og ekki síst eftir að heimsmetið féll. Enginn hafði stokkið yfir sex metra áður í Kína,“ sagði Wessfeldt. Blaðamaðurinn líkti þessu við heimsför ABBA á áttunda áratugnum en umboðsmaðurinn notar vinsælustu tónlistarkonu heims sem dæmi. „Nú er nánast eins og Taylor Swift sé í heimsókn þegar við komum aftur á hótelið í Xiamen. Það er klikkun hvað þetta stækkaði fljótt,“ sagði Wessfeldt. Umboðsmaðurinn útilokar ekki annað heimsmet í seinna Demantamótinu í Kína. „Það er ekki ómögulega og ekki síst eftir hvað hann gerði síðast. Þetta fer mikið eftir veðrinu. Í Xiamen rigndi fyrir keppni en ekki á meðan keppninni stóð. Það var 25 stiga hiti og enginn vindur. Þetta voru því nánast fullkomnar aðstæður,“ sagði Wessfeldt. Duplantis var mældur fimm sentimetra yfir slánni í heimsmetstökkinu sem þýðir að hann á eitthvað inni enn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira