Sveinn til Kolstad og vill ólmur læra af Gullerud Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 16:30 Sveinn Jóhannsson spilar með Kolstad á næstu leiktíð. Kolstad Handball Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson verður einn af þremur Íslendingum hjá norska stórliðinu Kolstad á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir samning þess efnis. Kolstad hefur unnið allt sem hægt er að vinna síðustu misseri í Noregi, og getur tryggt sig inn í úrslitaeinvígið um norska meistaratitilinn með sigri gegn Drammen í dag. Auk þess spilar liðið í Meistaradeild Evrópu og það heillaði Svein, sem kemur til félagsins í sumar frá Minden í þýsku 2. deildinni. „Ég varð strax áhugasamur. Ég var búinn að heyra um þetta verkefni í Kolstad og þann hóp klassaleikmanna sem hér er. Það eru aðstæður sem ég vil gjarnan reyna mig í. Þegar möguleikinn gefst á að spila með hópi afar góðra leikmanna og í Meistaradeild Evrópu þá er ég mjög áhugasamur,“ sagði Sveinn við heimasíðu Kolstad. Hjá félaginu hittir hann fyrir fyrirliðann Sigvalda Björn Guðjónsson, sem í vetur skrifaði undir nýjan samning til sex ára við Kolstad. Auk þess bætist Benedikt Gunnar Óskarsson í hópinn frá Val í sumar. Janus Daði Smárason, sem líkt og Sigvaldi hefur spilað með Sveini í íslenska landsliðinu, var svo í Kolstad þar til hann fór til Magdeburg síðasta sumar. Sveinn var spurður hvort hann hefði rætt við Janus og Sigvalda: „Nei, það gerði ég reyndar ekki. Þetta gerðist það hratt. Það var eiginlega ekki tími til að spyrja. En þegar þetta tækifæri gafst þá vildi ég bara grípa það,“ sagði Sveinn sem skrifaði undir samning sem gildir til eins árs. Ber mikla virðingu fyrir Gullerud Hann flytur ásamt konu sinni til Þrándheims í sumar, eftir að tímabilinu lýkur í Þýskalandi, og þau fara svo í stutt frí til Íslands áður en nýtt tímabil hefst í Noregi. Sveinn var spurður um hlutverk sitt hjá Kolstad, hvort hann gæti spilað bæði í sókn og vörn, og ljóst er að hann ber mikla virðingu fyrir norska línumanninum Magnus Gullerud sem leikur með Kolstad. Svo skemmtilega vill til að hann var líkt og Sveinn einnig leikmaður Minden á sínum tíma. „Ég get spilað á báðum endum vallarins og ég vonast til að leggja mitt af mörkum bæði sem sóknar- og varnarmaður. Ég er samt með línumann „fyrir framan mig“ í Gullerud sem er afar góður línumaður og einnig góður varnarmaður. Ég sé fyrir mér að hann verði minn lærifaðir. Ég hef heyrt marga góða hluti um hann og hlakka til að læra af honum,“ sagði Sveinn. Norski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Kolstad hefur unnið allt sem hægt er að vinna síðustu misseri í Noregi, og getur tryggt sig inn í úrslitaeinvígið um norska meistaratitilinn með sigri gegn Drammen í dag. Auk þess spilar liðið í Meistaradeild Evrópu og það heillaði Svein, sem kemur til félagsins í sumar frá Minden í þýsku 2. deildinni. „Ég varð strax áhugasamur. Ég var búinn að heyra um þetta verkefni í Kolstad og þann hóp klassaleikmanna sem hér er. Það eru aðstæður sem ég vil gjarnan reyna mig í. Þegar möguleikinn gefst á að spila með hópi afar góðra leikmanna og í Meistaradeild Evrópu þá er ég mjög áhugasamur,“ sagði Sveinn við heimasíðu Kolstad. Hjá félaginu hittir hann fyrir fyrirliðann Sigvalda Björn Guðjónsson, sem í vetur skrifaði undir nýjan samning til sex ára við Kolstad. Auk þess bætist Benedikt Gunnar Óskarsson í hópinn frá Val í sumar. Janus Daði Smárason, sem líkt og Sigvaldi hefur spilað með Sveini í íslenska landsliðinu, var svo í Kolstad þar til hann fór til Magdeburg síðasta sumar. Sveinn var spurður hvort hann hefði rætt við Janus og Sigvalda: „Nei, það gerði ég reyndar ekki. Þetta gerðist það hratt. Það var eiginlega ekki tími til að spyrja. En þegar þetta tækifæri gafst þá vildi ég bara grípa það,“ sagði Sveinn sem skrifaði undir samning sem gildir til eins árs. Ber mikla virðingu fyrir Gullerud Hann flytur ásamt konu sinni til Þrándheims í sumar, eftir að tímabilinu lýkur í Þýskalandi, og þau fara svo í stutt frí til Íslands áður en nýtt tímabil hefst í Noregi. Sveinn var spurður um hlutverk sitt hjá Kolstad, hvort hann gæti spilað bæði í sókn og vörn, og ljóst er að hann ber mikla virðingu fyrir norska línumanninum Magnus Gullerud sem leikur með Kolstad. Svo skemmtilega vill til að hann var líkt og Sveinn einnig leikmaður Minden á sínum tíma. „Ég get spilað á báðum endum vallarins og ég vonast til að leggja mitt af mörkum bæði sem sóknar- og varnarmaður. Ég er samt með línumann „fyrir framan mig“ í Gullerud sem er afar góður línumaður og einnig góður varnarmaður. Ég sé fyrir mér að hann verði minn lærifaðir. Ég hef heyrt marga góða hluti um hann og hlakka til að læra af honum,“ sagði Sveinn.
Norski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira