Landsréttur komi fram við ákæruvaldið eins og lítið barn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. apríl 2024 21:33 Frá meðferð málsins í héraði. vísir „Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson verjandi hjúkrunarfræðings, sem var sýknaður af ákæru fyrir manndráp á geðdeild Landspítala á síðasta ári. Í dag var dómur héraðsdóms ómerktur í Landsrétti og lagt fyrir héraðsdóms að taka málið til meðferðar á ný. Það gerir Landsréttur með vísan til þess að ákæruvald hafi aðeins ákært hjúkrunarfræðinginn Steinu Árnadóttur fyrir manndráp af ásetningi, en ekki manndráp af gáleysi eða stórfellda líkamsárás sem bani hefði hlotist af. Til upprifjunar taldi Héraðsdómur Reykjavíkur sannað að Steina hefði valdið dauða sjúklingsins með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Steina var sýknuð þar sem ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. „Nær ekki nokkurri átt“ Vilhjálmur furðar sig á fyrrgreindum vinnubrögðum Landsréttar í ljósi þess að ákæruvald hafi fengið efnisdóm um það sakarefni sem lagt hafi verið upp með af hálfu ákæruvaldsins, sem skuli njóta sjálfstæðis í störfum sínum. „Það liggur fyrir að ákæruvaldið ákærir í málinu fyrir manndráp af ásetningi. Það var engin varakrafa. Þetta var meðvituð ákvörðun af hálfu ákæruvaldsins í málinu. Málið er ekki flutt um það að hugsanlega megi heimfæra háttsemi ákærðu undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga eða 215. gr. sömu laga,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi og heldur áfram: „Í mínum huga nær það ekki nokkurri átt að ákæruvaldið breyti kröfum sínum, þegar það kemur að málsmeðferð í Landsrétti, og það geti leitt til þess að dómur sem er ekki haldinn neinum formgöllum skuli ómerktur án kröfu af hálfu ákæruvalds. Þetta gengur bara ekki upp,“ segir Vilhjálmur. Ekki kunnugt um fordæmi Ákæruvaldið sé óháð dómsvaldinu og því sé um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði ákæruvaldins. „Það hafa fallið dómar, um mat ákæruvaldsins á því hvort eigi að gefa út ákæru og fyrir hvað, þar sem niðurstaðan er að það sæti ekki endurskoðun dómstóla. Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis.“ Reglan um sjálfstæði ákæruvaldsins skuli ganga í báðar áttir, það er bæði í þágu ákæruvaldsins og í þágu sakbornings. Vilhjálmur kveðst ekki vera kunnugt um fordæmi þess að æðri dómstóll ómerki samskonar dóm og leggi fyrir héraðsdóm til meðferðar á ný. Ljóst er að málsmeðferðin lengist töluvert, en ekki er kveðið á um það, í úrskurði Landsréttar, frá hvaða tímapunkti málsmeðferðin skuli endurtekin. „Það er því óljóst hvort að það verði frá þingfestingu ákæru eða að það eigi bara að endurtaka munnlegan málflutning. En vitni þurfa að koma aftur fyrir dóm, þó að Landsréttur láti það liggja á milli hluta.“ Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Lögmennska Tengdar fréttir „Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Það gerir Landsréttur með vísan til þess að ákæruvald hafi aðeins ákært hjúkrunarfræðinginn Steinu Árnadóttur fyrir manndráp af ásetningi, en ekki manndráp af gáleysi eða stórfellda líkamsárás sem bani hefði hlotist af. Til upprifjunar taldi Héraðsdómur Reykjavíkur sannað að Steina hefði valdið dauða sjúklingsins með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Steina var sýknuð þar sem ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. „Nær ekki nokkurri átt“ Vilhjálmur furðar sig á fyrrgreindum vinnubrögðum Landsréttar í ljósi þess að ákæruvald hafi fengið efnisdóm um það sakarefni sem lagt hafi verið upp með af hálfu ákæruvaldsins, sem skuli njóta sjálfstæðis í störfum sínum. „Það liggur fyrir að ákæruvaldið ákærir í málinu fyrir manndráp af ásetningi. Það var engin varakrafa. Þetta var meðvituð ákvörðun af hálfu ákæruvaldsins í málinu. Málið er ekki flutt um það að hugsanlega megi heimfæra háttsemi ákærðu undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga eða 215. gr. sömu laga,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi og heldur áfram: „Í mínum huga nær það ekki nokkurri átt að ákæruvaldið breyti kröfum sínum, þegar það kemur að málsmeðferð í Landsrétti, og það geti leitt til þess að dómur sem er ekki haldinn neinum formgöllum skuli ómerktur án kröfu af hálfu ákæruvalds. Þetta gengur bara ekki upp,“ segir Vilhjálmur. Ekki kunnugt um fordæmi Ákæruvaldið sé óháð dómsvaldinu og því sé um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði ákæruvaldins. „Það hafa fallið dómar, um mat ákæruvaldsins á því hvort eigi að gefa út ákæru og fyrir hvað, þar sem niðurstaðan er að það sæti ekki endurskoðun dómstóla. Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis.“ Reglan um sjálfstæði ákæruvaldsins skuli ganga í báðar áttir, það er bæði í þágu ákæruvaldsins og í þágu sakbornings. Vilhjálmur kveðst ekki vera kunnugt um fordæmi þess að æðri dómstóll ómerki samskonar dóm og leggi fyrir héraðsdóm til meðferðar á ný. Ljóst er að málsmeðferðin lengist töluvert, en ekki er kveðið á um það, í úrskurði Landsréttar, frá hvaða tímapunkti málsmeðferðin skuli endurtekin. „Það er því óljóst hvort að það verði frá þingfestingu ákæru eða að það eigi bara að endurtaka munnlegan málflutning. En vitni þurfa að koma aftur fyrir dóm, þó að Landsréttur láti það liggja á milli hluta.“
Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Lögmennska Tengdar fréttir „Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
„Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31
Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01