Stöð 2 Sport
Klukkan 18.45 hefst útsending frá Smáranum þar sem Grindavík tekur á móti Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta.
Klukkan 21.10 er Körfuboltakvöld á dagskrá. Þar verður leikur kvöldsins ásamt viðureign Vals og Njarðvíkur í gær gerður upp.
Vodafone Sport
Klukkan 18.35 hefst upphitun fyrir leik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 18.50 færum við okkur svo til Þýskalands þar sem Bayern München tekur á móti Real Madríd í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Klukkan 21.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá.
Klukkan 22.30 er leikur Cardinals og Tigers í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.