„Höfum verið að bíða eftir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. apríl 2024 12:01 Sara Rún Hinriksdóttir mætir fersk til leiks í kvöld eftir tíu daga pásu. Vísir/Hulda Margrét „Við erum ekki búnar að spila í einhverja tíu daga svo við höfum verið að bíða eftir þessu,“ segir Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, um leik dagsins við Stjörnuna. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. „Við erum búnar að æfa vel og höldum okkar dampi. Náðum aðeins að hvíla og erum tilbúnar í þetta,“ segir Sara Rún um það hvernig síðustu tíu dagarnir hafa verið nýttir. Keflavík sópaði Fjölni úr leik í 8-liða úrslitunum og vann þriðja leik liðanna 17. apríl. Síðan þá hefur liðið beðið þess að vita hver andstæðingurinn yrði í undanúrslitum en einvígi Hauka og Stjörnunnar fór alla leið í oddaleik hvar Stjarnan vann nauman sigur sem vannst ekki fyrr en á lokasekúndunum. Stjarnan hafi engu að tapa Sara segir mikið koma til ungs Stjörnuliðs sem hefur vakið mikla athygli í vetur. „Það eru margar flottar stelpur þarna og mikil barátta í þeim. Þeirra hugarfar er kannski þannig að þær hafi engu að tapa, mætandi okkur. Stundum ganga hlutirnir betur upp með þannig hugarfari, og ég er mjög spennt að taka á móti þeim,“ segir Sara. Margir gera ráð fyrir auðveldum sigri Keflavíkur í einvíginu en liðið hefur haft algjöra yfirburði í deildinni í vetur. Sara segir varhugavert að hugsa á þann veg, Stjarnan sé sterkt lið sem muni bíta frá sér. „Við erum mjög gott lið og hefur gengið rosalega vel, en í þessum leikjum, eins og þú sérð þar sem Stjarnan vinnur Hauka - það getur allt gerst í þessum leikjum. Við erum alveg á jörðinni og vitum að þær ætla ekkert að gefa okkur þessa leiki, þetta getur farið á marga vegu,“ Hún vonast þá eftir góðri mætingu á eftir og stemningin góð í Reykjanesbænum. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Karlarnir líka komnir í undanúrslit og það er létt yfir bænum,“ segir Sara. Fyrsti leikur undanúrslitaeinvígis Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Við erum búnar að æfa vel og höldum okkar dampi. Náðum aðeins að hvíla og erum tilbúnar í þetta,“ segir Sara Rún um það hvernig síðustu tíu dagarnir hafa verið nýttir. Keflavík sópaði Fjölni úr leik í 8-liða úrslitunum og vann þriðja leik liðanna 17. apríl. Síðan þá hefur liðið beðið þess að vita hver andstæðingurinn yrði í undanúrslitum en einvígi Hauka og Stjörnunnar fór alla leið í oddaleik hvar Stjarnan vann nauman sigur sem vannst ekki fyrr en á lokasekúndunum. Stjarnan hafi engu að tapa Sara segir mikið koma til ungs Stjörnuliðs sem hefur vakið mikla athygli í vetur. „Það eru margar flottar stelpur þarna og mikil barátta í þeim. Þeirra hugarfar er kannski þannig að þær hafi engu að tapa, mætandi okkur. Stundum ganga hlutirnir betur upp með þannig hugarfari, og ég er mjög spennt að taka á móti þeim,“ segir Sara. Margir gera ráð fyrir auðveldum sigri Keflavíkur í einvíginu en liðið hefur haft algjöra yfirburði í deildinni í vetur. Sara segir varhugavert að hugsa á þann veg, Stjarnan sé sterkt lið sem muni bíta frá sér. „Við erum mjög gott lið og hefur gengið rosalega vel, en í þessum leikjum, eins og þú sérð þar sem Stjarnan vinnur Hauka - það getur allt gerst í þessum leikjum. Við erum alveg á jörðinni og vitum að þær ætla ekkert að gefa okkur þessa leiki, þetta getur farið á marga vegu,“ Hún vonast þá eftir góðri mætingu á eftir og stemningin góð í Reykjanesbænum. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Karlarnir líka komnir í undanúrslit og það er létt yfir bænum,“ segir Sara. Fyrsti leikur undanúrslitaeinvígis Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira