Í freyttaskeyti lögreglunnar segir að lögregla hafi skakkað leikinn þegar slagsmál brutust út í hverfi 105. Í sama hverfi hafi hún verið kölluð út vegna óvelkominna aðila í nýbyggingu.
Í miðbænum barst lögreglu tilkynning um líkamsárás á skemmtistað og umferðaróhapp. Í hverfi 108 var lögreglu tilkynnt um aðila með leiðindi inni á spítala.
Tilkynnt var um slasaðan aðila í hverfi 210 í Hafnarfirði. Er lögregla og sjúkralið mættu á staðinn var ekkert að sjá. Í hverfi 221 barst lögreglu tilkynning um ósætti milli heimilisfólks. Þá barst lögreglu einnig tilkynning um ósætti milli aðila í hverfi 200 í Kópavogi.
Lögregla var að auki kölluð út vegna umferðaróhapps í hverfi 206. Ekki slys á fólki. Loks barst lögregly tilkynning vegna aðila til leiðinda í hverfi 103. Eftir tiltal frá lögreglu var honum ekið heim.