Evrópumeistarar Barcelona sneru dæminu við og eru komnar í úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2024 18:35 Barcelona er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. EPA-EFE/ISABEL INFANTES Barcelona er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna eftir 2-0 sigur á Chelsea í Lundúnum í dag, laugardag. Sneru Börsungar dæminu við eftir að tapa óvænt á heimavelli. Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur á Wolfsburg í úrslitaleik síðasta tímabils. Liðið tapaði gríðarlega óvænt 1-0 gegn Chelsea í Katalóníu og virtist sem Emma Hayes væri á leið í úrslit á sínu síðasta tímabili sem þjálfari Chelsea. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Aitana Bonmatí, besta knattspyrnukona í heimi, kom Barcelona yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Hún fékk boltann frá Patriciu Guijarro og átti skot sem fór af varnarmanni og í netið. Staðan orðin 0-1 í leik dagsins og 1-1 í einvíginu. The world's best player, Aitana Bonmatí levels it! 🔥 0-1 (1-1)GAME ON!Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/nqszHNjEXS— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleik og leikurinn í járnum þegar liðin gengu til búningsherbergja. sjoeke Nüsken var nálægt því að jafna metin fyrir Chelsea en skot hennar fór í stöngina. OFF THE POST... Sjoeke Nüsken comes so close to regaining the lead for Chelsea. 😳0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/WAuMQsVB0X— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Það var svo á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik sem einvígið snerist Barcelona í hag. Hin kanadíska Kadeisha Buchanan fékk þá tvö gul spjöld og þar með rautt í liði Chelsea. Heimakonur því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýttu gestirnir sér. Kadeisha Buchanan SHOWN RED! 🫨0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/cAgVTZM8mY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Bonmatí féll innan vítateigs eftir að Jessica Carter og Ashley Lawrence virtust keyra í bakið á henni. PENALTY FOR BARCELONA. 😮0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/54AVSZxnvR— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Hin sænska Fridolina Rolfö fór á punktinn og skaut Barcelona alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. FC BARCELONA HAVE ONE FOOT IN THE UWCL FINAL. Fridolina Rolfö fires home the penalty. ⚽️0-2 (1-2)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/ip8ytiD1rY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Lokatölur á uppseldri Brúnni í Lundúnum 0-2 og Barcelona mætir annað hvort Lyon eða París Saint-Germain í úrslitum. Frönsku liðin mætast klukkan 14.00 á morgun en Lyon leiðir 3-2 eftir fyrri leik liðanna. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Fleiri fréttir Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur á Wolfsburg í úrslitaleik síðasta tímabils. Liðið tapaði gríðarlega óvænt 1-0 gegn Chelsea í Katalóníu og virtist sem Emma Hayes væri á leið í úrslit á sínu síðasta tímabili sem þjálfari Chelsea. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Aitana Bonmatí, besta knattspyrnukona í heimi, kom Barcelona yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Hún fékk boltann frá Patriciu Guijarro og átti skot sem fór af varnarmanni og í netið. Staðan orðin 0-1 í leik dagsins og 1-1 í einvíginu. The world's best player, Aitana Bonmatí levels it! 🔥 0-1 (1-1)GAME ON!Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/nqszHNjEXS— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleik og leikurinn í járnum þegar liðin gengu til búningsherbergja. sjoeke Nüsken var nálægt því að jafna metin fyrir Chelsea en skot hennar fór í stöngina. OFF THE POST... Sjoeke Nüsken comes so close to regaining the lead for Chelsea. 😳0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/WAuMQsVB0X— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Það var svo á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik sem einvígið snerist Barcelona í hag. Hin kanadíska Kadeisha Buchanan fékk þá tvö gul spjöld og þar með rautt í liði Chelsea. Heimakonur því manni færri það sem eftir lifði leiks og það nýttu gestirnir sér. Kadeisha Buchanan SHOWN RED! 🫨0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/cAgVTZM8mY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Bonmatí féll innan vítateigs eftir að Jessica Carter og Ashley Lawrence virtust keyra í bakið á henni. PENALTY FOR BARCELONA. 😮0-1 (1-1)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/54AVSZxnvR— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Hin sænska Fridolina Rolfö fór á punktinn og skaut Barcelona alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. FC BARCELONA HAVE ONE FOOT IN THE UWCL FINAL. Fridolina Rolfö fires home the penalty. ⚽️0-2 (1-2)Chelsea FC Women vs. FC Barcelona, #UWCLonDAZN semi-final leg 2, LIVE and FREE on https://t.co/0z5fAmShqh now. pic.twitter.com/ip8ytiD1rY— DAZN Football (@DAZNFootball) April 27, 2024 Lokatölur á uppseldri Brúnni í Lundúnum 0-2 og Barcelona mætir annað hvort Lyon eða París Saint-Germain í úrslitum. Frönsku liðin mætast klukkan 14.00 á morgun en Lyon leiðir 3-2 eftir fyrri leik liðanna.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Fleiri fréttir Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira