Infantino: Stórkostlegt að hitta Þorvald Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 11:00 Það fór mjög vel á með Þorvaldi Örlygssyni og Gianni Infantino í París. KSÍ Þorvaldur Örlygsson, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, átti sinn fyrsta fund með Gianni Infantino, forseta FIFA, í París á þriðjudag. Alþjóða knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Íslands sögð bæði frá fundinum á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að þeir félagar hafi meðal annars rætt A landslið karla og kvenna og umsókn KSÍ um að taka þátt í Talent Development Scheme. Með Talent Development Scheme vill FIFA hjálpa aðildarsamböndum sínum að ná hámarksárangri og tryggja að allir hæfileikaríkir leikmenn eigi möguleika á að þróast og verða uppgötvaðir. Langtímamarkmið áætlunarinnar er að hækka rána í A landsliðum karla og kvenna. Þeir Þorvaldur og Gianni ræddu einnig innviði í Laugardalnum. „Við töluðum um eitt af okkar mikilvægustu málefnum sem eru vallarmál. Það er frábær byrjun fyrir okkur að fá stuðning frá Infantino forseta FIFA, að heyra að hann sé viljugur til að styðja við verkefni eins og þetta,“ sagði Þorvaldur í frétt á heimasíðu KSÍ. Infantino afhenti líka Þorvaldur sérmerkta veifu þar sem má finna nafn þeirra beggja og dagsetningu fundarins. „Það var stórkostlegt að hitta forseta Knattspyrnusambands Íslands, Þorvald Örlygsson, í París og ég óskaði honum til hamingju með kosningu sína á dögunum,“ sagði Gianni Infantino á Instagram síðu sinni. „Allir hafa tekið eftir góðum árangri landsliða Íslands á síðustu árum og ég mjög ánægður með að Knattspyrnusamband Íslands sé tilbúið að stíga skrefin til að halda áfram að ná góðum árangri í framtíðinni með því að huga vel að yngri flokka starfinu,“ sagði Infantino. „Örlygsson forseti er fyrrum landsliðsmaður sjálfur og hann þekkir vel mikilvægi þess að byrja strax í grasrótunum. Umsókn Íslands um að taka þátt í Talent Development Scheme er risaskref í rétt átt,“ sagði Infantino. Alþjóða knattspyrnusambandið sýndi fundinum líka áhuga og nánar má lesa um fund þeirra Þorvaldar og Infantino á heimasíðu FIFA. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino) FIFA KSÍ Fótbolti Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Íslands sögð bæði frá fundinum á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að þeir félagar hafi meðal annars rætt A landslið karla og kvenna og umsókn KSÍ um að taka þátt í Talent Development Scheme. Með Talent Development Scheme vill FIFA hjálpa aðildarsamböndum sínum að ná hámarksárangri og tryggja að allir hæfileikaríkir leikmenn eigi möguleika á að þróast og verða uppgötvaðir. Langtímamarkmið áætlunarinnar er að hækka rána í A landsliðum karla og kvenna. Þeir Þorvaldur og Gianni ræddu einnig innviði í Laugardalnum. „Við töluðum um eitt af okkar mikilvægustu málefnum sem eru vallarmál. Það er frábær byrjun fyrir okkur að fá stuðning frá Infantino forseta FIFA, að heyra að hann sé viljugur til að styðja við verkefni eins og þetta,“ sagði Þorvaldur í frétt á heimasíðu KSÍ. Infantino afhenti líka Þorvaldur sérmerkta veifu þar sem má finna nafn þeirra beggja og dagsetningu fundarins. „Það var stórkostlegt að hitta forseta Knattspyrnusambands Íslands, Þorvald Örlygsson, í París og ég óskaði honum til hamingju með kosningu sína á dögunum,“ sagði Gianni Infantino á Instagram síðu sinni. „Allir hafa tekið eftir góðum árangri landsliða Íslands á síðustu árum og ég mjög ánægður með að Knattspyrnusamband Íslands sé tilbúið að stíga skrefin til að halda áfram að ná góðum árangri í framtíðinni með því að huga vel að yngri flokka starfinu,“ sagði Infantino. „Örlygsson forseti er fyrrum landsliðsmaður sjálfur og hann þekkir vel mikilvægi þess að byrja strax í grasrótunum. Umsókn Íslands um að taka þátt í Talent Development Scheme er risaskref í rétt átt,“ sagði Infantino. Alþjóða knattspyrnusambandið sýndi fundinum líka áhuga og nánar má lesa um fund þeirra Þorvaldar og Infantino á heimasíðu FIFA. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino)
FIFA KSÍ Fótbolti Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira