Martin spilaði rúmar 24 mínútur í leiknum og skilaði góðu framlagi í sigri sem var nokkuð þægilegur eftir sterkan þriðja leikhluta. Munurinn var aðeins tvö stig í hálfleik en eftir hlé skildu leiðir.
Martin skoraði 14 stig, það þriðja mesta á vellinum, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar.
Gríðarspennandi toppbarátta er í deildinni en Alba er eitt þriggja liða sem eru jöfn á toppi deildarinnar. Bayern Munchen og Chemnitz hafa unnið 23 leiki í vetur, rétt eins og Alba.
Chemnitz er þó neðar þar sem liðið hefur spilað leik meira en hin liðin tvö.