Þetta kom fram í máli Jóns þegar hann mætti í Hörpu í morgun til að skila meðmælalista sínum. Aðspurður segist hann ekki hafa hugmynd um hve mörgum meðmælum hann hefði safnað en lágmarkinu væri sannarlega náð.
Jón sagðist treysta Alþingi vel, hann væri talsmaður lýðræðis og ekki hrifinn af einræðistilburðum nema í algjörum undantekningartilföllum. Eins og ef forsetinn þurfi að fara sínar eigin leiðir fari Alþingi út af sporinu.
Jón rifjaði svo í lokin upp framboð Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum árið 2010, aðspurður út í stöðu mála í skoðanakönnunum, og sprakk úr hlátri.
„Við erum spretthlauparar í lokin,“ sagði Jón en Besti flokkurinn vann kosningasigur árið 2010 og Jón varð borgarstjóri.