Hrósar Alberti en Inter þarf að safna fyrir honum Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 08:02 Albert Guðmundsson er í sigti stórliða eftir magnaða leiktíð með Genoa í vetur. Getty/Nicolo Campo Nýkrýndir Ítalíumeistarar Inter eru með Albert Guðmundsson í sigtinu og stjórnandi hjá félaginu viðurkennir áhuga. Inter gæti hins vegar þurft að ná góðri sölu til að hafa efni á Alberti. Ítalska sjónvarpsstöðin Sky Sport fjallaði um möguleik leikmannakaup Inter og segir að félagið vilji fá markvörð, varnarmann og sóknarmann fyrir næstu leiktíð. Félagið hefur þegar tryggt sér Mehdi Taremi frá Porto en vill annan sóknarmann og horfir þar helst til tveggja manna; Alberts hjá Genoa og Joshua Zirkzee hjá Bologna. Albert hefur ítrekað verið orðaður við Inter síðustu mánuði. „Joshua Zirkzee og Albert Guðmundsson eru tveir hágæðaleikmenn en það þýðir ekki endilega að við munum kaupa þá,“ sagði Piero Ausilio, yfirmaður íþróttamála hjá Inter, og bætti við að félagið yrði með fjóra framherja á næstu leiktíð en ekki fimm. ⚫️🔵 Inter director Ausilio: "Joshua Zirkzee and Albert Guðmundsson are two excellent quality players but it doesn't mean that we will buy them"."We will have four strikers next season, not five".🇮🇷 Inter have already signed Mehdi Taremi as free agent. pic.twitter.com/CCQl3F1cvr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 29, 2024 Alexis Sanchez er á förum frá Inter og einnig gæti Marko Arnautovic farið frá félaginu. Það þýðir að pláss er fyrir Albert en Sky segir ljóst að hvorki hann né Zirkzee séu ódýrir. Sky segir því ljóst að Inter þurfi að selja leikmann fyrir talsvert fé til þess að eiga möguleika á að kaupa annan hvorn þeirra. Fréttastöðin telur líklegt að Inter sæki sér markvörðinn Bento frá Athletico Paranaense, og sjái hann fyrir sér sem arftaka Yann Sommer þegar fram líði stundir. Félagið vilji einnig varnarmann í sama gæðaflokki og Francesco Acerbi og Stefan de Vrij, sem báðir eru nú komnir vel á fertugsaldurinn, sem smám saman geti unnið sig inn í liðið. Albert, sem verður 27 ára í sumar, hefur skorað 13 mörk í 31 deildarleik á Ítalíu í vetur. Hann verður á ferðinni með Genoa í kvöld þegar liðið tekur á móti Cagliari í fimmtu síðustu umferð deildarinnar. Ítalski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Ítalska sjónvarpsstöðin Sky Sport fjallaði um möguleik leikmannakaup Inter og segir að félagið vilji fá markvörð, varnarmann og sóknarmann fyrir næstu leiktíð. Félagið hefur þegar tryggt sér Mehdi Taremi frá Porto en vill annan sóknarmann og horfir þar helst til tveggja manna; Alberts hjá Genoa og Joshua Zirkzee hjá Bologna. Albert hefur ítrekað verið orðaður við Inter síðustu mánuði. „Joshua Zirkzee og Albert Guðmundsson eru tveir hágæðaleikmenn en það þýðir ekki endilega að við munum kaupa þá,“ sagði Piero Ausilio, yfirmaður íþróttamála hjá Inter, og bætti við að félagið yrði með fjóra framherja á næstu leiktíð en ekki fimm. ⚫️🔵 Inter director Ausilio: "Joshua Zirkzee and Albert Guðmundsson are two excellent quality players but it doesn't mean that we will buy them"."We will have four strikers next season, not five".🇮🇷 Inter have already signed Mehdi Taremi as free agent. pic.twitter.com/CCQl3F1cvr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 29, 2024 Alexis Sanchez er á förum frá Inter og einnig gæti Marko Arnautovic farið frá félaginu. Það þýðir að pláss er fyrir Albert en Sky segir ljóst að hvorki hann né Zirkzee séu ódýrir. Sky segir því ljóst að Inter þurfi að selja leikmann fyrir talsvert fé til þess að eiga möguleika á að kaupa annan hvorn þeirra. Fréttastöðin telur líklegt að Inter sæki sér markvörðinn Bento frá Athletico Paranaense, og sjái hann fyrir sér sem arftaka Yann Sommer þegar fram líði stundir. Félagið vilji einnig varnarmann í sama gæðaflokki og Francesco Acerbi og Stefan de Vrij, sem báðir eru nú komnir vel á fertugsaldurinn, sem smám saman geti unnið sig inn í liðið. Albert, sem verður 27 ára í sumar, hefur skorað 13 mörk í 31 deildarleik á Ítalíu í vetur. Hann verður á ferðinni með Genoa í kvöld þegar liðið tekur á móti Cagliari í fimmtu síðustu umferð deildarinnar.
Ítalski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira