„Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2024 21:43 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. „Við vorum sterkari á svellinu í lokin. Mér fannst þetta úr takt af okkar hálfu en Keflavík gerði vel. Það riðlaðist planið hjá okkur þegar Remy (Martin) dettur út en við gerðum vel þegar þess þurfti,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Það má segja að Dedrick (Basile) hafi dregið okkur yfir línuna. Þetta er sigur og það er það sem þetta snýst um.“ Ellefu dagar eru síðan Grindavík lék síðast og Jóhann sagði að það hafi haft áhrif. „Það vantaði svolítið upp á orkustigið varnarlega. Þar erum við svolítið flatir allan leikinn. Við erum að hjálpa of mikið á vitlausum stöðum. Þeir komast í takt og í sinn leik. Það getur vel verið að það hafi spilað inn í.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir“ Jóhann Þór var hikandi þegar hann var spurður út í brottrekstur DeAndre Kane. Kane var rekinn af velli þegar hann fékk tæknivillu fyrir „flopp“ en hann hafði áður fengið óíþróttamannslega villu í leiknum. Jóhann lét þó gamminn geysa og var allt annað en sáttur með það sem gengið hefur á. „Það er þannig að það eru áherslubreytingar hjá dómurum sem voru kynntar í haust en ekki teknar í notkun fyrr en núna í vor. Það getur vel verið að þetta hafi verið „flopp“ og þá er það bara tæknivilla. En allar þessar áherslubreytingar. Það eru einhverjir jakkafataklæddir kallar úti í Evrópu að búa til einhverjar áherslur og reyna að stækka hlut dómarana í kökunni. Að þeir fái meiri athygli og þeir fái að taka meiri þátt.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir. Þetta er líka svona í Bestu deildinni í fótbolta. Dómarnir tala um áherslur en það er búið að taka allar tilfinningar út úr leiknum, það er það sem ég skil ekki. Mér finnst þetta mjög ódýrt og hann er ábyggilega að fara í bann út af þessu fáránlega dæmi fyrir einvígið gegn Tindastóli. Þá er hann örugglega að fara í 1-2 leiki í bann fyrir þetta. Þessi áhersluþvæla er það sem ég skil ekki. Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ spurði Jóhann og var augljóslega ósáttur. Hann vildi lítið tjá sig um hegðun Kane eftir brottreksturinn en Kane var allt annað en sáttur og tók langan tíma að koma honum af velli. Jóhann vildi þó ekki meina að því ættu að fylgja afleiðingar. „Ég sá það ekkert. Þetta er bara minn maður og ég bakka hann upp. Það er skap í honum. Alls ekki.“ Jóhann Þór segist þó viss um að Kane fái leikbann og jafnvel tvo leiki. „Ég held hann fái tvo leiki, þetta er svo fáránlegt allt þetta prógramm. Þannig að já ég á von á því. Aganefnd fylgir einhverjum reglum, eða þegar liggur vel á þeim. Hann fer pottþétt í bann en hvort það verða einn eða tveir leikir verður að koma í ljós.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
„Við vorum sterkari á svellinu í lokin. Mér fannst þetta úr takt af okkar hálfu en Keflavík gerði vel. Það riðlaðist planið hjá okkur þegar Remy (Martin) dettur út en við gerðum vel þegar þess þurfti,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Það má segja að Dedrick (Basile) hafi dregið okkur yfir línuna. Þetta er sigur og það er það sem þetta snýst um.“ Ellefu dagar eru síðan Grindavík lék síðast og Jóhann sagði að það hafi haft áhrif. „Það vantaði svolítið upp á orkustigið varnarlega. Þar erum við svolítið flatir allan leikinn. Við erum að hjálpa of mikið á vitlausum stöðum. Þeir komast í takt og í sinn leik. Það getur vel verið að það hafi spilað inn í.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir“ Jóhann Þór var hikandi þegar hann var spurður út í brottrekstur DeAndre Kane. Kane var rekinn af velli þegar hann fékk tæknivillu fyrir „flopp“ en hann hafði áður fengið óíþróttamannslega villu í leiknum. Jóhann lét þó gamminn geysa og var allt annað en sáttur með það sem gengið hefur á. „Það er þannig að það eru áherslubreytingar hjá dómurum sem voru kynntar í haust en ekki teknar í notkun fyrr en núna í vor. Það getur vel verið að þetta hafi verið „flopp“ og þá er það bara tæknivilla. En allar þessar áherslubreytingar. Það eru einhverjir jakkafataklæddir kallar úti í Evrópu að búa til einhverjar áherslur og reyna að stækka hlut dómarana í kökunni. Að þeir fái meiri athygli og þeir fái að taka meiri þátt.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir. Þetta er líka svona í Bestu deildinni í fótbolta. Dómarnir tala um áherslur en það er búið að taka allar tilfinningar út úr leiknum, það er það sem ég skil ekki. Mér finnst þetta mjög ódýrt og hann er ábyggilega að fara í bann út af þessu fáránlega dæmi fyrir einvígið gegn Tindastóli. Þá er hann örugglega að fara í 1-2 leiki í bann fyrir þetta. Þessi áhersluþvæla er það sem ég skil ekki. Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ spurði Jóhann og var augljóslega ósáttur. Hann vildi lítið tjá sig um hegðun Kane eftir brottreksturinn en Kane var allt annað en sáttur og tók langan tíma að koma honum af velli. Jóhann vildi þó ekki meina að því ættu að fylgja afleiðingar. „Ég sá það ekkert. Þetta er bara minn maður og ég bakka hann upp. Það er skap í honum. Alls ekki.“ Jóhann Þór segist þó viss um að Kane fái leikbann og jafnvel tvo leiki. „Ég held hann fái tvo leiki, þetta er svo fáránlegt allt þetta prógramm. Þannig að já ég á von á því. Aganefnd fylgir einhverjum reglum, eða þegar liggur vel á þeim. Hann fer pottþétt í bann en hvort það verða einn eða tveir leikir verður að koma í ljós.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira