Vandamálaráðuneytið útnefndi hinn fimmtán ára Viðar til sigurs Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. apríl 2024 12:00 Viðar ásamt Lilju Dögg Alferðsdóttur menningarmálaráðherra. Stjórnarráðið Hinn fimmtán ára gamli Viðar Már Friðjónsson hlaut fyrstu verðlaun í efniskeppni Vandamálaráðuneytisins, sem snerist um að búa til efni á fjölbreyttri íslensku. Patrekur Jaime og Sunneva Einars, ráðuneytisstjórar verkefnisins höfðu vakið athygli í auglýsingum fyrir keppnina. Framlag Viðars í keppninni, sem leiddi hann til sigurs, var endurgerð atriðis úr stórmyndinni Dune 2. Atriðið hafði hann þýtt yfir á íslensku auk þess sem hann föndraði leikmuni, endurgerði atriðið á upptöku og klippti. Afurðin, Dúna: Seinni hluti, er aðgengileg á vef verkefnisins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hafnfirðingurinn Viðar Már þegar framleitt tvær aðrar bíómyndir ásamt vinum sínum og sýnt aðra þeirra í Bæjarbíói. Aðspurður hvað hann ætli að gera við þrjú hundruð þúsund kallinn sem hann fékk í verðlaun segist hann vera að vinna að þáttum með vinum sínum og eitthvað af peningunum gæti nýst í það. Í tilkynningu segir að vandamálaráðuneytið hafi fengið til liðs við sig margs konar hæfileikafólk til þess að hvetja sem flesta til þess að gera fjölbreytt samfélagsmiðlaefni á fjölbreyttri íslensku. Meðal þeirra eru raunveruleikastjörnurnar Patrekur Jaime og Sunneva Einars. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Vandamálið (@vandamalid) „Þátttakendur í keppninni sýndu og sönnuðu að íslenskan er bæði sprelllifandi og mjög skapandi tungumál og átti dómnefnd keppninnar út töluvert vöndu að ráða,“ segir í tilkynningu. Alls bárust rúmlega 160 innsendingar í efniskeppnina sem skipulögð var af hinu nýja „ráðuneyti“ í vetur. Það er menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið og forsætisráðuneytið sem standa að baki verkefninu. Menning Íslensk tunga Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira
Framlag Viðars í keppninni, sem leiddi hann til sigurs, var endurgerð atriðis úr stórmyndinni Dune 2. Atriðið hafði hann þýtt yfir á íslensku auk þess sem hann föndraði leikmuni, endurgerði atriðið á upptöku og klippti. Afurðin, Dúna: Seinni hluti, er aðgengileg á vef verkefnisins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hafnfirðingurinn Viðar Már þegar framleitt tvær aðrar bíómyndir ásamt vinum sínum og sýnt aðra þeirra í Bæjarbíói. Aðspurður hvað hann ætli að gera við þrjú hundruð þúsund kallinn sem hann fékk í verðlaun segist hann vera að vinna að þáttum með vinum sínum og eitthvað af peningunum gæti nýst í það. Í tilkynningu segir að vandamálaráðuneytið hafi fengið til liðs við sig margs konar hæfileikafólk til þess að hvetja sem flesta til þess að gera fjölbreytt samfélagsmiðlaefni á fjölbreyttri íslensku. Meðal þeirra eru raunveruleikastjörnurnar Patrekur Jaime og Sunneva Einars. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Vandamálið (@vandamalid) „Þátttakendur í keppninni sýndu og sönnuðu að íslenskan er bæði sprelllifandi og mjög skapandi tungumál og átti dómnefnd keppninnar út töluvert vöndu að ráða,“ segir í tilkynningu. Alls bárust rúmlega 160 innsendingar í efniskeppnina sem skipulögð var af hinu nýja „ráðuneyti“ í vetur. Það er menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið og forsætisráðuneytið sem standa að baki verkefninu.
Menning Íslensk tunga Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Fleiri fréttir Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira