Hæstiréttur sker úr um hvort taka hafi mátt bjór úr hillum Árni Sæberg skrifar 24. apríl 2024 16:50 Hart er barist um pláss í þessum kæli. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á beiðni áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. um áfrýjunarleyfi í máli þess á hendur ÁTVR. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi mátt taka tvær tegundir af bjór úr hillum vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra. Málið snýst um ákvörðun ÁTVR um að taka bjórtegundirnar Faxe Witbier og Faxe IPA úr sölu vegna þess að þeir næðu ekki inn á lista yfir þá fimmtíu bjóra í flokknum annar bjór sem hafa mesta framlegð. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að ÁTVR hefði ekki verið heimilt að miða við framlegð við úthlutun á hilluplássi vegna skorts á lagaheimild til þess. Miða hefði átt við eftirspurn, líkt og segir í lögum. Landsréttur taldi aftur á móti að lögunum væri ætlað að hrófla við þeirri áralöngu tilhögun að miða árangursviðmið um vöruval við framlegð. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Dista hafi byggt á því að á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi en í því reyni á inntak og umfang krafna um lagaáskilnað við takmörkun á atvinnufrelsi. Þá reyni á heimild stjórnvalda til að setja efnisreglu í reglugerð, sem ekki sé mælt fyrir um í lögum og byggja á henni við töku íþyngjandi ákvarðana. Dista vísi einnig til þess að í málinu reyni á margþætt álitaefni um lögskýringu og að dómurinn sé bersýnilega rangur í þessu tilliti. Dista bendi á að skoða verði forsögu ákvæðis laga um verslun með áfengi og tóbak með hliðsjón af niðurstöðu EFTA-dómstólsins í tilteknu máli, en ákvæðinu hafi verið breytt með breytingarlögum árið 2014 í kjölfar þess dóms. Þá þurfi einnig að líta til tiltekins ákvæðis EES samningsins við túlkun ákvæðisins. Að lokum bendi Dista á að staðhæft sé í dómi Landsréttar, án rökstuðnings, að viðmið um framlegð sé betur til þess fallið en viðmið um eftirspurn að ná ýmsum markmiðum stjórnvalda. Að virtum gögnum málsins telji Hæstiréttur að málið geti haft fordæmisgildi, meðal annars um túlkun laga um verslun með áfengi og tóbak. Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Málið snýst um ákvörðun ÁTVR um að taka bjórtegundirnar Faxe Witbier og Faxe IPA úr sölu vegna þess að þeir næðu ekki inn á lista yfir þá fimmtíu bjóra í flokknum annar bjór sem hafa mesta framlegð. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að ÁTVR hefði ekki verið heimilt að miða við framlegð við úthlutun á hilluplássi vegna skorts á lagaheimild til þess. Miða hefði átt við eftirspurn, líkt og segir í lögum. Landsréttur taldi aftur á móti að lögunum væri ætlað að hrófla við þeirri áralöngu tilhögun að miða árangursviðmið um vöruval við framlegð. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Dista hafi byggt á því að á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi en í því reyni á inntak og umfang krafna um lagaáskilnað við takmörkun á atvinnufrelsi. Þá reyni á heimild stjórnvalda til að setja efnisreglu í reglugerð, sem ekki sé mælt fyrir um í lögum og byggja á henni við töku íþyngjandi ákvarðana. Dista vísi einnig til þess að í málinu reyni á margþætt álitaefni um lögskýringu og að dómurinn sé bersýnilega rangur í þessu tilliti. Dista bendi á að skoða verði forsögu ákvæðis laga um verslun með áfengi og tóbak með hliðsjón af niðurstöðu EFTA-dómstólsins í tilteknu máli, en ákvæðinu hafi verið breytt með breytingarlögum árið 2014 í kjölfar þess dóms. Þá þurfi einnig að líta til tiltekins ákvæðis EES samningsins við túlkun ákvæðisins. Að lokum bendi Dista á að staðhæft sé í dómi Landsréttar, án rökstuðnings, að viðmið um framlegð sé betur til þess fallið en viðmið um eftirspurn að ná ýmsum markmiðum stjórnvalda. Að virtum gögnum málsins telji Hæstiréttur að málið geti haft fordæmisgildi, meðal annars um túlkun laga um verslun með áfengi og tóbak.
Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent