Þetta kom fram í máli Arnars Þórs þegar hann mætti í Hörpu í morgun til að skila inn meðmælalista sínum til framboðs forseta Íslands. Hann sagði að þjóðin þyrfti að taka ábyrgð á framtíð sinni og nútíð.
Forseti geti ekki verið í veislum og partýjum heldur þurfi að axla sína ábyrgð. Þar á meðal að hafa auga með þeirri löggjöf sem streymi inn í gegnum alfarið bremslulaust stjórnarfar.
Þá þurfi að virkja embættismannakerfið, verja stjórnarfar og stjórnarskrá. Synjunarheimild forseta yrði þó þrautalending en forseti geti gegnt veigamiklu hlutverki sem öryggisventill.