Hvernig forseta vilt þú? Valdís Arnarsdóttir skrifar 28. apríl 2024 17:01 Leiðir okkar Höllu Tómasdóttur lágu snemma saman á Kársnesinu í Kópavogi þar sem við vorum saman í sunnudagaskóla, virkir þátttakendur í barnastúkunni Vinabandinu, spiluðum saman handbolta með Breiðabliki og vorum í kór hjá Tótu Björns. Halla sýndi snemma mikla leiðtogahæfileika. Hún bjó til leynifélagið Sjö Saman og fékk okkur krakkana í allskonar uppátæki því tengdu. Hún skipulagði „markaðsátak“ fyrir föður sinn, Tomma pípara, þegar við vorum varla meira en fimm ára gamlar því hún vildi leggja sitt af mörkum til að hjálpa pabba sínum að auka viðskiptin. Mamma hennar var ekkert alltof glöð með framtakið, enda vann pabbi hennar þá myrkranna á milli við að leggja hitaveitu í Hamraborgina og þurfti ekki á símtölum að halda um bilaðan vask hér og stíflað klósett þar. Framtakssemi og hugrekki hefur alltaf einkennt Höllu. Hún átti til dæmis hugmyndina að því að við vinkonurnar fórum á Djúpavog sumarið eftir fyrsta skólaárið í Verslunarskólanum. Þar unnum við í fiskvinnslu frá kl. 06:00 - 18:00 sex daga vikunnar og tókum svo að okkur þrif í frystihúsinu eftir vinnu til kl. 22:00 á kvöldin. Dugnaður er dyggð sem Halla hefur ávallt í hávegum haft en hún er líka einstaklega umhyggjusöm. Hún fékk það líklega í vöggugjöf frá mömmu sinni, Kristjönu, (kölluð Sjana) en hjá okkur vinum Höllu gengur hún undir nafninu „Sjana sér um sína“ og lýsir það henni mjög vel. Þroskaþjálfinn Sjana var brautryðjandi í málefnum fatlaðra og allir sem þekkja Höllu vita að hún fékk sitt stóra hjarta frá móður sinni. Hún var oft sú sem helst þorði að vekja máls á því þegar einhver var beittur órétti eða einelti, henni var einfaldlega aldrei sama þegar eitthvað var að og bretti iðulega upp ermarnar og gerði eitthvað í því. Halla er lík móður sinni þar því hún hefur einlægan áhuga á fólki og ef hún hefur tækifæri til að leiðbeina fólki og hjálpa á einhvern hátt er hún alltaf reiðubúin með góð ráð. Ég vil duglegan forseta sem hefur ávallt lagt sig fram um að skipta sköpum í okkar samfélagi. Halla hefur verið brautryðjandi í menntamálum, frá virkri þátttöku í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík til stjórnarsetu í Hjallastefnunni. Hún hefur verið í forystu í jafnréttismálum í gegnum Auði í krafti kvenna og seinna Auði Capital, og verið ungu fólki afar mikilvæg fyrirmynd. Þegar ég bað Höllu um að gerast gestakennari hjá mér í Lífsleikni þá kom hún um hæl og fékk 13 ára krakka, stúlkur og drengi, til að teikna frumkvöðul, forseta og kennara. Í ljós kom að ómeðvituð viðhorf eru enn að hafa áhrif á okkar hugmyndir um hver passar hvar í okkar samfélagi. Með fáum undantekningum hugsuðu krakkarnir strax um forseta og frumkvöðla sem karla, en kennara sem konur. Halla er bæði frumkvöðull og kennari sem fær fólk til að hugsa. Hún hefur ekki bara hreyft við okkar samfélagi, heldur heiminum í störfum sínum með B Team. Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast Höllu geta ekki annað en hrifist af einlægni hennar og sýn á embætti forseta Íslands. Gefið ykkur tíma til að kynnast henni, við fáum vart betri forseta. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Leiðir okkar Höllu Tómasdóttur lágu snemma saman á Kársnesinu í Kópavogi þar sem við vorum saman í sunnudagaskóla, virkir þátttakendur í barnastúkunni Vinabandinu, spiluðum saman handbolta með Breiðabliki og vorum í kór hjá Tótu Björns. Halla sýndi snemma mikla leiðtogahæfileika. Hún bjó til leynifélagið Sjö Saman og fékk okkur krakkana í allskonar uppátæki því tengdu. Hún skipulagði „markaðsátak“ fyrir föður sinn, Tomma pípara, þegar við vorum varla meira en fimm ára gamlar því hún vildi leggja sitt af mörkum til að hjálpa pabba sínum að auka viðskiptin. Mamma hennar var ekkert alltof glöð með framtakið, enda vann pabbi hennar þá myrkranna á milli við að leggja hitaveitu í Hamraborgina og þurfti ekki á símtölum að halda um bilaðan vask hér og stíflað klósett þar. Framtakssemi og hugrekki hefur alltaf einkennt Höllu. Hún átti til dæmis hugmyndina að því að við vinkonurnar fórum á Djúpavog sumarið eftir fyrsta skólaárið í Verslunarskólanum. Þar unnum við í fiskvinnslu frá kl. 06:00 - 18:00 sex daga vikunnar og tókum svo að okkur þrif í frystihúsinu eftir vinnu til kl. 22:00 á kvöldin. Dugnaður er dyggð sem Halla hefur ávallt í hávegum haft en hún er líka einstaklega umhyggjusöm. Hún fékk það líklega í vöggugjöf frá mömmu sinni, Kristjönu, (kölluð Sjana) en hjá okkur vinum Höllu gengur hún undir nafninu „Sjana sér um sína“ og lýsir það henni mjög vel. Þroskaþjálfinn Sjana var brautryðjandi í málefnum fatlaðra og allir sem þekkja Höllu vita að hún fékk sitt stóra hjarta frá móður sinni. Hún var oft sú sem helst þorði að vekja máls á því þegar einhver var beittur órétti eða einelti, henni var einfaldlega aldrei sama þegar eitthvað var að og bretti iðulega upp ermarnar og gerði eitthvað í því. Halla er lík móður sinni þar því hún hefur einlægan áhuga á fólki og ef hún hefur tækifæri til að leiðbeina fólki og hjálpa á einhvern hátt er hún alltaf reiðubúin með góð ráð. Ég vil duglegan forseta sem hefur ávallt lagt sig fram um að skipta sköpum í okkar samfélagi. Halla hefur verið brautryðjandi í menntamálum, frá virkri þátttöku í uppbyggingu Háskólans í Reykjavík til stjórnarsetu í Hjallastefnunni. Hún hefur verið í forystu í jafnréttismálum í gegnum Auði í krafti kvenna og seinna Auði Capital, og verið ungu fólki afar mikilvæg fyrirmynd. Þegar ég bað Höllu um að gerast gestakennari hjá mér í Lífsleikni þá kom hún um hæl og fékk 13 ára krakka, stúlkur og drengi, til að teikna frumkvöðul, forseta og kennara. Í ljós kom að ómeðvituð viðhorf eru enn að hafa áhrif á okkar hugmyndir um hver passar hvar í okkar samfélagi. Með fáum undantekningum hugsuðu krakkarnir strax um forseta og frumkvöðla sem karla, en kennara sem konur. Halla er bæði frumkvöðull og kennari sem fær fólk til að hugsa. Hún hefur ekki bara hreyft við okkar samfélagi, heldur heiminum í störfum sínum með B Team. Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast Höllu geta ekki annað en hrifist af einlægni hennar og sýn á embætti forseta Íslands. Gefið ykkur tíma til að kynnast henni, við fáum vart betri forseta. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar