Amnesty segir að FIFA rúlli út rauða dreglinum fyrir Sádana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 13:30 Gianni Infantino er mikill aðdáandi þjóðanna á Arabíuskaganum og peningarnir streyma þangað til FIFA. Gretty/Francois Nel Amnesty samtökin hafa brugðist hart og hratt við nýjustu fréttum úr herbúðum Alþjóða knattspyrnusambandsins um að höfuð fótboltans í heiminum hafi gert risasamning við sádi-arabískt olíufyrirtæki. Samningur FIFA olíufyrirtækisins Saudi Aramco er enn eitt dæmið um það að Sádi-Arabía er að reyna að kaupa sér velvild í gegnum íþróttirnar. FIFA announces a partnership with Saudi state-owned oil firm Aramco. Deal until 2027 meaning Aramco will be an official sponsor of the 2026 men's World Cup and 2027 Women's World Cup.Aramco own Al-Qadisiyah, who could confirm promotion to the Saudi Pro League next week.🇸🇦 pic.twitter.com/C0oCkx4mnz— Ben Jacobs (@JacobsBen) April 25, 2024 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur komið olíuríkjunum til varnar og neitað að gagnrýna slæma stöðu á mannréttindum í löndunum. Peningarnir streyma frá Arabíuskaganum til FIFA og þessi samningur er enn eitt dæmið um það. AÐ-fréttastofan heldur því fram að samningurinn sé sá stærsti sem FIFA hafi nokkurn tímann gert við styrktaraðila ef tekið er mið af því hversu mikinn pening FIFA fær á hverju ári. 🧵A reminder about the new #FIFA sponsor.-Aramco is owned by the 🇸🇦State-Aramco owns football club Al-Qadsiah-Aramco's chairman is Yasir Al-Rumayyan-Al-Rumayyan is guvernor of PIF-PIF owns #NUF, Al-Ahli, Al-Ittihad, Al-Hilal, and Al-Nassr,- PIF-entities owns more clubs 1/4 https://t.co/kblCd6hscL— Stanis Elsborg (@StanisElsborg) April 26, 2024 „Það sjokkerar okkur ekki lengur að Sádi-Arabía noti íþróttirnar sem verkfæri í almannatengslamálum og FIFA hefur vissulega haft tækifæri til að láta heiminn vita af gríðarlegum mannréttindabrotum stjórnvalda í Sádi-Arabíu,“ sagði Frank Conde Tangberg verkefnisstjóri hjá Amnesty International við NTB fréttastofuna. NRK segir frá. „Í stað þess að gera það hefur FIFA ákveðið að rúlla út rauða dreglinum fyrir Sádana sem bæði gestgjafa á HM og sem styrktaraðila. Við hvetjum FIFA til að taka virkari þátt í því að meta áhættuna af því að halda heimsmeistaramótið þar árið 2034,“ sagði Tangberg. Þegar NTB hafði samband við FIFA var svarið meal annars það að FIFA eyði 3,9 milljörðum Bandaríkjadala í þróunarstarf og kennslu í heiminum. Þróunarstarfið snýr að kvennafótbolta, dómaramálum, unglinastarfi og betri aðstöðu. FIFA telur því að sambandið sé að gera sitt til að gera heiminn betri. Aramco becomes FIFA's sixth global partner after Adidas, Coca-Cola, Qatar Airways, Hyundai and Visa - EconoTimeshttps://t.co/NNS1vFFcHm— Sportnews (@sportnewsblogd1) April 26, 2024 FIFA Sádi-Arabía Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
Samningur FIFA olíufyrirtækisins Saudi Aramco er enn eitt dæmið um það að Sádi-Arabía er að reyna að kaupa sér velvild í gegnum íþróttirnar. FIFA announces a partnership with Saudi state-owned oil firm Aramco. Deal until 2027 meaning Aramco will be an official sponsor of the 2026 men's World Cup and 2027 Women's World Cup.Aramco own Al-Qadisiyah, who could confirm promotion to the Saudi Pro League next week.🇸🇦 pic.twitter.com/C0oCkx4mnz— Ben Jacobs (@JacobsBen) April 25, 2024 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur komið olíuríkjunum til varnar og neitað að gagnrýna slæma stöðu á mannréttindum í löndunum. Peningarnir streyma frá Arabíuskaganum til FIFA og þessi samningur er enn eitt dæmið um það. AÐ-fréttastofan heldur því fram að samningurinn sé sá stærsti sem FIFA hafi nokkurn tímann gert við styrktaraðila ef tekið er mið af því hversu mikinn pening FIFA fær á hverju ári. 🧵A reminder about the new #FIFA sponsor.-Aramco is owned by the 🇸🇦State-Aramco owns football club Al-Qadsiah-Aramco's chairman is Yasir Al-Rumayyan-Al-Rumayyan is guvernor of PIF-PIF owns #NUF, Al-Ahli, Al-Ittihad, Al-Hilal, and Al-Nassr,- PIF-entities owns more clubs 1/4 https://t.co/kblCd6hscL— Stanis Elsborg (@StanisElsborg) April 26, 2024 „Það sjokkerar okkur ekki lengur að Sádi-Arabía noti íþróttirnar sem verkfæri í almannatengslamálum og FIFA hefur vissulega haft tækifæri til að láta heiminn vita af gríðarlegum mannréttindabrotum stjórnvalda í Sádi-Arabíu,“ sagði Frank Conde Tangberg verkefnisstjóri hjá Amnesty International við NTB fréttastofuna. NRK segir frá. „Í stað þess að gera það hefur FIFA ákveðið að rúlla út rauða dreglinum fyrir Sádana sem bæði gestgjafa á HM og sem styrktaraðila. Við hvetjum FIFA til að taka virkari þátt í því að meta áhættuna af því að halda heimsmeistaramótið þar árið 2034,“ sagði Tangberg. Þegar NTB hafði samband við FIFA var svarið meal annars það að FIFA eyði 3,9 milljörðum Bandaríkjadala í þróunarstarf og kennslu í heiminum. Þróunarstarfið snýr að kvennafótbolta, dómaramálum, unglinastarfi og betri aðstöðu. FIFA telur því að sambandið sé að gera sitt til að gera heiminn betri. Aramco becomes FIFA's sixth global partner after Adidas, Coca-Cola, Qatar Airways, Hyundai and Visa - EconoTimeshttps://t.co/NNS1vFFcHm— Sportnews (@sportnewsblogd1) April 26, 2024
FIFA Sádi-Arabía Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira